Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 39

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 39
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 37 fjölgaði togurum sem gerðir voru út frá Grundarfirði. Arið áður eða 18. desember 1974 hafði Guðmundur stofnað með fjöl- skyldu sinni fyrirtækið Guð- mundur Runólfsson hf. Á þess könnu var útgerðin og netaverk- stæðið en fyrirtækið Sæfang hf. í eigu sömu aðila annaðist fiskverk- un. Þessi tvö fyrirtæki sameinuð- ust svo í eitt fyrirtæki þann 30. september 1993 undir nafninu Guðmundur Runólfsson hf. Það fyrirtæki er í dag ein meginstoðin í atvinnulífi Grundfirðinga, gerir út togarann Hring SH 535 og togskipið Helga sem fengið hefur skráningarnúmer Runólfs SH135. Fyrirtækið rekur eigin fiskvinnslu og netaverkstæði. Þótt Guð- mundur sé fyrir allmörgum árum hættur að skipta sér af rekstri fyr- irtækisins líður varla sá dagur að hann líti ekki við á skrifstofunni hjá sonum sínurn sem stýra fyrir- tækinu í dag, til að leita frétta af gangi mála. Fjölskyldufyrirtæki hans stendur föstum fótum í því samfélagi sem hann hefur alla tíð lifað fyrir og nú nýverið var ákveðið að tryggja fyrirtækið enn frekar í sessi í Grundarfirði með því að taka það út af verðbréfa- þingi og fjölskyldan keypti til sín hluti annarra í fyrirtækinu. Guð- mundur Runólfsson getur því lit- ið stoltur yfir farinn veg. „Eg er sáttur við lífið og tilveruna,“ segir Guðmundur að lokum, „þótt mér hafi ekki tekist að uppfylla loforð- ið sem ég gaf einum kokknum mínum forðum.“ Undirritaður spyr hvað það hafi verið. Guð- mundur kímir og svipurinn á honum verður strákslegur: „Ég lofaði honum vegna þess hvað hann var úrillur, að ef vel veiddist skyldi ég sjá til þess að hann kæm- ist í kast við ærlegan kvenmann. Svo veiddist vel en ég gat aldrei uppfyllt loforðið,“ segir Guð- mundur og hlær. Gunnar Kristjánsson Gísli Stefánsson Formannavísur eftir Gísla Stefánsson, kveðnar um formenn sem réru frá Keflavík undir Jökli 1908. Sjá samantekt Skúla Alexanderssonar um formennina á blaðsíðu 38. Eins er Loftur laghendur lýði að verja slettum, þó að háar haföldur hrynji á sjávarklettum. Eins er Gísli eg til veit öldu stýrir karfa, huglítil hjá hölda sveit hæfur lítt til starfa. Keflavíkur formenn fá fiskað oft til muna, þeir sem láta um löginn blá lægisjóa bruna. Daginn þegar seggir sjá, samt mér við má óa, formennirnir fara á stjá firðar kalla og róa. Er Guðmundur eklti sár enda sagður laginn, sinn að láta kaðlaklár kljúfa ósléttan æginn. Til aflafanga orkustór aðgætinn við stýri setur Guðbjörn súðajór sinn á hnísumýri. Dagóbert er drengur snar djarft má hreysti þróa sína kallar seggi og mar saman, til að róa. Kristján hefur káta lund, kann því vart að bíða, sinn fram setur súðahund sels um grundu víða. Þegar liðin löng er nótt lítt má veður baga, Elínmundur fer þá fljótt fram um ránarhaga. Alvanur og aðgætinn öldu beita hrafni, sem kom hingað sæmd búin Sveinn var hann að nafni. Formenn nú ei fleiri má finna hér sem róa sínum kjóa ára á ufsadals um flóa. Ósk mín það er ein með sann innst í hjarta sprottin, bæði um land og birtingsrann blessi ykkur drottinn. Ártal grundað ýtum hjá og í bundið letur, nítján hundruð nefna má nú er átta betur. Gísli ljóða lagar skrá lítt er til þess fallinn, berurjóðri byggir á býsna heimskur kallinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.