Bókasafnið - mar. 2024, Síða 61

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 61
Bókasafnið 44. árg – 2024 61 Þriðjudaginn 24. janúar 2023 hélt undirrituð til Oslóar á ráðstefnuna Bobcatsss, sem haldin er árlega í einni af þátttökuborgunum. Bobcatsss stendur fyrir Budapest, Oslo, Barcelona, Copenhagen, Amsterdam, Tampere, Suttgart, Szombathely og Sheffield. Á Bobcatsss ráð­ stefnum er fjallað um allskyns málefni í bókasafns­ og upplýsingafræðum og nám og rannsóknir í tengdum greinum. Ráðstefnan er frábær vettvangur fyrir fólk til að tengjast kollegum í öðrum Evrópulöndum. Ráðstefnan 2023 hafði yfirskriftina „A New Era - Exploring the Possibilities and Expanding the Boundaries“ og var haldin af OsloMet háskólanum í Osló. 25. janúar 2023 Ráðstefnan var sett að morgni 25. janúar og hófst á mjög áhugaverðum fyrirlestri um takmarkanir á rafrænum bókakosti. Fyrirlesturinn hélt forstöðumaður Landsbóka safnsins í Noregi, Aslak Sira Myhre. Eftir fyrirlestur Aslaks var val um tvö ólík þemu, annars vegar „Digital collections“ og hins vegar „Repositories & content hubs“ og valdi undirrituð seinni kostinn. Fyrirlestrarnir komu frá öllum heimshornum og í sumum tilvikum gat því miður verið erfitt að ná innihaldi og inntaki kynninga vegna takmarkaðrar enskukunnáttu fyrirlesara. Eftir kaffihlé var aftur val um tvö ólík þemu „Libraries and users“ og „Open access“. Þar sem bókasöfn eru mín ástríða valdi ég að fara á „Libraries and users“ en lenti aftur í því að enska fyrirlesarara dugði ekki alveg og ýmislegt sem kom fram í fyrirlestrunum, fór aðeins fram­ hjá okkur áheyrendum. Ég ræddi þessa tungumálaörðugleika við einn af skipu leggjendum ráðstefnunnar og var hún sammála því að huga þyrfti betur að því að fyrirlesarar og kynnar skuli hafa góða færni í ensku til að svona alþjóðleg ráðstefna skili tilætluðum árangri. Hádegismaturinn var notaður til að „mingla“ og kynnast kollegum í öðrum löndum og náði ég einstaklega góðu spjalli við Remi Pulwer yfirmann tækniþjónustu hjá St. Michaels College bókasafninu í Toronto og höfum við haldið sambandi síðan. Eftir matinn voru mjög áhugaverðar pallborðsumræður um breytingar sem hafa átt sér stað og þurfa að verða á bókasöfnum, skjalasöfnum og söfnum almennt til að halda í við tækniþróun og nýjungar í því hvernig notendur afla sér upplýsinga og þjónustu. Casper Hvenegaard Rasmussen, Håkon Larsen, Kerstin Rydbeck, Jamie Johnston og Henrik Jochumsen héldu öll tölu um málefnið og sátu fyrir svörum. Síðdegis voru tvö þemu til viðbótar rædd: „Inclusion and representation in libraries“ og „Libraries serving diverse communities“. Þar sem ég bý í afar einsleitu samfélagi ákvað ég að umræður um inngildingu myndu mögulega nýtast mér betur en fjölmenningarumræða og BOBCATSSS 2023 Höfundur: Andrea Ævarsdóttir

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.