Bókasafnið - Mar 2024, Page 55
Bókasafnið 44. árg – 2024 55
Mynd 1: nationaL MuseuM osLo
ARLIS/Norden eru samtök norrænna listbókasafna sem hafa þann tilgang að efla fag kunn
áttu með því að miðla upplýsingum og efla tengsl milli safna. Árlega er á vegum samtakanna
haldin ráðstefna um áhugaverð efni og verður hún næst hér á landi árið 2025. Í ARLIS/Nor
den eru bókasöfn á sviði myndlistar, listiðnaðar, hönnunar, byggingarlistar, ljós myndunar
og skyldra greina. Átta íslensk listbókasöfn eru aðilar að samtökunum í dag en bókasöfn
Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listasafns Íslands voru meðal stofnaðila árið 1986.
Bæði einstaklingar og stofnanir geta sótt um aðild og umsóknareyðublöð eru á vef samtak
anna arlisnorden.org.
Yfirskrift ráðstefnunnar 2022 var Queer art and knowledge management sem tengist því
að í Noregi var árið tileinkað hinsegin fólki, Skeivt kulturår 2022. Ráðstefnan var haldin í
nýju og veglegu húsnæði listasafns Norðmanna, the National Museum of Art, Architecture
and Design. Safnið var formlega opnað þar fyrr á árinu.
ARLIS/Norden í Osló 13. - 15. október 2022
Höfundar: Gunnhildur Björnsdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir