Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 15

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 15
13 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 staðið frá seinni hluta aprílmánað- ar og fram í ágúst. Pabbi var þá stýrimaður á Haffrúnni sem var einmastra kútter með hjálparvél og gerður var út frá Bíldudal við Arnarfjörð. Skipstjóri var Þor- steinn Jóhannsson frá Stykkis- hólmi. Eg tel það til undantekn- ingar að svo ungir drengir færu til ^ sjós á vertíð á þeim tíma, hvað þá heldur nú til dags. Svo fór að líða að því að farið yrði vestur. Von var á M/s Gull- fossi til Stykkishólms um hvíta- sunnuna 1925 og átti hann að fara vestur og norður um og koma við á höfnum á Vestfjörðum og norðurlandi. Á annan í hvíta- sunnu var farið frá Stykkishólmi. Segir ekki af ferð okkar fyrr en komið var til Bíldudals. Var strax farið um borð í Haffrúna sem mér leist þokkalega vel á strax í upp- hafi, sem níu ára gutti. Og strax var komin mikil tilhlöklcun hjá mér að fara í fyrstu sjóferðina sem háseti en ekki get ég neitað því að smákvíði var í mér. Eg var stað- ráðinn í því að standa mig eins og ég best gat. Eg var ráðinn sem há- seti upp á að fá helming aflans li sem ég dróg úr sjó (hálfdrætting- ur) en útgerðin fékk hinn helm- inginn. Á móti mér var svo ráð- inn ungur drengur 4 árum eldri og hét Bjarni eins og ég en hann var Sölvason frá Steinanesi á Bíldudal. Alls voru tíu skipverjar á Haf- frúnni, allt fullorðnir menn nema við nafnarnir. Þegar búið var að gera skipið sjóklárt, salt og matur kominn um borð, var lagt af stað út Arnarfjörð. Hífð voru upp segl og siglt út fjörðinn en hjálparvélin var aðeins notuð þegar farið var frá eða lagst að bryggju. Nú var haldið út Arnarfjörðinn fyrir full- um seglum en svo fór að hvessa af norðri og þegar komið var út úr firðinum var komið norðanrok. Þá fór sjóveikin að segja til sín og alltaf vernsnaði hún svo að ég átti þá heitustu ósk að fá að fara heim skipta vöktum í stjórn- og bak- borðsvakt. Ekki vorum við nafn- arnir á sömu vakt svo að við þurftum ekki að sofa saman í koju. Vaktir skiptust yfirleitt þannig: Vakt frá 7 - 12 á hádegi, önnur frá 12-7 að kveldiflanga- vaktin svokallaða), þá frá 7 - 12 á miðnætti, frá miðnætti til 4 að nóttu og frá 4 - 7 að morgni. Fæði um borð var frítt og kokkur Frá Bíldudal til mömmu. En því var ekki að heilsa, ég kominn út á sjó sem há- seti og því var ekkert annað að gera en standa sig. Síðan var siglt suður með fjörðum og siglt fyrir Bjargtanga og inn á Breiðafjörð og lagst fyrir akkeri undir Skorar- fjalli. Þar voru þá fyrir 10 til 15 skip er lágu þar í vari þar til hægði og hægt var að hefja veiðar. Veið- arfæri var haldfæri með sökku og einum krók. Aflinn var saltaður um borð. Þegar veðrinu slotaði var haldið til veiða. Búið var að sá um matseldina. Aðallega var borðaður soðinn fiskur og mjólk- urgrautur á eftir sem eldaður var úr dósamjólk. Þá var kjötmeti, aðallega saltkjöt, og þá kjötsúpa. Kaffi og meðlætið með því var brauð sem geymt var í salti niður í lest, svo að það myglaði síður og brauðið var smurt með magaríni en ekki var notað álegg. Þá var skonrok líka haft með kaffinu. Eg man það enn þann dag í dag þegar ég dró fyrsta fiskinn minn. Hann var ekki stór svo að ég réð Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra til hamingju Brauðgerð Ólafsvíkur ehf. með daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.