Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 33

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 33
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 31 Sjómannadagurinn á Hellissandi og í Rifi 2003 Hátíðarhöldin hófust á laugardeg- inum í Rifi með því að áhafnir bátanna kepptu í þrautabraut sem saman stóð af fimm þrautum. Fyrst átti að kafa eftir 13 golfltúl- um í þúsund lítra kari fullu af sjó á meðan aðrir í liðinu drógu til kör og stöfluðu þeim upp. Svo var hlaupið eftir bryggjunni og þar þurfti að príla yfir kör sem að sjálfsögðu voru full af vatni. Næst var einn keyrður í hjólbörum smá spotta og að lokum þurfti að synda út í miðja höfnina að bauju sem þar hafði verið komið fyrir, boðið var upp á flotgalla til að synda í en fáir nýttu sér það. Hlutskörpust í þrautakeppninni var B sveit Saxhamars. Næst var keppt í koddaslag og voru það að- allega fulltrúar yngri kynslóðar- innar sem tóku þátt í honum. Koddakóngur var Grzegorz Lakomski og koddadrottning var Eygló Hallgrímsdóttir. Að lokum var farið í skemmtisiglingu með Saxhamri og björgunarbátnum Björg. Á sunnudeginum var safnast saman í Sjómannagarðinum á Hellissandi þar sem verðlaunaaf- hending fyrir laugardaginn fór fram. Hátíðarræðuna að þessu sinni flutti Hulda Skúladóttir. Heiðraður var aldraður sjómaður sem að þessu sinni var Bragi Valdimars og kona hans, Gunn- fríður Sigurðardóttir. Þar næst var keppt í drætti á línufæri með lóði á endanum og bætningu og voru það áhafnir báta sem ekki tóku þátt í þrautabrautinni á laug- ardeginum sem reyndu fyrir sér. Rifsnes var með besta tímann í bætningu og var Faxaborg með besta tímann í línudrættinum. Eftir þetta færðist dagskráin upp grasið þar sem krakkarnir kepptu í hoðhlaupi og reipitogi. Svo fóru allir í kaffi í Röstinni hjá Slysa- varnarfélaginu Helgu Bárðardótt- ur. Hátiðinni lauk svo með hófi í Röstinni þar sem Logi Bergmann Eiðsson var veislustjóri og skemmti mannskapnum yfir borðhaldi. Það var svo hljóm- sveitin Sixties sem spilaði fyrir dansi fram á nótt. Frá hátíðahöldum á Hellissandi 2003. Mynd: Smári Björnsson Snæfellsbæjarljóð Höfundurókunnur Alltaf geymist það mér í minni meðan ég anda dreg. Hve stutt gat nú verið í vinsemdinni en veröldin yndisleg. Menn hugsuðu ei bara um heita ást ef hópurinn allur á balli sást. Gufsarar, Kefsarar, Sandarar, Rifsarar, Ólsarar, Vallnarar. Þó lögðust nú vangar og varir saman því valsarnir örva blóð og mönnum fannst það nú mjög svo gaman á meðan sko á því stóð. En þrátt fyrir svoleiðis sviptingar var sjaldgæff að efndu til giftingar Gufsarar, Kefsarar, Sandarar, Rifsarar, Ólsarar; Vallnarar. Síðan þeir opnuðu Ennisveginn hefur annað völdin haft. Varla hin aumustu vindhögg slegin né vogað að rífa kjaft. Og dömurnar láta ei duga koss nú daðra og gifta sig allt í kross Gufsarar, Kefsarar, Sandarar, Rifsarar, Ólsarar, Vallnarar. Og nú er svo auðvitað nýja grobbið, að Nesið verði eitt þing. Ég barasta skil ekki bölvað snobbið byggðanna sameining. Því andlitslyfting fær engu breytt annað verða menn aldrei neitt en Gufsarar, Kefsarar, Sandarar, Rifsarar, Ólsarar, Vallnarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.