Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 24

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 24
22 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 kerfi. Betra hefði verið að fara að vinna strax með því og átta sig á því að það var komið til að vera“. Á árunum 1988-1989 var byrj- að að selja fisk á uppboðs- mörkuðum fyrir sunnan og var fiskur fluttur héðan í smáum stíl til reynslu. Framámenn á Snæfellsnesi reifuðu þá hugmynd að stofna fiskmarkað á Nesinu. Sett var á stofn undirbún- ingsnefnd sem Sævar átti sæti í. Fiskmarkaðurinn varð að veruleika 1991. Fyr- irtækið fékk nafnið Fisk- markaður Beiðafjarðar og hafði markaðurinn móttökustöðv- ar á öllum höfnum á Snæfellsnesi. Þegar fyrirtækið hafði slitið barns- skónum var það sameinað fleiri mörkuðum og heitir þá Fiskmark- aður Islands. I dag eru að auki móttökustöðvar á Akranesi, í Reykjavík og í Þorlákshöfn með höfuðstöðvar í Ólafsvík. „Ég tel að tilkoma markaðanna hafi leitt af sér góða hluti, meðal annars hækkað verð til sjómanna og út- gerðar. Fiskverkunarstöðvarnar höfðu fram að þeim tíma tekið allan fisk af sínum viðskiptabátum og urðu að vinna allar tegundir hvort sem það var óhagstætt eða ekki. Með tilkomu markaðarins gátu þær sérhæft sig og selt á markað þær tegundir sem var óhagstætt að vinna.“ Sævar er stjórnar- maður í Fiskmarkaði Islands og hefur verið svo frá stofnun hans. Fjölskyldan Eiginkona Sævars er Flelga Hermanns- dóttir frá Hellissandi. Foreldrar hennar voru þau Hermann Hermannsson sjó- maður á Hellissandi og Ágústína Kristjánsdóttir. Helga er yngst sex systkina en auk þess átti hún einn hálfbróður. ,,Við Helga hefjum okkar búskap 1958 í gamla Rifs- bænum hjá foreldrum mínum en við höfðum þekkst frá unglingsár- Við hefjumst fljótlega handa um. við að byggja okkur hús við Háarif 9 ásamt Ester systur minni Börn Sævars og Helgu: Friðþjófur, Sæunn og Halldóra. og manni hennar, Kristni Har- aldssyni vörubílstjóra sem lést langt fyrir aldur fram. Við búum þarna fyrstu árin en byggjum okk- ur síðan einbýlishús að Háarifi 25 í kringum 1964 þar sem við búum enn í dag. Börn okkar eru Halldóra, Sæunn og Friðþjófur. Við eigum orðið sjö barnabörn,“ segir Sævar stoltur af sinni fjöl- skyldu og er það nema von. Þáttur Helgu í útgerðinni hefur alla tíð verið mikill, hún hefur allt frá fyrstu tíð séð um skrifstofu- hald og allt sem fylgir því. Frið- þjófur sonur þeirra er núna skip- stjóri á Saxhamri og svo er eigin- Séð frá bryggjunni í Rifi og upp á land. Guðmundur T. Guðmundsson (Gvendur Tomm) er í stafni Hamars. Mynd Helga Hermannsdóttir maður Halldóru, Reynir Rúnar Reynisson, vélstjóri. Þriðji ættlið- urinn, Sævar Freyr Reynisson, rær líka á sumrin á færabát sem heitir Bjarni Sigurðsson SH 90 sem fjöl- skyldan keypti árið 2000. Þannig að þetta er orðið sankallað fjöl- skyldufyrirtæki en fyrirtæki þeirra hjóna heitir því góða nafni Utnes ehf. Þótt Helga hafi haft mikið að gera í sambandi við útgerð- ina þá átti hún sér gott áhugamál. Hún hefur tekið mjög mikið af Ijósmyndum sem geyma mikla sögu, m.a. af gerð hafnarinnar í Rifi, myndir frá löngu liðnum sjómannadögum sem margir hafa gaman af að rifja upp. Krían, nikkan og lömbin Engum vafa er það undir- orpið að byggðalögin hér undir Jölki sem annars staðar við sjávarsíðuna halda sínum styrk þegar eigendur fyrirtækis eins og Otness ehf. sjá sínum hag best borgið að gera út frá stöðum eins og Rifi. Það er lykilinn að af- komunni hjá íbúunum. Það verður ekki hjá því komist að nefna það að fyrir utan út- gerðastússið er Sævar sauðfjár- bóndi eins og áður er getið og líka hefur hann á seinni árum haft gaman af því að spila á harmon- ikku sér til ánægju. Fleira mætti nefna hjá þeim hjónum en þau hafa mjög gaman af því að ferðast bæði innanlands sem utan og bara að vera innan um fólk og vera með góðum vinum. Líklega má kalla Sævar einn stærsta kríubónda á Is- landi og þó víðar væri leitað. Það er því í nógu að snúast hjá út- vegsbóndanum Sævari Friðþjófssyni og Helgu konu hans þeg- ar þau eru kvödd. Mér sýnist hann vera sáttur við að þessu viðtali sé lokið því þá kemst hann út á tún að sinna því sem hon- um þykir vænt um. Þegar út er komið sést að krían er komin fljúgandi langt að með vorið í vængjum og litlu lömbin jarma í haga. Þetta er Rif- ið í dag og er hægt hafa það betra? Sigfús Almarsson og PSJ

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.