Bókasafnið - Mar 2024, Page 21

Bókasafnið - Mar 2024, Page 21
Bókasafnið 44. árg – 2024 21 í kynningarstarfi safna. Þegar nýting á rými í söfnunum var skoðuð kom í ljós að viðmæl­ endur vildu gjarnan vinna með það húsnæði sem safnið er staðsett í. Stundum sé pláss þó af skornum skammti og það takmarki mjög möguleika á fjölbreyttu starfi í safninu. Til dæmis kom fram í einu viðtalinu að til þess að hægt væri að auka kynningarstarf safnsins yrði forstöðumaður að gera breytingar á húsnæðinu. Það bókasafn sem um ræddi væri staður þar sem fólk kemur, tekur bók og fer. Til þess að hægt væri að sinna fjölbreyttara starfi yrði að breyta húsnæðinu. Kunnátta og áhugi starfsfólks á kynningarmálum hefur einnig áhrif. Viðmælendur höfðu flest sótt námskeið, lesið sér til og bætt við sig þekkingu á sviði markaðssetningar en bentu á að tímaskortur væri vandamál þegar kemur að endurmenntun. Er því mikilvægt að stétt bókasafns­ og upplýsingafræðinga hafi aðgang að frekari fræðslu í formi námskeiða eða fyrirlestra. Eins þarf að vera fjölbreytt áfangaval í námi í upplýsingafræði hjá Háskóla Íslands. Þá kom fram að erfitt sé að ætlast til þess að þeir sem lítinn áhuga og kunnáttu hafi á samfélagsmiðlum og kynningarstarfi séu að sinna því. Má því segja að áhrif starfsfólks á kynningarmál bókasafna séu gífurleg. Menntun skiptir miklu máli en áhugi starfsfólks á málefninu verður að vera til staðar svo hægt sé að byggja það upp og halda því öflugu. Áhrif af kynningarstarfi Rannsóknir í upplýsingafræði hafa margar sýnt fram á að áhrif af góðu kynningar­ og markaðsstarfi fyrir bókasöfn geti verið umtalsverð. Helst má nefna aukningu á fjármagni, aukna velvild og skilning almennings á starfi bókasafna, ásamt aukningu í heimsóknartölum bókasafna (Britto, 2014; Looney, 2020). Niðurstöður hér voru sambærilegar að öllu leyti nema þegar kemur að fjármagni. Helstu þættir sem þátttakendur ræddu um voru aukin velvild og jákvæðni í garð safnsins frá almenningi. Notendur lýstu yfir ánægju sinni við starfsfólk með miðlunarstarf safnsins og fannst það gefa innsýn í starf þess. Almenning ur fylgist helst með söfnunum gegnum samfélagsmiðla. Aukinn áhugi sé að auki frá bæjar stjórnum sem virðast fylgjast með í gegnum þá miðla sem safnið heldur úti. Bæjarstjórnir séu almennt meðvitaðar um starfsemina og almenn ánægja sé með starf safnanna og þá þróun sem hefur átt sér stað á bókasöfnum. Þegar kemur að fjármagni hafði einungis eitt bókasafn tekið eftir breytingum á síðustu árum sem gætu tengst kynningarstarfi safnsins. Viðmælendur töldu almennt að með kynningarstarfi hefði að einhverju marki tekist að breyta hugsunarhætti almennings um starfsemi bókasafna. Það var umræðuefni sem kom reglulega fram í viðtölunum. Hugsunarháttur almennings sé oft þannig að á bókasöfnum skuli vera þögn og fólk eigi að læðast inn og læðast út. Með breyttum áherslum og auknu kynningarstarfi sjái söfn breytingar á hugsunarhætti. Fólk verji meiri tíma á söfnunum, aukningu megi sjá í heimsóknartölum og aukin eftirspurn sé eftir því að safnið sé notað undir viðburði. Samantekt Mikið starf hefur verið unnið í kynningarmálum bókasafna síðustu ár. Þó eru enn mörg skref sem þarf að stíga. Söfn sem tekin voru fyrir í rannsókninni notuðu öll einhverja samfélags­

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.