Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 42

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 42
p r : í >• t- H Tt v ? | 1 Þuríður Jóhannsdóttir 1 | Góðar þýddar | 1 barnabækur I ði , 1! i 4 ■< 4 ■< •i •ð •< ^ ^ ^ ^ ^ X ^ ^ X ^ ^ ^ X -X X X -X^X 1. L Að loknum lestri þeirra skáldsagna, sem þýddar voru úr erlendum málum og gefnar út fyrir börn og unglinga á síðasta ári, vil ég lýsa yfir ánægju minni. Við höfum fengið fjölda góðra bóka um fjölbreytileg efni og útgáfa á óvönduðu efni er í algjöru lágmarki. í ljósi þess að í skólum eru barnabækur nú notaðar í auknum mæli við námið en umfjöllun í fjölmiðlum er í lág- marki, þá langar mig til að kynna lítil- lega þær skáldsögur fyrir börn og ungl- inga sem gefnar voru út fyrir síðustu jól. Síðustu ár hafa þýddar sögur fyrir börn og unglinga verið flestar úr Norð- urlandamálunum og einnig hafa holl- enskar verið nokkuð áberandi. Úr ensku hefur auðvitað verið þýtt en þó ekki í því hlutfalli sem nú er eða átta bækur úr ensku á móti tvær úr dönsku, ein úr sænsku, tvær úr norsku, tvær úr þýsku, tvær úr hollensku og ein úr frönsku. Eins og á þessari upptalningu sést bindum við okkur nokkuð stíft við að þýða úr málum nágrannaþjóðanna þó ekki þýðum við úr færeysku og grænlensku. Ég hef þá trú að bók- menntir séu betur til þess fallnar en margt annað að gefa fólki innsýn í líf annarra, bæði þjóða og fólks. Sú inn- sýn stuðlar að skilningi sem ætla má að auki víðsýni og fordómaleysi. Þetta er eitt af þeim tækjum sem okkur ber að beita í þágu friðar. Þess vegna væri óskandi að við fengjum bækur víðar að úr heiminum en úr Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Það vill reyndar svo til að meðal bókanna sem út komu fyrir síðustu jól eru tvær sem gerast á fjarlægum slóð- um. Báðar eru þó eftir vestræna höf- unda. Önnur er Merki Samúrcejans eftir bandaríska höfundinn Catherine Patersen, vel skrifuð bók sem gerist aft- ur í öldum, nánar tiltekið á 12. öld í Japan svo að hún gegnir þá fremur því hlutverki að veita lesendum innsýn inn í fortíðina. Hin er dönsk, eftir Marie Thöger og heitir Dídí og Púspa. Henni er ætlað það hlutverk að kynna vest- rænum lesendum hlutskipti kvenna í Himalajafjöllum. Sú bók finnst mér ekki nógu vel skrifuð til að standast þær kröfur sem ég vil gera til barna- bóka. Bæði efni bókar og persónusköp- un verður að vera þannig úr garði gert að lesandi eigi gott með að lifa sig inn í söguna, fræðslan má ekki verða á kostnað bókmenntagildis. Einnig verð- ur að ætlast til að ekki sé alið á for- dómum neins konar í bókum fyrir börn. Þessari er svo mikið í mun að halda á lofti ágæti kvennanna að karl- arnir fá að mér finnst heldur fordóma- fulla umljöllun. En fyrst minnst er á hlutskipti kvenna þá blasir sú staðreynd við að í þeim átján bókum, sem komu út í fyrra, eru strákar aðalpersónur í ellefu bókum, stelpur í fjórum og bæði kynin í þremur. Því verður ekki neitað að hér hallar heldur betur á. Þegar svo við bætist að það sama er upp á teningnum þegar litið er á íslensku bækurnar 1985, þá er ástæða til að við séum vel á verði. Þó svo að stelpur lesi bækur um stráka og öfugt, hafa kannanir sýnt að mikil fylgni er á milli kyns lesanda og kyns aðalpersónu bókar sem krakkar velja sér. Stelpurnar okkar eiga rétt á fjölbreyttum og skemmtilegum bókum sem eru skrifaðar út frá sjónarhóli stelpna. Straumar að breytast Þá er rétt að víkja að efni bókanna og þeim einkennum sem ég þykist geta greint þegar ég skoða þær allar saman. Það sem ég rek fyrst augun í er að leynilöggusögur eru að hverfa af mark- aðnum. Þessi flokkur var sá alstærsti fyrir tíu árum. (Sbr. Athugun á þýddum barnabókum 1971—1975, B.A. ritgerð Auðar Guðjónsdóttur, Kristínar Jóns- dóttur og Þuríðar Jóhannsdóttur). Á því sviði kemur í staðinn dálítið skemmtileg nýjung, það er bækur Martins Waddel, Leynisveitin og bóf- arnir á Blístursey og Leynisveitin og bragðarefurinn brcllni. Þar er reynt að virkja lesandann og fá hann til að taka þátt í lausn gátunnar með leynisveit- inni. Skemmtileg hugmynd og fellur í góðan jarðveg hjá krökkunum. Gallinn á leynilögreglusögum fyrir krakka hef- ur verið sá hvað þær hafa verið illa skrifaðar og alið á fordómum. Þar koma til fordómar í garð kvenna, í garð fólks af öðrum kynþáttum en þeim hvíta o.s.frv. Það er því von að maður sé feginn ef von er til þess að hætt verði að bæta við svona rusli. Nú, en annað er meira áberandi og spennandi í útgáfu ársins 1985. Á heildina litið virðast angar af róman- tískum stefnum vera að teygja sig til okkar enn einu sinni. Þetta kernur fram í áhuga á hinu fjarlæga í tíma og rúmi en þar á ég við sögulegar skáld- sögur annars vegar og fantasíur hins vegar. Þá má greina áhuga á framandi menningu (Dídí og Púspa og Merki Samúræjans). Pæling í sálarlífi ein- staklingsins er á döfinni og almenn vandamál víkja fyrir þeim sem manni virðast sérstæðari (Jóakim og Leyndar- dómur fortíðarinnar). Fortíðin skiptir okkur máli Sex bækur eða þriðjungur af þýddu bókunum sem kornu út í fyrra teljast vera sögulegar skáldsögur. Áður er nefnd Merki Samúræjans frá 12. öld í Japan. Arnungar eftir Knut Ödegaard gerist í Noregi þegar kristni er að halda þar innreið sína og fjallar um átök heiðni og kristni. Þetta mun vera fyrsta bók af þremur. Mér þykir höfundur mála um of í svart-hvítu bæði í per- sónusköpun og hugmyndafræði. Þeir heiðnu vilja verða dálítið svartir, þeir kristnu hvítþvegnir. Eftir hollenska höfundinn Theu Beckman er þýdd bókin Krossferð á 42

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.