Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 50

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 50
SJÓMANNADAGURINN í GRUNDARFIRÐI 2003 Sjómannadagurinn í Grundarfirði var haidinn á hefðbundinn hátt og sá Björgunarsveitin Klakkur um hátíðar- dagskrá helgarinnar. Golfklúbburinn Vestarr hélt Sjómannadagsgolfmót á föstudagskvöldið í boði Guðmundar Runólfssonar h.f. Skemmtunin hófst á laugardeginum kl. 13:00, niðri við höfn með hátíðarguðsþjónustu sem sóknarpresturinn, Helga Helena, sá urn. Vel heppnaða hátíðarræðu dags- ins flutti Tryggvi Ottarsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs íslands. Var síðan farið í hefðbundnar keppn- isgreinar t.d. netabætningu, stakka- sund, reiptog og fl. þar sem sjómenn öttu kappi sín á milli. I eftirmiðdag- inn var knattspyrnuleikur á milli sjó- manna af togaranum Hring og áhafa skipa Sæbóls en þeir síðarnefndu fóru með góðan sigur af hólmi. Um kvöldið var síðan dansleikur í sam- komuhúsinu þar sem hljómsveitin A móti sól lék fram á nótt. Sunnudag- urinn heilsaði með sól og góðu veðri. Farið var með Siglunesi og Grund- firðingi í skemmtisiglingu út á fjörð- inn. Eftir hádegi var skemmtidagskrá fyrir unga fólkið uppi í sundlaug. Allir skemmtu sér konunglega í góða veðrinu og deginum var síðan lokað með kaffisamsæti hjá Kvenfélaginu Gleym mér ey. Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfjarðarbæ. Kjartan og Hermann í boðhlaupi með 50 lítra brúsa sem taka vel í Hátíðarræðu flutti Tryggvi Óttarsson. Ahafnir Hrings og Þorvarðar Lárussonar keppa í kararóðri. Guðmundur þreyttur eftir stakkasund. Vignir og Jón Frímann keppa í pokahniitabindingu. Hringsmenn taka vei á í trukkadrætti.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.