Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 16

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 16
16 Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir 2018). Talið að merkingar vefurinn (e. Semantic web) og samtengd vensluð gögn (e. Linked data) muni bæta aðgengi og notendaupplifun. Með vensluðum gögnum verði hægt að veita sérsniðinn aðgang að því sem er miðlað og notendur geti búið til sín eigin verkfæri og viðmót til að vinna með (Hawkins, 2021). Gott dæmi um það eru IIIF staðlarnir (International Image Interoperability Framework). IIIF á að gera það auðveldara að búa til fjölþættar vefsíður til að miðla safnkosti á stafrænu formi (https://iiif.io/get­started/how­iiif­works/). Ekkert safnanna sem skoðuð voru í þessari rannsókn nota IIIF þótt litið sé til þess hýru auga. Innan safnanna er mikill áhugi fyrir betri upplýsingamiðlun og að verja meiri tíma til slíkrar vinnu. Söfnin eru flest nokkuð virk á samfélagsmiðlum en Þjóðskjalasafn Íslands og handrita­ deild Landsbókasafns Íslands hafa verið einna hnitmiðuðust á þeim vettvangi. Færslur og skrif um „kjörgripi“ og „handrit mánaðarins“ og hlaðvörp í líkingu við Til skjalanna (https:// heimildir.is/til­skjalanna/) gefa dýpri og almennari vitneskju um einstök skjöl eða handrit. Þar er öllum velkomið að senda inn ábendingar og bæta upplýsingum við það sem birt er. Sýningar, samkomur og ýmsar uppákomur tengdar safnkostinum eru hluti af venjulegri starfsemi flestra safna. Þar að auki er mikill vilji fyrir samstarfi á fræðilegum vettvangi og að miðla almennt til skóla. Mjög misjafnt er þó milli safnanna sem hér um ræðir hve mikilli starfsorku er hægt að verja til slíkra verkefna. Að segja sögur úr safninu á Netinu er sömuleiðis leið til að opna safnkostinn upp fyrir áhugasama og í raun einnig fyrir starfsfólk safnanna, sem getur leyft sér að kafa ofan í innihaldið, kynna sér það betur og miðla á áhugaverðan máta. Þetta ýtir undir afhendingar á einkaskjölum því almenningur er með þessu minntur á sögulegt mikilvægi einkaskjala. Þess má geta að algengt áhyggjuefni innan safnanna tengist því að afhendingaraðilinn er ekki endilega sá sami og skjalamyndari. Þar af leiðandi átta gefendur sig ekki alltaf á því að um sögulegar og mikilvægar heimildir er að ræða. Einkaskjöl geta auðveldlega endað í ruslinu og glatast áður en þau ná inn á safn. Mikilvægi skjala getur einnig verið huglægt og persónulegt og ekki er gott að vita hvað er áhugavert að geyma fyrir framtíðina. Að sjálfsögðu birta söfnin ekki persónuleg gögn án leyfis, en sífellt fleiri handrit og einkaskjöl eru gerð aðgengileg á Netinu með myndum og upplýsingum. Að baki liggur oft mikil skipulagsvinna og samvinna margra safna af líkum meiði. Einkaskjöl á Netinu Bókasöfn eiga sér langa hefð í efnisflokkun og skipulagningu á safnkosti en fyrir opinber skjalasöfn hefur það tekið langan tíma að staðla skráningar­ og skipulagsreglur. Sú vinna er í stöðugri þróun (Millar, 2017). Einkaskjöl, líkt og opinber skjöl, snúast um samhengið milli skjalanna en þungamiðja bókasafnsskráningar er hugverkið. Þess vegna er eðlilegra fyrir handritadeildir bókasafna að nota staðla opinberra skjalasafna við skráningu einkaskjala. Staðlarnir gera ráð fyrir að gögn um skjalamyndara séu aðskilin frá gögnum um efnisinnihald. Á handritadeild Landsbókasafns Íslands er þegar farið að skrá einkaskjöl í XML (Extensible markup language), samkvæmt EAD staðli (Encoded archival description) eins og gert er á skjalsöfnunum. Einnig er notaður samhengisstaðallinn EAC­CPF (Encoded archival context for corporate bodies, persons, and families) sem lýsir bæði viðföngum og tengdum aðilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.