Bókasafnið - mar. 2024, Page 7

Bókasafnið - mar. 2024, Page 7
Bókasafnið 44. árg – 2024 7 Ölmu og tengist einungis bókfræðifærslum í því kerfi, en brýn þörf er á að opna gögnin til þess að geta tengst öðrum nafnmyndaskrám. Eins og staðan er í dag, á nafnmyndaskráin í Ölmu enga möguleika á að tengjast öðrum nafnmyndaskrám, ekki einu sinni nafnmyndaskrám í öðrum gagnagrunnum sem eru leitarbærir í gegnum Leitir.is. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að notendur séu sérfræðingar í leitaraðferðum og notendur finna hvergi upplýsingar um kerfisuppsetninguna. Miklar líkur eru á að notandinn treysti því að hann fái tæmandi yfirlit yfir verk höfundar þegar hann leitar en reyndin er allt önnur eins og áður hefur komið fram. Mögulegt er að einhverjir notendur viti af þessari brotalöm og geti þá brugðist við með því að breyta leitinni á meðan aðrir notendur missa af leitar­ niðurstöðum. Eftirfarandi dæmi um hindrunina sem notendur verða fyrir sýna að brýn þörf er á því að brugðist verði við þessu vandamáli og lausnir fundnar til að bæta aðgengi notenda að upp­ lýsingum. Á mynd 1 má sjá leit í leitarprófílnum6 „Mitt bókasafn“ á Lbs.leitir.is. Þar er leitað að „Jón Atli Benediktsson“ og leitin skilar greininni „Remote Sensing Image Classification Using Attribute Filters Defined over the Tree of Shapes“ úr Opnum vísindum. 6 Leitarprófíll er skilgreint mengi leitarbærra gagna sem notandinn getur valið úr fellilista í leitarglugganum á Leitir.is Mynd 1: Leitarniðurstaða úr Lbs.Leitir.is. Leitarstrengur: Jón atLi benediktsson

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.