Bókasafnið - mar. 2024, Síða 24

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 24
24 Sif Sigurðardóttir hefur stutt það með kaupum og út lánum á borð spilum, skáksettum og bókum fyrir hlut verkaspil. Starfsfólk skólans eru einnig dyggir notendur safnsins, bæði þegar kemur að faglegu efni og afþreyingarefni. Fyrir þennan notandahóp er það helsta úr íslen­ skri bókaútgáfu keypt en einnig töluvert af kennslufræði auk efnis tengdu faggreinum skólans. Breytingar í útgáfu námsbóka hafa haft tölu­ verð áhrif á uppbyggingu safnkostsins undan­ farin ár og þá aðallega vegna aukinnar raf­ bókaútgáfu og bættum aðgangi að stafrænu kennsluefni. Sem dæmi má nefna að allt námsefni Raftækniskólans er orðið aðgengilegt á rafbók.is. Einnig setja kennar ar orðið meira af námsefni beint á Innu, kennslu kerfi framhaldsskólanna. Ýmis upp fletti rit eru einnig orðin aðgengileg rafrænt, til dæmis RB blöð Húsnæðis­ og mann virkjastofnunar og orðabækur á Snöru. Við sjáum því fyrir okkur aukna þjónustu kringum rafrænt efni í framtíðinni. Við vonumst til að sjá aukningu í útgáfu á auðlesnu efni á íslensku fyrir unglinga svo við getum boðið upp á efni sem höfðar til notenda okkar, hver sem lestrar­ eða tungumála kunnátta þeirra er. Bókin Akam, ég og Annika kom sem dæmi nýverið út í styttri og einfaldaðri útgáfu. Slíkar útgáfur gagnast okkar nemendum vel og mætti vera meira framboð af þeim. Þá er mikill skortur á þýðingum yfir á íslensku fyrir ungt fólk. Besta dæmið um það eru manga­bækur sem eru vinsælustu yndislestrarbækur Tækniskólans. Þær þurfum við allar að kaupa á ensku því þær hafa ekki verið þýddar. Eins er alltof algengt að vinsælar ungmennabækur eins og Heartstopper og Game of Thrones séu ekki þýddar fyrr en búið er að kvikmynda sögurnar. Áhugasamir lesendur eru gjarnan búnir að lesa bókina á ensku og sjá myndina eða seríuna þegar sagan loksins kemur út á íslensku. Áköfustu lesendurnir lesa því nánast alfarið á ensku. Í takt við það höfum við stóraukið innkaup á ensku efni og í kjölfarið séð mikla aukningu í útlánum á bókum til yndislestrar. Það er ánægjulegt, en að sama skapi er líka leiðinlegt að hafa fátt að bjóða þeim sem vilja lesa á íslensku. Aðstaða og tækjabúnaður Á bókasafninu komast nemendur í tölvur og við lánum, auk bóka út ýmis tæki og tól sem þörf er á í skólastarfinu s.s. reiknivélar, heyrnartól og hleðslutæki. Besta prentaðstaða ne m enda Tækniskólans er einnig á bókasafninu og mikið af afgreiðslunni felst í að aðstoða við prentun og tæknileg mál tengd því. Árið 2019 setti Tækniskólinn upp sköpunarrými á Skólavörðuholtinu. Það var ákveðið að kalla rýmið framtíðarstofuna og hún vakti strax mikla lukku og var vel tekið af nemendum Mynd 1: tefLt á bókasafninu

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.