Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 6

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 6
6 Ingólfur Á Jóhannesson Viltu ljósrita þetta fyrir mig? —þankar um ljósritun í skólum Undanfarið hefur greinarhöfundur hugsað mikið um ljósritun í skól- um. Ég hefi starf- að í bráðum sex ár sem kennari auk þess sem ég hefi kynnst ljósritun geysimikið í mínu námi og síðast en ekki síst sem námsefnishöfundur fyrir Náms- gagnastofnun. Fyrir einu og hálfu ári fór ég að starfa í Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna. Þá fyrst fór ég að velta þessum málum fyrir mér í víðu samhengi. Höfundarréttur Skv. höfundalögum frá 1972 hafa höfundar hugverka einkarétt á því að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrunr aðlög- unum. Höfundar geta ekki afsalað sér þessum rétti sem helst í 50 ár eftir lát höfundar. Þýðendur hafa höfundarrétt að þýðingum sem þeir gera. Því fer fjarri að mikil virðing sé borin fyrir höfundarrétti hér á landi. Þegar ég var ungur drengur var mikið hæðst að heimtufrekju STEFs, Samtaka tónskálda og eig- enda flutningsréttar. Og sem kenn- ari hefi ég kynnst því að sjálfsagt þykir að ljósrita eða fjölfalda með öðrum hætti hvað sem kennarar telja að komi að gagni við kennsl- una. Um höfundarrétt er einfald- lega ekkert hugsað í þessu sam- bandi. í þessari grein er orðið ljósritun notað sem samheiti um hvers konar fjölfjöldun. Það er hins vegar ljós- ritunartæknin sem hefur gert það virkilega brýnt að taka á þessu máli með einhverjum hætti. Með henni er öll afritun svo geysilega auðveld, bæði fljótlegri og betri. Ljósritaflóð Sé vikið að ljósritun úr vernduð- um verkum má í fyrsta lagi nefna einstök blöð eða kafla úr bókum og blöðum sem dreift er sem stoðefni eða beinlínis sem námsefni þegar handhægar bækur vantar. Oft og einatt er slíku efni safnað saman í hefti sem eru seld. Ljósritun af þessu tæi er skyn- samleg þegar nemendum er ætlað að lesa eitt og eitt ljóð eftir marga höfunda og kennarinn vill velja það sjálfur en ekki nota eitthvert tiltækt safn, eða hann vill bæta Ijóði við. Sama gildir um stutta kafla úr t.d. safnritum þótt ódýrara gæti verið að framleiða sérprent. En útgefandi sér ekki alltaf fyrir hvort markaður er fyrir tiltekna grein. Ljósritunar- tæknin gerir kennara að þessu leyti einmitt óháðari því sem útgefend- um þóknast að gefa út og getur því aukið frunrkvæði þeirra og frelsi, ef þeir passa sig á því að verða ekki háðir henni um ieið. Þá má nefna ljósritun á bóka- söfnum. Algengt er að rit séu ekki fáanleg. Kemur þá ljósritunartækn- in í góðar þarfir til að útvega rit sem annars væru ekki tiltæk á safninu. Þess eru dæmi að rit séu ekki keypt 7

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.