Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 23

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 23
21 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Gamli Rifsbærinn. sjálfur frá. Það er auðvitað stór partur af þessu sjóvolki að sjá um þessa hluti. Eg hef séð um allt netaúthald í gegnum árin og fengið fólk við afskurð og fleira. Eg sá líka um það að setja upp alla línu og hafði svo um- sjón með allri beitningu meðan hún var í gangi.“ Það er sko ekkert uppgjafar- hljóð í þeim hjónum í út- gerðarekstrinum því að í sumar á að setja línubeitingarvél í Saxham- ar en báturinn hefur undanfarin ár stundað netaveiðar. Famtíðin Þótt Sævar sé hættur á sjónum þá hefur hann ákveðnar skoðanir um lífríkið í sjónum sem hann heldur ótrauður fram enda hefur hann góða reynslu. Hann á sinn þátt í að friðaða hólfinu svonefnda á innanverðum Breiðafirði var kom- ið á 1970. Sævar hefur einnig verið í forystu meðal útgerðar- manna á Snæfellsnesi og látið í sér heyra á LIU þingum um þau mál sem lúta að hinum hefðbundnu vertíðarbátum. Hann hefur setið í stjórn Fiskifélags íslands og sat á fiskiþingum í mörg ár. „Ég lít ákaflega björtum augum á fram- tíðina hér á þessum stað og hún er alveg í okkar höndum. Við höf- um verið svo lánsöm að geta hald- ið ákveðinni friðun hér í Breiða- firði. Það er alveg ldárt mál að fiskurinn gengur hér í friðaða hólfið sem er innst í firðinum og hrygnir þar. Það er líka vitað mál að þar hefur hann meira æti. Þeg- ar líða tekur á sumarið gengur þessi fiskur svo aftur út fjörðinn. Ég hef kannski einna mestar áhyggjur af því hversu lítið af loðnu kemur á þessar slóðir sem þýðir auðvitað það að fiskurinn leitar á önnur svæði eftir æti. Sílisgengdin hér á víkunum virðist líka vera hverfandi lítil hver sem ástæðan er fyrir því. Mig rennur þó í grun að dragnótin hér á vík- unum sé mikill skaðvaldur. Tóg- in eru dregin eftir botninum á þessum sandbleyðum og þar ligg- ur sílið. Ég ætla þó ekki að halda því til streitu að ein- göngu dragnótin eigi sök á þessu. Að sjálfsögðu er það líka náttúran og fleiri þættir sem spila þar inn í.“ Kvótinn og markaðurinn. Sævar var ákveðinn and- stæðingur kvótakerfisins og taldi að það hefði mátt stjórna veiðunr á annan hátt. Hann óttaðist að kvótakerfið myndi rýra- gildi byggðanna sem byggðust upp vegna legu sinnar við miðin. „Kvótakerfið kom líka mjög illa við okkur sem erum mest í þorski þegar kerfið var sett á en það var nær 40% skerðing á þorski. Miklu minni skerðing var í öðrum tegundurn sem var lítið sem ekkert af í okkar afla. Kannski var það ekki rétt að berj- ast svona mikið á móti þessu Sendum sjómönnum á Snæfefísnesi ojfjöfs/qjfcfum peirra fieiífaósfjr í tifefni sjómannadagsinsl LÍFEYRISSJÓÐUR SJÓMANNA Þverholti 14 - 105 Reykjavík Afgreiðslutími frá 8-16 Sími 551 5100

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.