Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 54

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 54
52 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Glaður og Siglunes Arið 1990 kaupir fjölskyldan aðra trillu sem bar nafnið Glaður. Hann var af gerðinni Sómi 800 og Gísli tók við að róa honum. Þannig að nú tóku umsvifin held- ur betur að vaxa hjá fjölskyldunni og það átti eftir að halda áfram. Árið 1999 voru þau hjónin kom- inn áleiðis um borð í Norrænu og ætluðu til Færeyja. Þau voru komin á Blönduós þegar þau skyndilega ákveða að hætta við ferðalagið, snúa við og aka suður á Vatnsleysuströnd og kaupa bát. „Allt í einu varð spurningin þessi: Eigum við að halda áfram eða eig- um við að kaupa bát“ segir Erla. Og þau völdu seinni kostinn. Þarna kemur sem sagt þriðja trill- an til sögunnar, Siglunes. „Þessi bátur var á dagakerfinu og þannig var hægt að brúa bil svo allir gætu haft atvinnu af þessu því skerðing- in á veiðiheimildum var það mikil á tímabili,“ segir Marteinn og bætir við: „Þetta hefur verið eilíf- ur eltingaleikur við þessi kerfi.“ Nýlega var þriðja Sverrinum skipt út fyrir annan nýjan og nú er róið á þremur bátum, einn er á línu, annar á grásleppu og sá þriðji á handfæri. Feðgarnir þrír skipta sér niður á bátana en alls eru nú sjö manns að störfum við útgerðina fyrir utan fjölskyldu- meðlimi. Þar er mesta vinnan við beitninguna en í henni segjast þau hjónin vera með alveg úrvalsfólk að störfum. Aðspurður um fram- tíðaráform segir Marteinn að þeir bræður, Orvar og Gísli, muni róa, hvor á sfnum bátnum. En hvað með hann sjálfan? „Eg fæ von- andi að fljóta eitthvað með, mað- ur fer nú eitthvað að róa sig í þessu." Trillukarlarnir Örvar og Gísli Eftir 25 ára fasta búsetu á Tálkna- firði með hefðbundinni fjarbúð á Barðaströndinni. ákváðu þau hjón að flytja til Olafsvíkur árið 2000. Þau höfðu reyndar þá haft þar vetursetu um tíu ára skeið. Erla segist sakna Tálknafjarðar og verunnar þar. Fyrstu misserin hér hafi verið erfið en nú sé þetta allt að koma. „Og nú líður okkur afar vel hérna og höfum komið okkur vel fyrir. “ Marteinn segir það gríðarlegan mun að sækja sjó- inn héðan miðað við aðstæðurnar vestur á fjörðum. „Hér eru að- stæður allar mjög góðar og stutt á miðin.“ Synirnir Gísli og Örvar búa líka í Ólafsvík ásamt fjöl- skyldum sínum. Erla segir það dálítið merkilegt að þeir hafi báðir verið mikilir námsmenn og átt framtíð fyrir sér á mörgum svið- um en sjómennskan heillaði þá og báðir virðast afar ánægðir með hlutskipti sitt sem trillukarlar. Ekki fara alveg strax! En hver skyldi eiginlega vera lyk- illinn að þessari velgengni? „Það þarf alltaf að eiga fyrir skuldun- um, okkur lánaðist það alltaf en það kostaði líka þrautseygju. Margir fara flatt á þessu og missa allt í skuldafen. Það verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Erla. „Svo er auðvitað ómetanlegt hvað við fjölskyldan höfum verið samtaka í þessu alla tíð, við höf- um átt miklu barnaláni að fagna.“ Aðspurður um dugnað og áhuga, hvort það hljóti ekki að vega þungt, segir Marteinn af sinni al- kunnu hógværð: „Jú, eitthvað talsvert þarf nú af því.“ Talið berst nú eilítið að fiskveiðistjórn- unarkefinu. „Menn hafa bara lært að lifa með þessu,“ segir Marteinn og Erla bætir við: „Mér finnst að það hefði átt að leyfa að skipta á tegundum á milli báta. En þetta framsal á aflaheimildum, það er mikil veila í kerfinu, þar verður braskið til. Svo er það líka galli að vera að kljúfa kerfið niður og veita síðan alls kyns sporslur hingað og þangað sem bara verða til þess að skapa leiðindi.“ En fjölskyldan ákvað strax í byrjun að sætta sig við kerfið og reyna að starfa eftir því. „Það hefur lánast bara nokkuð vel. Mér hefur t.a.m. tekist að verða skattakóng- ur í nokkur skipti á Vestfjörðum og líka eftir að við komum hingað á Nesið.“ I framhaldi af þessu tali rifjar Erla upp atvik þegar bæjar- stjórinn vestur á fjörðum hafði komið að máli við Martein þegar spurðist að þau væru að flytja og sagði við hann: „Þú færir nú ekki heimilisfangið þitt alveg strax, er það nokkuð?“ Að ráða sínum frítíma!! Marteinn og Erla hafa reynt að njóta þess síðustu árin að bregða sér til útlanda einu sinni á vetri. „Það er líka í eina skiptið sem við getum litið upp út þessu,“ segir Erla. „Svo keyptum við okkur húsbíl í fyrra og nutum þess að ferðast um landið síðasta sumar.“ Feðgarnir Örvar, Marteinn og Gísli við bátana Glað og Sverri. Mynd: PSJ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.