Bókasafnið - mar. 2024, Side 6

Bókasafnið - mar. 2024, Side 6
6 Telma Sigfúsdóttir gögn eru birt á vefnum og gerð aðgengileg öllum eru þau skilgreind sem opin vensluð gögn (e. linked open data) (W3C, 2013, 2015). Með því að breyta gögnum í opin vensluð gögn er opnað á samnýtingarmöguleika þannig að hægt sé að auðga lýsigögnin. Þannig verður mögulegt að tengja saman skyld viðföng, þótt þau séu sett fram með mismunandi hætti í ólíkum ganasöfnum (Europeana, e.d.). Nafnmyndaskrár gagnasafna Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka safns og staðan á Íslandi í dag Fyrirtækið Ex Libris er framleiðandi bókasafnskerfisins Ölmu og leitargáttarinnar Primo VE. Alma er veflægt bókasafnskerfi sem notað er á bókasöfnunum á Íslandi og var tekið í notkun í júní 2022. Kerfið ber heitið Gegnir á íslensku, óháð því hvaða hugbúnaður liggur að baki. Notendaviðmótið Primo VE er síðan byggt ofan á Ölmu. Á Íslandi gengur leitar gáttin undir nafninu Leitir.is. Bæði Alma og Primo VE eru skýjalausnir sem eru hýstar í gagna veri Ex Libris í Amsterdam. Eins og í bókasafnskerfinu Aleph500, sem var í notkun á undan Ölmu, fer öll vinnsla eins og umsýsla með útlánum, lánþegum, millisafnalánum, skráningu og aðföngum, fram í bókasafnskerfinu. Að auki fer umsýsla rafrænna áskrifta fram í Ölmu sem og stillingar og uppsetning Primo VE sem áður var gert í sérstökum kerfum, SFX og Primo BackOffice. Gagnasöfn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem eru leitarbær í gegnum Lbs.leitir. is eru bæði innri og ytri gagnasöfn. Innri gagnasöfn eru annars vegar bókfræði grunnurinn í Ölmu og hins vegar bókfræðigögn sem fengin eru frá Ex Libris og eiga við um rafrænt áskriftarefni. Ytri gagnasöfnin eru Opin vísindi2 og Skemman3. Gögn úr ytri gagna söfnunum IRIS4 og Hirslan5 voru áður fyrr sótt og gerð leitarbær í Leitir.is en því hefur nú verið hætt. Hluti gagnanna úr IRIS og Hirslan er leitarbær í Leitir.is með öðrum leiðum þótt þau séu ekki sótt beint. Hvaða þýðingu hefur kerfisuppsetningin fyrir notandann? Gagnagrunnarnir sem eru leitarbærir í Leitir.is eru á ólíkum lýsigagnasniðum, ýmist á MARC­sniði eða DC. Notuð eru ólík auðkenni í gagnagrunnunum og grunnarnir tengjast ekki að neinu leyti. Það veldur því að ákveðnar færslur verða alltaf útilokaðar í leitar­ niðurstöðum. Jafnvel þótt leitarstrengurinn (þ.e. röðun nafnliða og stafsetning þeirra) sé eins, falla leitarniðurstöðurnar ekki saman ef gögnin eru á mismunandi gagnasniði. Í okkar íslenska umhverfi eru um 300 bókasöfn af öllum gerðum saman í samlagi, grunn skólasöfn, framhaldsskólasöfn, almenningssöfn, sérfræðisöfn, háskólasöfn og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Öll söfnin deila einni nafnmyndaskrá sem er lokuð inni í bókasafnskerfinu 2 Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn fyrir efni í opnum aðgangi í íslenskum háskólum. 3 Skemman er rafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla yfir lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna. 4 IRIS (Icelandic Research Information System) er kerfi sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. Gögnin í IRIS hafa verið fjarlægð úr Leitir.is (desember 2022) en eru enn leitarbær í prófunarumhverfi Leitir.is og verða skoðuð þar. 5 Hirslan er vísinda­ og fræðsluefnissafn Landspítala. Skráningu í kerfið hefur verið hætt og lýsigögnin keyrð inn í IRIS.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.