Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 16

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 16
14 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 vel við að draga hann inn og ég var rígmontinn með hann og þá gleymdi ég allri sjóveiki. Þá þurfti að blóðga fiskinn og ég gerði bara eins og karlarnir og bar mig að eins og þeir gerðu. Síðar var gert að fiskinum og hann flattur, þveg- inn og saltaður niður í lest. Það þurfti svo að umstafla fiskinum í lestinni eftir nokkra daga og lent- um við nafnarnir oft í því verki. Hver sjómaður hafði sitt „mark“ svo að hægt var að vita hvað hver átti af fiskinum þegar honum var landað eftir hverja veiðiferð. Hver veiðferð tók um hálfan mánuð. Þegar komið var í land eftir hér um bil hálfan mán- uð þá var fiskinum landað og sett í hrúgur og sorteraður eftir því marki sem hver og einn sjómaður hafði. Eg hafði það mark sem kallað var bananfjöður og hafði það alla tíð nema eitt ár, en þá var ég á öðrum kútter. Ekki man ég hvað ég fékk útborgað því pabbi heitinn sá um þá hlið málsins. Meðan stoppað var í landi og skipið gert ldárt fyrir næsta túr þá fórum við nafnarnir í skoðunar- ferð um plássið og meðal annars á reitinn þar sem konur voru að breiða fisk til þerris. Ég varð mjög feiminn, enda feiminn að eðlisfari, þegar reitarkonurnar fóru að snussa í mann og spyrja um það hvað ég væri gamall og hvort það væri virkilegt að ég væri háseti á Haffrúnni. Ég varð að játa því eins og satt var enda voru þær aldeilis hissa á þessu öllu sam- an. Eina vísu fékk ég frá skipsfé- laga mínurn á kútternum og hún er svona: Veiðiskapinn verðskuldar vakir flestum lengur, Bjarni sonur Sveinbjarnar, sómaríkur drengur. Nú var allt tilbúið í næstu veiði- ferð og þannig gekk sumarvertíð- in fyrir sig fram í ágústbyrjun. Þá var haldið heim og það voru góð- ar móttökur sem við pabbi feng- um. Ég þóttist nú vera orðinn fullgildur sjómaður.“ Bjarni stundaði sjómennsku í tæp 50 ár samfellt. Tíu ára varð hann fullgildur háseti. Bjarni var á kútterum næstu ár á sumarver- tíðum eða þar til hann fermdist 1930 á hvítasunnudag en eftir það allt árið. Árið 1929 þann 29. nóv. drukknar Sveinbjörn, faðir Bjarna, þegar m/b Baldur fórst við Mávahlíðarhelluna í Fróðár- hreppi. Á þessum tæpum 50 árum stundaði Bjarni sjómennsku við allar þær veiðiaðferðir sem þá voru til. Eftir að sjómennsku lauk gerðist hann hafnarvörður í Stykkishólmi og hætti því starfi þegar hann varð 70 ára. Þau Bjarni og Anna, kona hans, senda öllum sjómönnum á Snæ- fellsnesi hamingjuóskir á sjó- mannadaginn. &s/ium sjómö/t/tu/n oíyJ^ö/s/uj/c/um/>ei/HHí tr//uimizigyu meo c/cuyr/izi f léffir þér lífið Svalþúfa ehf. VERSLUNIN BLÓMSTURVELLIR HELLISSANDI S: 436 6655 (> brimborg Sími 55 10 500 http://fiskifelag.is FISKIFÉLAG ÍSLANDS Netagerð Aðalsteins ehf. Norðurgarði 1 • 355 Ólafsvík • Sími: 436 1544 í _7_ SKIPASMÍÐASTÖÐ J ÞORGEIRS OG ELLERTS /r\ sími 431 4611 (S^afjinn Bakkatúni 26 - Akranesi - s 430 2000 - Fax: 430 2001 E-mail: skaginn@skaginn.is - www.skaginn.is TOPPFISKUR Fiskislóð 115a Símar: 552 8959 562 1344
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.