Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 8
á söfn vegna fjárskorts og eru þá stundum fengin ljósrit af afmörkuð- um hlutum ritanna af öðrum söfn- um. Algengt er að aðeins eitt eintak sé keypt og svo ljósritað upp úr því til lestrar og annarrar brúkunar þannig að bókin sjálf er kannski ekki mikið notuð. Nú ber þess að geta að heimilt er hverjum kennara eða nemanda að taka allt að þremur eintökum fyrir sjálfan sig til að nota án þess að brjóta höfundalög. Þetta má túlka þannig að bókavörðum sé óheimilt að Ijósrita sjálfir þessi eintök. Það er þó ekki eingöngu af þeirri ástæðu að það sé ólöglegt sem ég tel það óæskilegt, heldur ekki síður vegna þess að þá fer nemandinn á mis við að hafa sjálfa bókina í höndunum. En eintakafæðin setur þær skorður að ekki er hægt að lána nemendum bækur sem mikið þarf að nota vegna verkefnagerðar. Og ýmsar handbækur er heldur engin ástæða til að lána. Auðvitað á ljósritun rétt á sér þegar verið er að vinna með bók. Það er mikilvægt að nemendur í skólurn fái að velja kaflana sem þeir ætla að nota við verkefni sín og rit- gerðir. Sjálfur Ijósrita ég geysilega oft vinnueintök til að geta krotað eins og mig lystir þegar ég vil ekki skemma frumeintakið. Ljósritun á fyllsta rétt á sér þegar kennarar eru að þreifa sig áfram með samningu efnis. En almennt séð er það þó móðgun við nemend- ur að ætla þeim að lesa fjölritað námsefni árum saman. Það er nauðsynlegt að hafa vandaðar bæk- ur og önnur námsgögn prentuð með bestu fáanlegu tækni. Oft semja líka kennarar eins kon- ar glósur handa nemendum sem lestrarhjálp eða sem atriðisorð úr fyrirlestrum sínum. Það er upplagt að Ijósrita verkefnablöð og próf. Ljósritunarvélin er bylting frá sprittfjölritaranum. Einmitt á þessu sviði er verulega hætt við ofnotkun. „Getum við ekki fengið þetta á blaði?“ er spurt, einmitt þegar full ástæða væri til að hlustað væri á útskýringar og leiðbeiningar. Papp- ír getur aldrei komið í staðinn fyrir virka hlustun og getur eyðilagt hana að auki. Hugsið ykkur að for- eldri hætti að lesa fyrir börnin sín á kvöldin og fái þeim ljósrit í staðinn! Ég er ekki fjandmaður tækni, heldur aðeins oftrúar á hana. Ljósritun leysir aldrei annað en tæknilegan vanda, ekki uppeldis- legan eða menntunarlegan. Bækur eru nauðsynlegar Ég hefi drepið á það hér að ég tel mjög mikilvægt að nemendur handfjatli bækur og skoði og lesi og velji efni. Það eykur sjálfstæði þeirra. Bækur eru vandaðri en fjöl- ritað drasl og það er nauðsynlegt að þeim séu fengin í hendur vönduð gögn í skólanum. Það er lítil virðing borin fyrir öllum ljósrituðu blöðun- um. Margt af fjölritaða dótinu er mun forgengilegra en brennivíns- flaska, jafnvel þótt þar kunni að standa eitthvað mikilvægt. Það er í rauninni mjög slæmt uppeldi fyrir kennaranema sem tíðkast í bæði Háskólanum og Kennaraháskólanum að ljósrita og jafnvel fjölrita greinar. Þetta getur hæglega orðið til þess að nemarnir kaupi alls engar bækur. Það er þó afar brýnt fyrir þá að venjast á að kaupa bækur. Hugsið ykkur sér- fræðing um skólamál sem á kannski alls engar bækur um uppeldisfræði (formaður Bandalags kennarafélaga sagði á ráðstefnu í haust að allir kennarar væru sérfræðingar um skólamál)! Með fjölföldun greina og greina- safna er veruleg hætta á því að próf- essorar, dósentar og lektorar einoki val á lesefni. Frumkvæði er tekið af nemendum þegar þeim er rétt upp í hendur ljósritasafn sem þeir eiga að tileinka sér efnið úr. Hið sama gild- ir í framhaldsskólunum. Það er og nauðsynlegt fyrir menninguna í landinu að útgáfa fræðirita sé sem öflugust. Vitaskuld er hægt að tryggja höfundum lifi- brauð með einhverjum öðrum hætti. En ekki að kennaranemarnir sjálfir fylgist með. Það eru mikil- vægir hagsmunir skóla að til séu höfundar og bókaútgefendur. Eða á ríkið að sinna þessu og greiða höf- undurn starfslaun fyrir að leyfa ótakmarkaða Ijósritun úr bókum sem hætta að koma út, m.a. vegna þess að þær seljast ekki vegna alltof mikillar Ijósritunar? Það er reyndar engan veginn víst að ljósritun fylgi mikill sparnaður þrátt fyrir að sú tækni gerist bæði ódýrari og betri. Ég hefi engar tölur handbærar þannig að hér er fyrst og fremst um tilgátu að ræða. En fjöldaupplag hlýtur að vera ódýrara en gerð fárra eintaka. Og það er hlálegt ef reyndin er sú að með ljósritun sé ekki einungis verið að stela frá höfundum, heldur sé einnig verið að „gefa út“ á dýran hátt. Einnig grunar mig að með ljósritun komi kostnaðurinn af skólastarfinu harðar niður á sveit- arfélögunum en skyldi. Þegar ríkið sker niður fé til Námsgagnastofn- unar ljósrita kennarar bækurnar og hirða jafnvel ekkert um að spyrja eftir þeim. Lokaorð Hér lýkur þessum þönkum. Þeir eru skrifaðir til umhugsunar fyrir kennara sem nota ljósritunarvélar. Það er engin ástæða til að hlífa nemendum við að kaupa bók þegar hún er þess virði. Ég hefi orðið var við að nemendur sjá ekki svo mjög eftir peningunum sínum fyrir vand- aðar bækur. Og kennarar eiga að stuðla að því að nemendur þeirra eignist bækur og lesi, hvort sem það eru grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólanemendur. Ingólfur A. Jóhannesson starfar við námsefnisgerð og er kennari við Menntaskólann við Sund. 8

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.