Bókasafnið - mar. 2024, Síða 44

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 44
44 Sveinbjörg Sveinsdóttir Rík áhersla var í samningi lögð á að kerfið myndi ráða við íslenskuna. Ekki er nóg að þýða viðmót og skilaboð heldur þarf að huga að röðun leitarniðurstaðna og leitinni sjálfri sem þarf að ráða við íslenska sérstafi og íslenskt stafróf. Ekki voru allir á eitt sáttir með árangur varðandi íslenska mannanafnahefð. Kerfið er einfaldlega ekki hannað til að mæta henni svo vel fari. Hluti af vandanum felst í því að kerfið fylgir stöðlum í ríkari mæli en gamli Gegnir gerði og því ekki hægt að halda í allt það sem þar var byggt upp. Íslensk þýðingastofa, Skopos tók að sér þýðingu viðmóts og skilaboða. Ágætlega tókst til en þó er ljóst að staðfæra þarf ýmsar þýðingar í framhaldinu enda í mörgum tilfellum um afar sértækan orðaforða að ræða. Leitað var til Advania með aðstoð við forritun fyrir auðkenningu á móti Stafrænu Íslandi og samþættingar nemendalista úr INNU kerfi framhaldsskólanna við bókasafna kerfið. Hönnunarstofan Jökla sá um hönnun nýs lógós og litakóðunar fyrir Leitir. Viðtökuprófanir voru framkvæmdar í samstarfi við valda starfsmenn safna vikurnar fyrir gangsetningu og tóku þær til kerfisstillinga og gagna. Strax á innleiðingartíma komu í ljós vandkvæði við stofnun aðgangs með réttum heimildum fyrir starfsmenn bókasafna og það sýndi sig vera flókið viðfangsefni í bókasafnakerfinu. Þetta hamlaði virkri aðkomu starfsfólks safna í innleiðingarfasa. Þetta sama atriði varð einnig til verulegra vandræða í aðdraganda opnunar kerfa og mánuðina þar á eftir. Þann 24. apríl 2022 var loks hægt að senda út tilkynningu til bókasafna og staðfesta gang­ setningardagsetningu auk þess að gera grein fyrir helstu vörðum fram að opnun nýrra kerfa. Dagsetningin hafði legið fyrir í verkáætlun og var hún valin með það í huga að skólabókasöfn gætu lokið vorverkum sínum í eldra kerfi og svo lært á nýja kerfið eftir sumarfrí. Hnýta þurfti marga lausa enda til að gera kerfin tilbúin og lengi ríkti mikil óvissa hvort það tækist og því var ekki hægt að senda út tilkynningu með meiri fyrirvara. Ástæða væri til að gera inn leiðingunni betri skil en hér er gert og kannski verður það gert síðar. Kerfin opnuð Starfsmannaaðgangur bókasafna eða nýi Gegnir (Alma) var opnaður upp úr hádegi mánudag­ inn 13. júní 2022. Liðlega sólarhring síðar var aðgangur almennings, Leitir (Primo VE) opnaður á vefnum leitir.is. Í hönd fór í senn krefjandi og lærdómsríkur tími hjá bókasöfnum landsins og Landskerfinu. Kerfin fóru strax í almenna notkun í almenningsbókasöfnum og á Landsbókasafni Íslands ­ Háskólabókasafni sem tók mjög virkan þátt í innleiðingarvinnunni. Önnur söfn biðu mörg haustsins. Sumarvinna Landskerfisins fólst í því að þjónusta söfnin sem voru að nota kerfin og gera allt klárt fyrir haustið þegar skólasöfnin bættust í hópinn. Með opnun nýrra kerfa liðu eldri kerfi undir lok. Eldra bókasafnskerfi (Aleph) hafði verið í rekstri frá árinu 2003 og leitargáttin (Primo) frá árinu 2011. Hér var um mikil tímamót að ræða.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.