Bókasafnið - mar. 2024, Side 33
Bókasafnið 44. árg – 2024 33
Ung, falleg, hvít og grönn kona. Þessar tvær halda ekki einu sinni á barni. Þær virka ekkert
þreyttar eða undir því álagi sem barnauppeldið veldur. Þær eru örugglega á leiðinni á ball að
skemmta sér. Gervigreindin hefur greinilega ekki reynslu af barnauppeldi. Auðvitað getur
niðurstaðan orðið eitthvað öðruvísi, en líkurnar eru með því að niðurstaðan fari á þessa leið.
Ástæðan fyrir því er að myndir af fyrirsætum eru helst til fyrirferðarmiklar í þeim gögnum sem
gervigreindin hefur verið þjálfuð á og sá gagnahalli hefur áhrif á svar gervigreindarinnar. Það
er að segja, á þeim tíma sem þessi grein var skrifuð. Líklega er aðeins tímaspursmál hvenær
verður búið að bregðast við þessum gagnahalla svo svörin endurspegli betur væntingar allra.
Til að gæta allrar sanngirni eru hér einnig myndir af hinum fullkomna föður:
Gráhærður, skeggjaður, þreytulegur, hvítur náungi milli fertugs og sextugs, líkist kannski
svolítið fölum Pedro Pascal. Annar þeirra heldur meira að segja á barni (það er greinilegt
hvaða foreldri sér um uppeldið á þessum heimilum).
Í hönnun er stundum talað um að taka verði tillit til innbyggðra fordóma sem koma fram
í tækjum, verkferlum og hverju öðru sem mögulegt er að hanna. Beautify valkosturinn á
símanum á það til að breyta dökku fólki í hvítt, klósett og búningsklefar gera aðeins ráð
fyrir tveimur kynjum og við sem örvhent erum, bölvum skriftinni sem neyðir okkur til að
ýta pennanum á undan okkur frá vinstri til hægri í stað þess að draga fallega til stafs á líkan
hátt og „rétt“hentir gera. Hér tekur hönnunin ekki tillit til allra og með sanni má segja það
um þær gervigreindir sem eru hér til skoðunar.
En hvaða áhrif hefur þetta á upplýsingahegðun fólks? Upplýsingar sem fást við að „Chatta“
við spjallmenni um tiltekin viðfangsefni munu vera litaðar af þeim skoðunum sem þjálf
unargögn spjallmennanna endurspegla. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að aðlaga þjálfun
gervigreinda með tilliti til inngildingar og sú vinna virðist þegar vera farin af stað. Það er gert
með því að velja jafnara þýði gagna sem endurspeglar fjölbreyttari flóru og setja ák veðna
varnagla í forritun þeirra. En vondu fréttirnar eru aftur á móti þær að líkurnar á fölskum
niðurstöðum sem endurspegla skoðanir fremur en staðreyndir margfaldast. Og þegar um er
Mynd 4: nigHt cafe: perfect fatHer Mynd 5: stabLe diffusion: perfect fatHer