Bókasafnið - mar. 2024, Síða 58

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 58
58 Gunnhildur Björnsdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Annar dagur ráðstefnunnar hófst með fyrirlestri Idu Merethe Jensen, Ketil Jensen og Per Sundnes um söfnun heimilda undir heitinu Queer in Nordland. Carlos Alberto Paschoa bókasafns­ og upplýsingafræðingur í Instituto Cervantes of Rio de Janeiro and Salvador of Bahia, flutti fyrirlestur sem bar heitið Queer art and collection de- velopment: The LGBT+ Collection of Nélida Pinon Library. Carlos er einnig forstöðumaður samtaka listbókasafna í Rio de Janeiro og fulltrú í IFLA advisory committee on cultural heritage. Geir Harldseth flutti A time and space for everything – the artist‘s novel on display en þar fjallaði hann um nýtt bókmenntaform eða svokallaðar listsmásögur. Marte­Kine Sandengen sýningarstjóri þjóðbókasafns Noregs, Hege Stensrud Høsøjen forstöðumaður rannsóknardeildar þjóðbókasafnsins og Bjørn Hatterud listgagnrýnir, f jölluðu um sýninguna Pride and Prejudice í listasafninu og Emma Damaskau og Katja Fjeld sögðu frá Queers cultural year 2022 í Noregi. Þá var fjallað um þjónustu bókasafna við hinsegin fólk, Kira Del Mar um How are queer people met by the librarians in public libraries? og Victoria Bugge Øye og Charlotte McInnes um sýninguna Coming into community. Sumir þessara fyrirlestra sem voru á dagskrá seinni daginn voru fluttir yfir netið en flestir voru fyrirlesararnir á staðnum, í glæsilegum fyrirlestrarsal listasafnsins. Mynd 6: í MóttÖkunni á WunderkaMMer

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.