Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 48

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Qupperneq 48
46 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Hátíðarræða á Hellissandi 2003 Ágætu sjómenn, eiginkonur, unnustur, börn og aðrir gestir, til hamingju með daginn! Eins og flest ykkar vita þá er ég borinn og barnfæddur Sandari. Sjómannadagurinn hefur alltaf verið einn af mestu hátíðardögun- um í mínu lífi, börnin mín og barnabörn hlakka öll jafn mikið til þessa dags eins og ég gerði og geri enn. Öll umræða um að breytingar á deginum (þá er ég ekki að tala um okkar dagskrá hún þarf að fylgja tímanum), að færa daginn til eða jafnvel að fella hann niður er að mínnu viti ekki góð. Þessi dagur þjappar íbúum sjávarplássanna saman, brottfluttir íbúar flykkjast heim til að samgleðjast okkur. Hér hafa í gegnum tíðina búið framsýnir, metnaðarfullir og dug- miklir einstaklingar sem hafa stöðugt unnið að því að bæta mannlífið, hvort sem um er að ræða menntun og menningu, fé- lagsstarf, umhverfið, samgöngur, eða atvinnutækifæri. Við eigum að vera stolt af okkar framlagi til þjóðarbúsins, litlu sjávarsamfélög- in hringinn í kringum landið halda velli ef þar er gott mannlíf, jákvæðir, samheldnir íbúar, næg arvinna og góð þjónusta. Okkar er valið. Á sjómannadaginn er sögunni gefinn gaumur, rifjaðir eru upp liðnir atburðir bæði sigrar og ósigrar. Eg held að við íbúarnir hér ættum að einbeita okkur að því að nýta þennan dag til að fræða uppvaxandi kynslóðir um liðna tíma, leyfa þeim að sjá og prófa gamalt handbragð. Gamla róðrarlaginu má halda við með því að róa kappróðrarbátunum Blika og Ólafi viðhafnarsiglingu um höfnina, sjómenn gætu jafnvel klæðst líkingum af gömlum sjó- fatnaði. Að því loknu ætti að leyfa unga fólkinu okkar að spreyta sig en að sjálfsögðu þyrfti að gæta fyllsta öryggis og ldæða alla í björgunarvesti. Það mætti jafnvel hugsa sér að leyfa þeim að dorga/skaka í höfninni með göml- um veiðarfærum. Gömlu timbur- mótorbátarnir gætu átt sinn sess og sýnt sinn tíma með gömlum handfærum. Gamla tímann mætti rifja upp alla helgina, jafnvel allt sumarið, hér í Sjómannagarðinum. Hafa leiðsögumenn í viðeigandi göml- um fötum hér í húsunum og á svæðinu, sláttumann með orf og ljá, hafa hesta með tilheyrandi reiðingi. Formann að velja sér Hulda Skúladóttir flutti Kátíðarræðu á sjómannadaginn á Hellissandi áhöfn við aflraunasteinana, sýna aðgerð, söltun á flöttum fiski og skreiðarvinnslu. Setja mætti upp gamla báta eða líkingar af þeim og vindur sem voru notaðar til að draga þá upp, t.d. í Keflavíkur- lendinguna til að gera söguna lif- andi. Stórar myndir eða málverk sem sýna þennan tíma myndu gera söguna lifandi. Að sjálfsögðu yrði þetta ekki gert allt á sama tíma. Sjómannadagsráð í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið, Þjóð- garðinn, Snæfellsbæ og aðra aðila sem málið varðar þyrftu að ákveða hvað hægt er að framkvæma, gera síðan áætlun til t.d. 5 ára. Þetta gæti kallað að fleiri gesti en venju- lega, þetta yrði jafnvel sannkölluð Sandaragleði. Með þessu móti gætum við slegið tvær flugur í einu höggi, fest daginn í sessi og skapað afþreyingu fyrir ferða- mennina okkar. I framhaldi af þessum hugleið- ingum langar mig að hverfa nokkrar aldir aftur í tímann og rifja upp sögu sjósóknar hér og tengsl hennar við skólastarf: Byggðalögin okkar, Hellissand- ur og Rif, mynduðust og hafa haldist í byggð vegna þess að héð- an er stutt að sækja á fengsæl fiski- mið. I öndverðu bjuggu vinnu- menn og nokkrar fílefldar vinnu- konur stórbænda hér yfir vertíð- ina í verbúðum sem voru byggðar úr grjóti og torfi. Aflinn var verk- aður hér en síðan var hann fluttur heim ýmist á bátunum, hestum eða á baki vinnumanna sem komu fótgangandi hingað jafnvel frá öðrum landshlutum. Aðeins stórbændur áttu jarðir, allur þorri fólks var vinnufólk, vegna svokall- aðra „vistabanda“ mátti það ekki eignast eigið heimili nema hús- bændur þeirra heimiluðu það. Talið er að fyrsta þorpið á Is- landi hafi myndast hér á Hell- issandi eða í Hraunskarði og Keflavík, húsaþyrping þar sem fólk bjó allt árið, hafði fasta bú- setu. Vinnufólk sem rauf vistar- böndin, settist að í sjóbúðunum, átti nokkrar kindur og sumir hluta í kú. Fyrir rúmum 300 árum voru hér um 100 þurrabúð- ir, 1703 höfðu 300 manns hér fasta búsetu. Lendingarnar voru þrjár, Keflavíkurvör, varalendingin niður af Gerðalág og Brckkna- lendingin fyrir neðan minnisvarð- ann „Beðið í von“. Einnig var róið frá Gufuskálum. Rif varð snemma mikill verslunarstaður, þar varð síðar nokkuð stór ver- stöð, þar voru 54 verbúðir fyrir 300 árum, um 100 íbúar. Rif til- heyrði Ingjaldshóli. Kaupskip sem voru flutningaskip þessa tíma komu inn í ós Hólmkelsár sem lá með klettunum í neðra Rifi og lágu þar jafnvel heilu veturnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.