Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 31

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 31
sækjendur og velja úr þeim. (Ekvall, 1982.) Mikið af umræðu um forspár- gildi einkunna hefur snúist um notagildi þeirra til að spá fyrir um gengi í áframhaldandi nánri. (Ekki verður farið nánar inn á þetta hér, en t.d. má benda á rannsóknir sem Sigurjón Björnsson prófessor gerir grein fyrir í bók sinni Börn í Reykjavík, 1980). Hlutverk eink- unna í atvinnulífinu hefur hins veg- ar ekki verið mikið rætt eða rann- sakað. Þar virðist líka vanta ýmsar undirstöðurannsóknir. Fáar rannsóknir eru til á réttnræti einkunna nr.t.t. hvort þær eru not- hæfar til að velja úr umsækjendum. Það má segja að þetta sé eitt af þeim efnum sem nrenn hafa frekar skoð- anir á en vitneskju um. Einhverra hluta vegna virðast einkunnir hafa mikið yfirborðsrétt- mæti (face validity), þ.e. menn hafa trú á að þær gefi góðar upplýsingar um umsækjendur. Sé litið á innihaldsréttmæti (con- tent validity), þá er þar gengið út frá því, að því skyldara sem námið, sem einkunn er gefin fyrir, er því starfi sem velja skal í, því betra sé innihaldsréttmætið. Sennilegt er að þessi sé raunin. Samkvæmt þessu ættu einkunnir úr starfsmenntunar- námi að hafa meira forspárgildi en einkunnir úr almennara námi. Rökin á móti því síðastnefnda (og fyrir því að tillit sé tekið til eink- unna yfirleitt) eru að hafi einstakl- ingur staðið sig vel í námi sínu (þ.e. fengið háar einkunnir) megi búast við því að hið sama gildi urn hvernig hann/hún standi sig í vinnu. Ef einkunnir væru áreiðanlegur og réttmætur vitnisburður um ein- stakling og gefnar út frá því sjónar- miði að þær veiti upplýsingar um hvað hann/hún var fær um á þeim tíma sem námi lauk, má leiða að því líkur að því lengri tíma sem lið- inn er frá því að einkunnir voru gefnar, því minna forspárgildi hafi þær. (Kristján Sturluson, 1985.) í umræðu urn réttmæti koma alltaf upp spurningar sem ekki verður svarað öðru vísi en með „empiriskum“ rannsóknum á við- miðunarréttmæti (criterion related validity). Reilly og Chao (1982) komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa gert úttekt á rannsóknum á sanrhengi á milli einkunna og árangurs í mis- nrunandi störfunr, að það senr þær sýna sé lreldur ómerkilegt („less than inrpressive"). Þeir vitna nr.a. til rannsóknar (Henson, 1975) þar sem alhugað var sanrhengið á nrilli nreðaleinkunnar fólks í háskóla (college) og þess hvað það sýndi af sér í vinnu. Niðurstaðan var að Því hlýtur aö vera mikilvœgt fyrir alla sem gefa einkunnir að gera sér greinfyrir hvernig þær eru notaðará vinnu- markaðnum oge.t.v. annars staðar utan menntakerfisins. Það er augljóst að hér er oft um að rœða notkun sem ekki var upphaflega gert ráðfyrir með einkunnagjöfinni. ekkert marktækt samband væri þar á milli. í rannsóknum þeim, senr Reilly og Chao (1982) fóru í gegn- unr, reyndist nreðaltal viðmiðunar- réttmætis vera 0.20 (úr 20 rann- sóknum). í öðru svipuðu yfirliti yfir rannsóknir af þessu tagi (O’Leary, 1980; skv. Reilly og Chao, 1982), fékkst meðallalsviðmiðunarrétt- mæti sem var 0.17 (úr 31 rann- sókn). Niðurstaðan samkvæmt þessu er því að það hafi lítið gildi að taka tillit til einkunna við ráðn- ingar í störf. Niðurlag Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir að mat þeirra hefur mun víð- tækari áhrif en að segja aðeins hvernig nemandi hafi staðið sig í einhverri námsgrein. Þessi áhrif eru töluvert langt frá því hlutverki um- sagna urn nemendur að veita nem- andanum upplýsingar urn stöðu sína og skólanum upplýsingar unr franrfarir hans í nánri. Því hlýtur að vera mikilvægt fyrir alla sem gefa einkunnir að gera sér grein fyrir hvernig þær eru notaðar á vinnu- markaðnum og e.t.v. annars staðar utan menntakerfisins. Það er aug- ljóst að hér er oft um að ræða notk- un sem ekki var upphaflega gert ráð fyrir með einkunnagjöfinni. Rannsóknarniðurstöður þær, sem ég hef nefnt hér í þessu spjalli mínu urn einkunnir og ráðningar, skipta einnig vinnuveitendur máli á þann hátt að þær hljóta að leiða til þeirrar niðurstöðu að það verði að vera mjög vel ljóst hverju sinni hvað liggi að baki einkunnunum og hvernig þær geta tengst því hvað fólk sýnir af sér í starfi, áður en far- ið er að taka tillit til þeirra við ráðningar. Heimildir 1. Ekvall, G.: „Oversigt over udvælgelses- værktöjer." Personaleadministration, 231-257, Larsen, H.H. (red.), Kaup- mannahöfn, Nyt fra samfundsvidenskab- erne, 1982. 2. Gregersen, J.: „Afgangsbeviset". Pröver, karakterer og pædagogisk evaluering, 74-78. Kaupmannahöfn, Danmarks Lærerhöj- skole, 1978. 3. Kristján Sturluson: Personaleudvælg- else. Lokaritgerð í sálfræði við Psykolo- gisk Institut, Aarhus Universitet, 1985. 4. Reilly, R.R. og Chao, G.T.: „Validity and fairness of some alternative employee selection procedures". Personne! Psychology, 1982, 35, 1 —62. 5. Rommetvedt, H.: „Arbeidsgiveres bruk av karakterer ved ansettelser." Videregaaende oplæring, 1981, 3—4, 11 — 15. (a). 6. Rommetvedt. H.: Karakterer — arbeids- giverens naaloje ansettelser? Karakter- er — arbeidsliv I. Rogalandsforskning (rapport nr. S9/81), 1981. (b). 7. Rommetvedt, H.: Karakterer — inn- gangsbillet til arbeidslivet? Stavanger, Universitetsforlaget, 1982. 8. Sigurjón Björnsson: Börn í Reykjavík. Rcykjavík, Iðunn, 1980. Kristján Sturluson er vinnu- sálfræðingur hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Hagræðingu hf. 31

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.