Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 31

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 31
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 29 Skemmtiferð til Flateyjar árið í 958 Það var vorið 1958 að til tals kom að fara í skemmtiferð á m/b Hólmkeli. Sá bátur var einn af fyrstu bátunum sem gerðir voru út frá nýrri höfn í Rifi eftir að róðrar hófust þar veturinn 1955-56. A þessum árum voru vertíðarlok jafnan 11. maí og mun því þessi ferð hafa verið farin síðari hluta þess mánaðar. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að fara inn í Flatey. Enginn hafði komið til Flateyjar nema kannski einhverjir af skipshöfninni. Það var tekið vel undir hugmyndina og hópur fólks ásamt nokkrum úr áhöfn bátsins hófu undirbúning að þessari sjó- og skemmtiferð. Heppnin var með okkur, logn var um allan sjó þann dag sem valinn hafði verið til ferðarinnar. Dagurinn var tekinn snemma, lagt af Stað úr Rifshöfn um klukkan átta. Siglt inn Breiðafjörð og stefnan tekin á Flatey. Allir voru spenntir að sjá og koma á nýjar slóðir. Nú sáum við Búlandshöfðann frá áður óþekktu sjónarhorni og Stöðin og Kirkju- fellið voru flestum okkar ný fjöll til að skoða. Grundarfjörðurinn opnaðist og við sáum Mel- rakkaey og Eyrarfjallið. Þetta svæði var á þessum tíma, okkur af utanverðu Snæfellsnesi allt að því lokað land. Akvegur frá Grundarfirði um Búlands- höfða kom ekki fyrr en nokkrum árum síðar. Flestir voru uppi á dekki í blíðviðrinu, sumir voru þar af því að þeir vildu forðast að verða sjó- veikir. Mikið var um fugla á sjónum og gaman á þá að horfa. I lúkarnum var búið að hella uppá könnuna og skotist var þangað niður í kaffisopa. Þegar Flatey fór að sjást framundan og þá um leið fjöllin við norðanverðan Breiðafjörðinn að verða tignarlegri var það Leifur Jónsson, skipstjórinn á bátnum, sem gat svarað öllum spurningum um nöfnin á þessurn fjöllum og landsvæðum. Lagst var að bryggju í Flatey. Bryggjan og nokkuð stórt fiskverkunarhús þar skammt frá hafði verið byggt nokkrum árum áður til að stuðla að því að halda þar úti fiskverkun og útgerð. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum. Á bryggjunni tók á móti okkur heimamaður, Jóhann Kristjánsson. Jóhann hafði verið á Hólmkeli á nýliðinni vertíð og varð því þarna vinafundur. Við héldum svo upp á eyjuna undir leiðsögn Jóhanns. Mikið var um fugl, mó- fugla, kríur og æðarfugl. Skoðuð voru gömlu hús- in sem mörg voru mjög falleg en flest voru yfirgef- in. Jóhann fór með okkur í einu verslunina sem var í eyjunni. Þar fékkst allt mögulegt. Þar voru bækur, allskonar matvara, salt og allt þar á milli. Kaupmaðurinn var Jónína Hermannsdóttir en hún var tengdamóðir Arngríms Björnssonar læknis. Við upphaf ferðarinnar. Talið frá vinstri: Skúli Alexandersson. Hann var framkvæmdastjóri íyrir útgerð m/b Hólmkels og oddviti Neshrepps utan Ennis. Eggert Eggertsson í Hvammi. Eggert var vélstjóri í Hrað- frystihúsi Hellissands. Hlöðver Þórðarson, matsveinn frá Fáskrúð. Hrefna Magnúsdóttir, eiginkona Skúla. Þau áttu heima á Snæfellsási 1. Hrefna hefur skrifað ferðasöguna. Kristín Þórarinsdóttir, eiginkona Matthíasar Péturssonar, kaupfélagsstjóra. Nú koma þrjú saman, það eru hjónin Elín Lúðvíksdóttir og Guðmundur Arnason með dóttur sína, Sigurbjörgu. Guðmundur var stýrimaður á Hólmkeli. Þau voru búsett á Akranesi og seinna á Sauðárkróki þar sem Guðmundur var skipstjóri á togurum og síðar hafnarstjóri. Yfir öxlina á Guðmundi sést ungur mað- ur frá Görðum á Hellissandi sem varð skipasmiður og er nú alþingis- maðurinn Jóhann Arsælsson. Fyrir framan hann er Asta Benediktsdóttir systurdóttir Hrefnu. Kvennablóminn í ferðinni. Talið frá vinstri: Sigurbjörg, Elín, Ásta, Hrefna og Kristín sést bak við unga stúlku, Kristínu Karlsdóttur sem er við hlið móður sinnar, Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu skipstjór- ans á bátnum, Leifs Jónssonar en leifúr og Ingibjörg áttu heima í Rifi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.