Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 27

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 27
Uppeldismálaþing KÍ1986 Tryggja þarf að enginn verði kosinn i ráðið sem ekki hef^ á að starfa þar og þar sitji fulltrúar allra skólastiga s spannar. í samræmi við það sera fyrr er sagt leggur þingið til að eitt^ af verkefnum næsta skólamálaráðs verði að vinna að mótun heildarstefnu Kl i skólamálum i samráði við stjórn KÍ og verðj^ hún lögð fyrir 4. fulltrúaþing Kl. Verði samþykktir þessa þingsl notaðar sem uppistaða þeirrar stefnu. Á hverju fulltrúaþingi verði stefnan endurskoðuð og rnetin með tilliti til þess hvaða Lþættir þurfi endurskoðunar við, hverjir skuli standa óbreyttir,l ^relt atriði felld niður og nýjum bætt inn i. Ofangreindur texti er úr ályktun sem 3. fulltrúaþing Kennarasambands íslands samþykkti í júní 1984. Skólamálaráð KÍ hefur á kjörtímabilinu unnið að þessu verkefni og fengið til liðs við sig félaga víða um land. Skipta þeir kennarar tugum sem nú þegar hafa tekið þátt í vinnunni. Það er grundvallarsjónarmið stjórnar og skólamálaráðs Kennarasambands íslands að sem flestir félaga KÍ taki þátt í að móta skólastefnu samtakanna. Skólastefna KÍ væri enda lítils virði og marklaust plagg ef kennarar, sem búa við ólíkar aðstæður og misjafnan aðbúnað í þéttbýli og dreifbýli, tækju ekki virkan þátt í mótun heildarstefnu samtaka sinna í skólamálum. Fjöldi kennara hittist árlega á svonefndum haustþingum og ræðir þar bæði fagleg og félagsleg málefni. Nú hefur verið ákveðið að bjóða aðildarfélögum KÍ að halda eins dags uppeldismálaþing t.d. í tengslum við haustfundina. Þar gæfist öllum félagsmönnum KÍ tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu skólastefnu Kennarasambands íslands. Flutt verða erindi og unnið í hópum um einstök atriði og spurningar sem varpað hefur verið fram í þeirri undirbúningsvinnu sem fram hefur farið á vegum skólamálaráðs. Uppeldismálaþing hafa alltaf verið þölsóttar samkomur og þar hafa farið fram lífleg skoðanaskipti. Er von skólamálaráðs og stjórnar Kennarasambands íslands að þetta breytta form þinganna gefi ekki síður góða raun. í næsta hefti Nýrra menntamála verður gerð nánari grein íyrir undirbúningsvinnu skólamálaráðs KÍ og starfshópa á vegum þess. Frá uppeldismálaþingi 1983. 27

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.