Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 41

Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 41
Bókasafnið 44. árg – 2024 41 bókasafnskerfið og Primo leitargáttin eða Alma bókasafnskerfið og Primo VE leitar gáttin. Fyrri valkosturinn var sleginn út af borðinu því samþætting Sierra og Primo upp fyllti engan veginn það sem samið hafði verið um við Innovative. Þetta var sameiginlegt álit allra aðila. Eftir stóð seinni valkosturinn, Alma og Primo VE sem voru þær lausnir sem voru í upp­ haflegu tilboði Ex Libris árið 2018. Þegar samtal hér um var í miðjum klíðum barst enn ein tilkynningin, Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (e. Federal Trade Commission) hafði hafið skoðun á kaupunum á Innovative. Sú athugun stóð yfir langt frameftir árinu 2020 og á meðan henni stóð var Ex Libris og Innovative gert að starfa sem tvö óháð fyrirtæki þótt kaupin væru afstaðin. Í kjölfar þessarar nýju vitneskju skapaðist óvissa á meðan bæði fyrirtækin voru að fóta sig í þessum breyttu aðstæðum. Landskerfið ákvað að fá endanlega úr því skorið hvort Innovative gæti fundið leið til að samþætta Sierra við Primo með ásættanlegum hætti en niðurstaðan varð sú sama og áður, Innovative réð ekki við að framkvæma þetta. Botninn var því dottinn úr samstarfinu við Innovative og verkefnið stöðvaðist. Árið 2020 varð ár óvissu og biðtíma. Landskerfið tók nú þann kost að leita álits lögfræðinga hjá Lex lögmannsstofu og Ríkis­ kaupum um hvaða leiðir væru færar í stöðunni. Úr áliti þeirra kristölluðust tveir valkostir. Annar var sá að í ljósi þess að Ex Libris var eigandi að Innovative Interfaces, þá uppfyllti það „skilyrði d. liðar 1. mgr. 90. gr. Laga um opinber innkaup nr. 120/2016 um að vera fyrirtæki sem gengur inn í stöðu upphafslegs samningsaðila (Innovative). Ákvæðið gerir þó einnig að skilyrði að aðilaskiptin hafi ekki í för með sér aðrar verulegar breytingar á samningnum.“ Hinn valkosturinn var að slíta samningum við Innovative og fara í nýtt útboð. Hvorugur valkosturinn var góður. Í ljósi þess að búið var að fínkemba markaðinn þjónaði engum tilgangi að bjóða út aftur. Því var ákveðið að láta á það reyna hvort Ex Libris væri tilbúið að taka yfir samninginn sem gerður var við Innovative með ofangreindum skilyrðum. Ex Libris lýsti sig reiðubúið til þess. Til að uppfylla þá kröfu að ekki yrðu verulegar breytingar á samningi við Innovative var ákveðið að gera viðauka við hann til að endurspegla breyttar aðstæður. Úr varð samningur við Ex Libris. Í júní 2020 náðust samningar við Innovative Interfaces um endurgreiðslu upp á tæpar 18 m.kr. til að bæta Landskerfinu fjárhagslegt tjón sem það varð fyrir þegar Innovative gat ekki lengur uppfyllt samningsskyldur sínar. Lauk þar með samskiptum við Innovative. Samningur við Ex Libris Til að gera langa sögu stutta varð úr að Ex Libris tók yfir samningsskuldbindingar Innovative og þann 4. nóvember 2020 var samningur við Ex Libris undirritaður. Í viðauka var kveðið á um að þróaðar yrðu tilteknar viðbætur við Alma sem snéru einkum að persónuvernd lánþega í útlánaaðgerðum og auknum sjálfsafgreiðslumöguleikum lán þega á leitir.is. Samningurinn tekur til leigu á bókasafnakerfinu Alma og leitargáttinni Primo VE og eru kerfin veflæg. Um er að ræða svokallaða hugbúnaðarþjónustu (e. SaaS – Software as a Service), þ.e. leigður er aðgangur að kerfunum sem eru hýst í gagnaveri Ex Libris í Frankfurt í Þýskalandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.