Bókasafnið - mar. 2024, Side 38

Bókasafnið - mar. 2024, Side 38
38 Sveinbjörg Sveinsdóttir legir bjóðendur. Fimm aðilar svöruðu könnuninni en það voru Ex Libris, Infor, Innovative Interfaces, OCLC auk Systematic í samstarfi við EBSCO. Fylgst hafði verið með þróun opins hugbúnaðar svo sem FOLIO kerfisins en þróun þess var ekki nógu langt komin til að það gæti talist raunhæfur valkostur. Útboð og samningaviðræður Vorið 2018 fór fram útboð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) á nýju bókasafnskerfi og nýrri leitargátt fyrir Landskerfi bókasafna hf. Innkaupaferlið var svokallað samkeppnisútboð sbr. 33 gr. Laga um opinber útboð nr. 120/2016. Ríkiskaup sáu um samskipti við bjóðendur og framkvæmd útboðsins í samræmi við lög. Bjarni Júlíusson ráðgjafi var til aðstoðar við framkvæmd og úrvinnslu tilboða. Undirbúningur og framkvæmd útboðsins var í höndum starfsmanna Landskerfis bókasafna en fjölmargir starfsmenn bókasafna lögðu hönd á plóg. Tilboð bárust frá tveimur kerfisframleiðendum. Tvö voru frá Innovative Interfaces Global Ltd., annað vegna kaupa og hitt vegna leigu og eitt frá Ex Libris, a ProQuest company og var það leigutilboð. Það voru nokkur vonbrigði að ekki bárust fleiri tilboð í ljósi niðurstaðna markaðskönnunar. Þegar búið var að vinna úr svörum við kröfulýsingu sem gilti 20% í vallíkani hófst undir ­ Mynd 1: sérfræðiHópur 1 Mynd 2: sérfræðiHópur 2 Mynd 3: sérfræðiHópur 3 Mynd 4: sérfræðiHópur 4

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.