Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 35

Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 35
Bókasafnið 44. árg – 2024 35 með sínum eigin orðum án þess að setja sig í einhverjar stellingar. Til dæmis, „Hvers vegna þarf ég að mæta í skólann, get ég ekki bara lært heima?“ og Assistant nýtir orðanet sitt til að endurorða fyrirspurnina á marga vegu og framkvæma með því fjölda leita á augabragði í þekkingargrunni sínum. Þá dregur Assistant saman stutt svar við fyrirspurninni, byggt á þeim gögnum sem gervigreindin vann úr og vísar í heimildir. Heimildalistinn birtist svo í sér dálki með útdrátt fyrir hverja grein. Notagildi þessa tóls er augljóst þeim sem vinna með heimildaleitir, þar sem niðurstöður við flóknum fyrirspurnum koma fram á augabragði og einföld fyrirspurn er sett fram í mörgum ólíkum leitarstrengjum. Þetta er líklegast framtíð leitarvélanna og hægt er að spyrja hver framtíð upplýsingafræðinga verður þegar gervigreindin getur tekið svo vel við þessu hlutverki. Upplýsingafræðingar og gervigreind Í bókinni Hitchhiker‘s guide to the Galaxy eftir Douglas Adams er sagt frá gervigreindinni Deep Thought sem var tölva á stærð við plánetu. Þeirri gervigreind var ætlað að reikna út svarið við lífinu, alheiminum og öllu. Tölvan vann verkið og komst að því að svarið væri 42. En þá var komið að næstu áskorun, að finna spurninguna. Til þess taldi Deep Thought að þyrfti enn stærri og fullkomnari tölvu. Það má kannski segja að nú séum við komin með vísi að gervigreind sem getur fundið svarið, en þá er spurningin, hvers virði er svarið ef við getum ekki mótað spurninguna. Það er auðvitað orðin hálfgerð hefð fyrir því að spá endalokum stéttarinnar með hverri nýrri tækniþróun. En ég ætla ekki að gera það hér. Það er allt eins líklegt að hlutverk okkar muni aukast og stækka með tilkomu þessarar tækni. Til þess að gervigreindir á borð við Assistant og ChatGPT skili nothæfum niðurstöðum og texta, þarf að vanda vel þær beiðnir (e. prompt) sem þær vinna úr og skýra vel hverskonar svari er óskað eftir. Þar gætu upp lýsingafræðingar Mynd 6: assistant by scite_ reunveruLegar HeiMiLdir birtast í Hægri gLugganuM. Leit gervigreindarinnar er dregin saMan undir svari Hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.