Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 30

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 30
grófflokkun ekki eins mikil). Nið- urstöður hans sýna einnig að eink- unnir hafa stærsta þýðingu sem grófflokkunartæki, þ.e. aðferð til að flokka þá úr sem athuga á betur. Þetta þýðir að lágar cinkunnir geta leitt til þess að umsækjanda sé vísað frá, en háar einkunnir eru aftur á móti engin trygging fyrir ráðningu. (Rommetvedt, 198lb.) Samsvarandi niðurstöður fékk ég í minni athug- un hér. Hér á landi er sem betur fer ekki atvinnuleysi. Ástandið er frek- ar þannig að til margra starfa er erfitt að fá nóg fólk (svo ekki sé tal- að um að hægt sé að velja úr ein- hverjum hópi umsækjenda) og því er tekið minna tillit til einkunna en ella en séu þær notaðar eru þær í flestum tilvikum gróffiokkunar- tæki. Nokkrir þeirra, sem ég hafði samband við, gátu þess að þýðing einkunna væri mest ef umsækjandi hefði enga starfsreynslu. Þetta hafa rannsóknir m.a. í Noregi einnig sýnt. Niðurstöður Rommetvedts (198Ib) sýna að einkunnir vega ein- mitt þyngst þegar umsækjandi hef- ur litla eða enga starfsreynslu. Rommetvedt (1981b) hefur líka kannað hvort vinnuveitendur taki tillit til meðaleinkunna eða eink- unna í einstökum fögum. Meðal- einkunn virðist vega þyngst þegar tekið er tillit til grunnskólaeink- unna. Sé hins vegar stuðst við fram- haldsskólaeinkunnir má segja að jafnt tillit sé tekið til meðaleink- unnar og einkunna í einstökum fög- um. Þó er hér nokkur munur á at- vinnugreinum. Af einkunnum í einstökum fög- um eru einkunnir í stærðfræði með þeim mikilvægustu og einnig sýnir það sig að talsvert tillit er tekið til einkunnar eða vitnisburðar um hegðun og stundvísi (um % þeirra norsku vinnuveitenda, sem hann hafði samband við í tengslum við rannsókn sína, eru á þessari skoð- un). (Rommetvedt, 198lb.) Eru einkunnir réttmætt og áreiðanlegt tæki til að nota við ráðningar? Allir sem þurft hafa að gefa eink- unnir vita að þær eru ónákvæmar þegar meta skal hæfileika nemand- ans. Fjöldi rannsókna styður þetta. (Gregersen, 1978.) Þetta leiðir til þess að áreiðanleiki verður oft lak- ur. Einnig er alkunna að sama eink- unn frá mismunandi skólum (eða mismunandi kennurum í sama skóla) gefur ekki endilega sömu upplýsingar. Þetta og ýmislegt annað, s.s. að einkunnir umsækj- enda eru misgamlar, veldur því að erfitt er að nota einkunnir við ráðn- ingar þegar bera þarf saman um- KRISUÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 672110 Allt fyrir bókasafnió 30

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.