Bókasafnið - mar. 2024, Side 20
20 Arndís Dögg Jónsdóttir
hag notenda safnsins og gefur bókasöfnum verkfæri sem auðvelda þeim að markaðssetja
safnið rétt og innan rétts markhóps. Í þessu ferli er unnið að því að greina markhópinn,
farið er í stefnumótun og skipulagsvinnu og fundin er leið til að ná til notenda safnsins og
eiga í samskiptum við þá. Í ferlinu er einnig skoðað hvernig best sé að halda samskiptum
við notendur góðum til frambúðar (Armstrong o.fl., 2020).
Tvö af þeim átta söfnum sem tekin voru fyrir, höfðu farið í greiningarvinnu fyrir kynningar starf
sitt og fjögur af átta höfðu myndað sér eða unnið að stefnu fyrir markaðs, og kynningar starfið.
Fjögur söfn höfðu myndað sér hugmynd um hvernig þau vildu að kynningar starfið væri sett
upp og hvernig samskipti ættu að vera, bæði bein og milliliðalaus samskipti við notendur
sem og samskipti gegnum samfélagsmiðla. En þær hugmyndir voru ekki til niðurskrifaðar.
Almenningsbókasöfn eru í virkri vinnu við að þróa kynningarstarf sitt en skortur er á að
söfnin fari í stefnumótun og fylgi þeim skrefum sem uppsett eru innan markaðs fræðinnar.
Á það sérstaklega við meðal minni safna þar sem ekki starfar sérfræðingur sem sinnir
kynningar starfinu. Hjá þremur af átta söfnum í rannsókninni var sérstakur starfsmaður
sem sá um kynningarmál og þau söfn tilheyrðu öll svæðum með yfir 7000 manns. Fimm af
átta söfnum sýndu mikinn áhuga og skilning á mikilvægi þess að hafa starfsmann sem sinnir
málefninu sérstaklega og hefur menntun og kunnáttu til þess að gera það vel. Samræmist
það niðurstöðum rannsóknar sem kom út árið 2021 þar sem fram kemur að meðal þess sem
vantar helst inn á bókasöfn sé sérfræðingur í samfélagsmiðlum (Johnston o.fl., 2021).
Áskoranir í kynningarstarfi
Starfsemi bókasafns stjórnar því kynningarstarfi sem safnið sinnir og er því ekki hægt að ræða
um kynningarstarf safna án þess að leiða umræðuna inn á þá þróun sem hefur átt sér stað
hjá almenningsbókasöfnum síðustu ár. Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfs umhverfi
safna og líta þátttakendur rannsóknarinnar þær almennt jákvæðum augum.
Flest safnanna vinna eftir þeirri hugmyndafræði að bókasöfn eigi að vera virkt rými þar
sem einstaklingar geta komið saman, viðburðir fara fram og leyfilegt er að láta í sér heyra.
Bókasöfn séu að styrkjast sem samfélagsrými og unnið er með hugmyndir um bókasöfn sem
fjölnota rými. Þar eigi að vera pláss fyrir fólk og rýmið eigi að hanna með það í huga að hægt
sé að halda úti dagskrá og virku starfi. Söfnin í rannsókninni voru flest að vinna að því að
breyta uppröðun bóka og grisja safnkost, með það að markmiði að rýma til fyrir fólki. Þetta
er í takt við umfjöllun sem víða má sjá í upplýsingafræðum (Jochumsen o.fl.,2012, Williams
og Willett, 2017) og endurspeglast í orðum eins viðmælenda í rannsókninni.
„Einu sinni var bókasafn hús fyrir bækur. Við viljum það ekki. Við viljum að bóka safn sé
hús fyrir fólk en það eru bækur þar. Það er ekki að bókin minnki í virði sínu. Í rauninni
eykst virði hennar því hún er í samneyti við fólk (Bókasafn Kríunnar)”
Margir þættir hafa áhrif á kynningarstarf bókasafna og það eru annars vegar húsrými og
hins vegar kunnátta og áhugi starfsfólks sem vega hvað þyngst og geta hindrað framþróun