Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 34
32
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Björgun skipbrotsmanna á Hafdísi SH 7
Þessi saga sem hér fer á efitir fjall-
ar um það þegar Hafdís SH 7
fórst fyrir 49 árum. Hún er sögð
af skipstjóranum Erlingi Viggós-
syni en báturinn var í eigu þeirra
Grímúlfs Andréssonar og Jó-
hannesar Kristjánssonar frá
Stykkishólmi. A bátnum voru
fimm menn auk Erlings, þeir
Friðþjófur Guðmundsson og
sonur hans Sævar frá Rifi og
einnig Sigurður Þórðarson frá
Rifi. Þá voru tveir Færeyingar,
þeir Gustaf og Tari en þeir voru
frá Þórshöfn. Hafdísin var 27
lesta tréskip, smíðað í Reykjavík
árið 1939. Báturinn hét
áður Jón Finnsson GK 506
og hafði verið dýpkunar-
skipinu Gretti til aðstoðar
við dýpkun Rifshafnar sum-
arið 1955.
Gefum Erlingi orðið:
„Eftir áramótin 1955 og
56 fórum við og fleiri að
undirbúa okkur til róðra á
vertíðina. Þetta var okkar
fýrsta vertíð frá þessari nýju
höfn, Rifshöfn. Þann 6.
mars vorum við á sjó um 20
til 30 mílur NV frá Rifi.
Veður hafði verið sæmilegt
framan af degi en þegar kom
fram á daginn fór að hvessa
að vestan og um kl. 17:00
var komið afspyrnurok og
mikill sjór. Þegar búið var
að draga línuna var gengið
frá á dekki eins og hægt var.
Allir fóru niður í lúkar nema
við Sævar sem fórum aftur í
stýrishús. Við
komnir af stað heim þegar heljar-
mikið brot kom á bátinn stjórn-
borðsmegin. Hann fór alveg á
hliðina og möstrin námu við sjó.
Sjórinn flæddi strax í lúkarinn og
inni í stýrishúsinu stóðu hausarnir
á okkur Sævari uppúr. Ég sagði
við hann: „svona eigum við þá að
fara vinur,“ en hann svaraði strax:
„nei andskotinn.“ Þessi viðbrögð
hans voru hressandi.
Talstöðin var komin úr sam-
bandi við rafgeymana og tók tíma
að koma því í lag og ná sambandi
við land og aðra báta. Við báðum
strax um aðstoð því eftir að fokk-
an rifnaði og fauk vorum við
stjórnlaust rekald. Biðin eftir að-
stoð var erfið en eftir að togarinn
Hallveig Fróðadóttir sagðist vera á
leið til okkar leið mönnum mikið
skár. Þeir á togaranum miðuðu
okkur út annað slagið þessa tólf
klukkutíma sem við vorunr á reki
og sögðu að rekhraðinn á okkur
væri 5 mílur. Nokkur brot feng-
um við á okkur til viðbótar en
ekkert eins og það fyrsta. Þegar
togarinn kom loksins að okkur
Hafdís SH 7, áður Jón Finnsson GK 506.
momiununi
|]M klukkan hálífimm í gær kom
U hintttA <tl Reykjavlkur nf veiílum, Á leið
inn til hjálpar hinum nauðsladda vélbát frá
Skipsmenn á bátnum yfirgáfu hann í stórsjó
togarartn, scm lagðí að bátnum, sem hrakti
mannlnn
kom siálfur
að blotna
tiðu vfirmenn togarans
dugnað Guðmundar og
mennsku hans.
ÓMEIDDIR
Skipbrntsmenn af Hafdísi \
VAR Á HEIMI.EID
Tiðindamaður Mbl. átti stult
samtai við skípbrotsmenn um
borð í togaranum í Rærd;*«' Þeir
WSÍBo íarið í rMli,r>''»»«ví>™-
tfeiskvSldiS Övii*® M
sSWdíis á nr»ifad»(ti»i> var
atómjór y*'unn skómmu siðar.
var á heimleið, er
á kom beljarólag og færfii! allír ‘ómeiddir að hcita mát
hann að mestu S kaf. I þessu ejnn hafði tognafi litilshótts
ótaeí okolaði öllu lauslecu af ci.ín.tíMnr, 4 uimtm
Urklippa úr Morgunblaðinu
sigldi hann vindmegin upp að
hlið bátsins og þegar skipin komu
saman stukku allir á tveim „ról-
um“ nema einn Færeyingur sem
varð eftir. Þá tók sig til einn
skipsmaður á Hallveigu sem hét
Guðmundur Einarsson.
Hann fór úr sjóstakknum og
stökk út í Hafdísina og tók
manninn með sér um borð í
togarann á sama rólinu. Það
var vel gert og mikil hetju-
dáð unnin af Guðmundi.
Bátinn sáum við aldrei aftur.
Guðmundur fékk síðar
björgunarafreksverðlaun fyr-
ir frækilegt afrek sitt.“
Ritað á Osi á Eyrabakka
13.03. 2004.
Eriingur Viggósson
Hallveig sigldi síðan með
skipbrotsmennina til
Reykjavíkur eftir þessa
giftusamiegu björgun en
sem betur fór slasaðist eng-
inn mannanna. Talið var að
báturinn hafi borið upp að
Barðaströndinni og brotnað
þar í spón en ekkert fannst
úr honum þrárt fyrir leit.
vorum Hallveig Fróðadóttir sem bjargaði skipbrotsmönnum.