Ný menntamál - 01.06.1986, Síða 13

Ný menntamál - 01.06.1986, Síða 13
Slíkar auglýsingar neyðast áhorfendur til að eyða tíma við að horfa á því þær koma eflaust í framtíðinni í miðjum skemmtiatriðum, enda munu sjónvarpsstöðv- arnar þurfa að heyja harða samkeppni til að ná í auglýsingatekjur. Sumir telja að best hefði verið að banna allar auglýs- ingasendingar frá gervitunglum, þá gæti hver þjóð um sig haft eftirlit með að Iög og reglur um auglýsingar við- komandi þjóðar verði ekki brotnar, en úr því að einka- fyrirtæki eru farin að leigja rásir í gervihnöttum verður sennilega ekki aftur snúið. Ég skal ekkert um það segja hvað við getum gert ef t.d. tóbaks- og áfengisauglýsing- ar fara að flæða yfir okkur úr háloftunum. Þegar er búið að leysa helstu tæknivandamál við sjónvarpssendingar hjá gervihnöttum. Ekki er enn af- ráðið hvernig sendingarnar verði kostaðar en eflaust verður kostnaður allverulegur. Auglýsingatekjur geta ekki að öllu leyt' staðið undir honum en þær greiða neytendur að sjál .ögðu í einhverri mynd. Lög og reglur, sem við mennirnir eru búnir að setja okkur sjálfum, verða einnig að fótakefli þegar á að fara að nýta tæknina. Má þar nefna lög um höfundarrétt en ekki hefur fram til þessa tekist að ráða fram úr þeim málum. Mannleg samskipti breytast sennilega í upp- lýsingaþjóðfélagi framtíðarinnar og við verðum að við- urkenna að þau hafa breyst eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Margir kennarar eru sennilega ekki enn farnirað átta sig að fullu á að nemendur, sem koma inn í skólann nú, hafa allt annan bakgrunn en nemendur sem byrjuðu í skóla áður en sjónvarp kom til sögunnar. Kröfur sem gerðar eru til kennara hafa því breyst verulega. Hvernig getum við kennararnir nýtt tæknina markmiðum okkar til framdráttar? Það verður eitt af okkar erfiðustu verkefnum. En leysir aukin þekking neytenda öll vandamál? Finnski prófessorinn Pertti Hemanus (óprentaður fyr- irlestur; Stokkhólmi 1985) telur tíma til kominn að hugleiða hvort sú þekking, sem neytendur búa yfir, hafi í raun eins mikil áhrif á hegðun þeirra og talið hefur verið til þessa. Fyrst skulum við gera okkur grein fyrir þeim mun sem er á hugtökunum fræðsla og þekking. Pertti Hemanus telur að fræðsla sé öll tákn sem miðlað geta upplýsingum til manna sem hafa forsendur til að geta túlkað þær. Segja má að fræðsla sé nokkurs konar tæknilegt heiti, t.d. eru auglýsingar fræðsla á sama hátt og neytendafræðsla. Þekking er hins vegar allt annað hugtak: sannar fullyrðingar sem hafa við rök að styðj- ast. í nútíma iðnvæddu þjóðfélagi er enginn hörgull á upplýsingum og ekki heldur um neytendamál. Upplýs- ingamagnið fer vaxandi. í Bandaríkjunum starfar um helmingur vinnandi manna við að miðla upplýsingum til annarra, svo sem kennarar, blaðamenn, tölvufræð- ingar, skrifstofufólk o.fl. Þrátt fyrir þetta er þekking fólks af skornum skammti. Jafnvel þótt menn hefðu nægilega þekkingu væri ekki unnt að ganga út frá því að menn höguðu sér í samræmi við þekkingu sína, eins og til dæmis í neyslu- venjum. Mennirnir eru ekki aðeins skynsamir og hag- sýnir heldur jafnframt óskynsamir og óhagsýnir. Þeir haga stundum gerðum sínum án tillits til þekkingar og skynsemi og jafnvel gegn betri vitund. Eðli manna frá þessum sjónarhóli lýsir sér til dæmis í áfengis- og tóbaksvenjum. Er unnt að breyta neytendafræðslunni? í þjóðfélaginu í dag er ekki mikið lagt upp úr því að móta stefnu í neytendamálum og gróðahyggja ræður í vaxandi mæli stefnunni í íjölmiðlun. Það gerir þeim erfiðara fyrir sem vilja eða eiga að veita almenningi skynsamlegar og raunhæfar neytendaupplýsingar og við verðum að velta vöngum yfir: — hvort unnt sé að nota nýju íjölmiðlana — hvort nota megi nýjar og áhrifaríkari aðferðir til að náigast neytendur — og hvort unnt væri að hafa nýtt fyrirkomulag á neytendafræðslunni. Nýju fjölmiðlarnir hafa tæknilega ýmsa möguleika en samkvæmt núverandi ráðandi stefnu verða þeir varla notaðirtil að miðla þekkingu. Engin allsherjarlausn er í sjónmáli sem bendir á nýj- ar aðferðir til að nálgast neytendur, aðstæður hvers og eins, sem nýtur fræðslu og þekkingar, ráða úrslitum um árangur. Það liggur ekki fyrir hvernig unnt væri að gera neytendafræðslu úr garði á annan hátt en gert hefur verið en þó er ekki ástæða til að halda því fram að ekkert sé unnt að gera. En vilji menn styrkja stöðu neytenda á markaðnum þarf áhrifameiri stefnu í neyt- endamálum, ekki einungis breytta stefnu varðandi neytendafræðslu heldur einnig varðandi neytenda- vernd og neytendarannsóknir, ásamt margvíslegri nýskipan á sviði þjóðmála. Sigríður Haraldsdóttir er fulltrúi hjá Verðlagsstofnun. 13

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.