Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 51

Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 51
Bókasafnið 44. árg – 2024 51 íslenskrar hönnunarsögu. Í ritdómi Fréttablaðsins er það talið „byltingarkennt innlegg“ og „tvímælalaust eitt merkilegasta rannsóknarverk liðins árs“. Árið 1974 var hafist handa við að skipuleggja bókasafn Myndlista­ og handíðaskóla Íslands (MHÍ) af nokkrum bókasafnsfræðingum og vildi þá svo til að Arndís slóst í hópinn. Þar var kominn sérfræðingur í listasögu og innanhússhönnun sem ílengdist á safninu í um 30 ár. Arndís var fagmanneskja fram í fingurgóma og ekki leið því á löngu áður en hún hóf nám í bókasafns­ og upplýsingafræði til að verða fullnuma starfsmaður. Annað var ekki hennar stíll. Arndís var mikill happafengur fyrir MHÍ, því hæfari og áhugasamari starfskraftur var vandfundinn. Hún hafði fjölbreytta menntun sem var einstaklega góður grunnur fyrir að starfa og stýra listbókasafni. Listrænn bakgrunnur gaf henni dýpri innsýn í hlutverk safn­ sins og varð einnig til þess að hún lagði ríka áherslu á mikilvægi þekkingar starfsmanna á hönnun og listum, faggreinum þeirra sem notuðu safnið. Arndís lagði metnað í að gera allt sem best úr garði og byggja upp, stundum við þröngan kost, fyrirmyndar bókasafn búið nútímatækni og upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara skólans, auk allra annarra sem þangað leituðu. Arndísi var umhugað um að bæta aðgang að listupplýsingum í því skyni að auðvelda rannsóknir og fræðslu. Hún tók virkan þátt í samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Sem dæmi má nefna efnisorðaskrá yfir myndlist og skyldar greinar og skrá yfir söfn, stofnanir og einstaklinga sem eiga töluvert safn bókverka. Þá ritstýrði hún í samvinnu við bókasafnsfræðing Listasafns Íslands, skrá yfir íslenskar listheimildir fyrir gagnasafnið BHA (Bibliography of the History of Art). Arndís kappkostaði að safna upplýsingum. Til viðbótar við hefðbundinn skipulagðan safnkost, safnaði hún gögnum, skjölum og ýmsu smáefni, vissi hvar alls kyns torfundnar upplýsingar væri að finna og hvert ætti að leita og til hverra, og hún naut þess að miðla þeirri þekkingu. Slíkt var ómetanlegt á tímum þegar upplýsingar um íslenskar listir og hönnun lágu yfirleitt ekki á lausu. Bókasafn MHÍ varð síðar megingrunnurinn að bókasafni Listaháskóla Íslands (LHÍ) undir hennar stjórn, en auk þess sameinuðust safninu bókasöfn Tónlistarskólans í Reykjavík og Leiklistarskóla Íslands þegar Listaháskólinn var stofnaður. Samhliða bókasafnsstörfum fékkst Arndís við stundakennslu í bóksafns­ og upplýsingafræði við HÍ og hönnunarsögu við LHÍ, auk þess að taka að sér ýmis verkefni á sviði innanhússhönnunar. Eftir að hafa lagt grunninn að öflugu háskólabókasafni, sagði Arndís skilið við bókasafn LHÍ og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands og starfaði jafnframt á Þjóðminjasafni Íslands. Hún stundaði fræðistörf allt fram að andláti og sinnti ráðgjafaþjónustu á sviði innanhúss­ hönnunar, hönnunarsögu, um skráningarmál safna og sýningarstjórn. Arndís skrifaði greinar í tímarit og bækur, setti upp sýningar í Hönnunarsafni Íslands og víðar, og hélt erindi bæði hér heima og erlendis. Hin síðari ár átti húsgagna­ og hönnunarsaga einkum hug hennar og var rannsóknarsviðið sagan frá miðri 19. öld til samtímans. Jafnframt rannsakaði hún hlutverk íslenskra kvenna í mótun hugmynda um nútíma listiðnað og hönnun á 20. öld. Eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.