Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 22
21SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
• Gera úttekt á lifun eftir fyrsta vaxtartíma og
kanna lifun ungplantna þriggja trjátegunda eftir
mismunandi áburðargjöf við gróðursetningu.
• Búa til ræktunarmódel fyrir jólatré sem hentar
við íslenskar aðstæður.
Rannsóknaspurningarnar sem leitað var svara við í
verkefninu voru:
1. Er munur á lifun og vexti trjátegunda og sam-
keppni við illgresi eftir mismunandi áburðargjöf
við gróðursetningu?
2. Er munur á milli tegunda hvað varðar áburðar-
þörf við gróðursetningu?
3. Hvaða áhrif hefur mismunandi áburðargjöf við
gróðursetningu á samkeppni við gras?
Langtímatilraunin
Þrjár mismunandi barrtrjátegundir: Rauðgreni
(Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og
stafafura (Pinus contorta) hafa lengsta sögu í
jólatrjáaræktun á Íslandi 1, 2, 4 og voru því valdar
sem tilraunategundir fyrir verkefnið. Aðal tilraunin
var gróðursett í frjósamt og skjólgott ræktarland
á Hvanneyri (2. mynd; svæði 1 og 2) í maí 2009,
en áður hafði það verið notað undir prófanir
á mismunandi stofnum fóðurjurta um langt
árabil. Jarðvinnsla fór fram tveimur vikum fyrir
gróðursetningu. Allt svæðið var fyrst plægt í 25 cm
dýpt með 50 cm breiðum strengjum. Síðan voru
strengirnir pinnatættir á 1.000 PTO snúningi. Frekar
þungt stilltur jöfnunarvaltari var á pinnatætaranum,
þannig að akurinn varð ekki of laus í sér.
Tilraunin var hönnuð þannig að hægt var að beita
tölfræðilegum aðferðum til að leita svara við rann-
sóknaspurningunum. Tilraunasvæðinu, sem var 0,7
ha, var skipt niður í 7 blokkir með 9 reiti í hverri
blokk, alls í 63 reiti (e. randomized block design). Í
hverjum reit voru gróðursettar þrjár 10-plöntu raðir
af stafafuru (kvæmið Skagway frá Alaska), rauð-
greni (kvæmið ÖB frá Noregi) og blágreni (kvæmið
Rio Grande frá USA). Þéttleikinn í reitnum var
5.000 tré/ha (1,4 m milli plantna) og samtals voru
notaðar 1.890 plöntur.
Grenitegundirnar voru afhentar frá gróðrarstöð-
inni Barra sem 24-gata eins árs plöntur (blágreni)
og 40-gata eins árs plöntur (rauðgreni). Plönt-
urnar höfðu verið geymdar í frystigeymslu Barra
á Egilsstöðum um veturinn í pappakössum og
voru teknar úr frystinum aðeins fáum dögum fyrir
gróðursetningu og því enn í dvala. Furan var eins
árs, ræktuð og afhent í 40-gata plöntubökkum frá
gróðrarstöðinni Furubrún í Bláskógabyggð og var
sennilega lifnuð.
Þrjár mismunandi áburðarmeðferðir voru not-
aðar í upphafi verkefnisins: Enginn áburður við
gróðursetningu, lítill áburðarskammtur (12 grömm
á plöntu) og stærri áburðarskammtur (24 grömm
á plöntu), til að kanna áhrif áburðar í mismunandi
magni á tegundirnar þrjár. Gert er ráð fyrir að halda
áfram mismunandi áburðargjöf á tilraunina til fram-
tíðar og einnig bæta við mismunandi umhirðuliðum
(klippingum og toppstjórn).4 Að auki voru lagðar út
nokkrar smærri aukatilraunir (2. mynd; svæði 2 og
3) til að svara öðrum afmörkuðum spurningum, svo
sem mikilvægi skjóls fyrir þessar þrjár trjátegundir,
en ekki verður fjallað um þær tilraunir hér.
Fyrsta úttekt á lifun og vexti plantna var gerð
fyrsta haustið. Þá var lifun allra plantna metin, hæð
þeirra mæld með tommustokk og þvermál ákveð-
ins hluta þeirra mælt með skífmáli. Undirbúningur
plantnanna fyrir vetur var metinn, með því að meta
sjónrænt þroska toppbrums (allar tegundir), hvort
síðvöxtur hefði átt sér stað (allar tegundir) auk þess
sem útlit og hersla toppsprota var metið (greni). Töl-
fræðiforritið SAS (SAS Institute Inc.) var notað til að
vinna úr niðurstöðunum.
Niðurstöður úr fyrstu úttekt á lifun
Niðurstöður úr fyrstu úttektinni komu nokkuð
á óvart. Þær leiddu í ljós að áburðargjöf á barrtré
2. mynd. Tilraunasvæðið á Hvanneyri, vestan við gamla
greniskjólbeltið. Aðaltilraunin var á svæði 1 og 2. Auka-
tilraun án skjóls var á svæði 3, austan gamla skjólbeltisins.
Mynd: Loftmyndir ehf.