Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 17

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 17
þegar þyrfti að meta námsáfanga einstakra nemenda sem flytjast á milli skóla. Sumir töldu að námskráin væri enn svo gölluð að mjög vafasamt væri að gefa hana út þar eð þá væri erfiðara að hrófla við henni. Þessari síðustu athuga- semd svaraði Hörður á þann veg að hætta hefði verið á að verkið dagaði uppi ef ekki hefði hægt að sjá fyrir endann á því. Mjög margir bentu á að námskráin einkenndist af því að uppfylla „akademískar“ hefðir og að hún bæri þess greinileg merki að henni hefði verið stýrt af kröf- um Háskóla íslands. Þannig væri ekkert gert til að brjóta niður ríkjandi fræðigreinaskiptingu. Einn há- skólakennari sagði að þetta væri dæmigert fyrir það að fólk treysti sér ekki til að bera ábyrgð á starfi sínu sem lýsti sér hér á þann hátt að framhaldsskólakennarar létu Háskólann um að leysa þeirra eigin vandamál. Skólameistari einn sagði þó að þekking væri sérhæfð, að nám gerðist fyrst og fremst í einstökum námsgrein- um og að fjölbrautaskólakerfið ætti að einkennast af því að læra mikið en þó í ákveðnum skömmtum. Tengt gagnrýninni á akademískar hefðir var oft bent á að almennt nám væri ekki skilgreint í námskránni og að yfirbragð hennar byggði á þeirri hugsun að fram- haldsmenntun væri til undirbúnings einhvers annars í stað þess að vera hluti af daglegu Iífi eins og þó kemur fram í markmiðslýsingunni. Sumir vildu bæta úr þessu með því að draga mjög úr akademískum kröfum á fyrstu árum framhaldsskólans. Margir lýstu ánægju sinni með að námskráin ein- kenndist af heimildaákvæðum fremur en tilskipunum. Þannig var bent á að í skólum væri ekki skylda að gefa einkunnir eða einingar fyrir mætingar þó það væri heimilað og að það mætti láta nemendur, sem hafa undanþágu frá íþróttum, bæta við sig einingum í öðru námi. Þessir sömu töldu þá einnig að ekki hefði átt að binda það að nemendur lyku 9 námseiningum á hverri önn né að nemendum væru sett ákveðin mörk um há- mark þeirra kennslustunda sem þeir mega sækja. Flestir þeirra sem ræddu um námskrána fjölluðu um stúdentsprófsnám og var lítið fjallað um iðnmenntun enda heyrir hún ekki heldur beint undir menntamála- ráðuneytið. Þó lýstu nokkrir yfir mikilli ánægju með nýja stúdentsprófsbraut, „tæknibraut", sérstaklega ætl- að þeim sem hafa lokið iðnnámi. Var um það rætt að þarna væri um að ræða ákveðna viðurkenningu á verk- menntun, viðurkenningu sem yki mjög möguleika á því að stétt iðnaðarmanna yrði vel menntuð og gæti þannig orðið leiðandi í ýmsum nýjungum. Að því er varðar uppbyggingu brauta viku margir að skiptingu milli kjarnagreina og valgreina. Sumum fannst sem kjarnagreinar í núverandi mynd tækju of mikið rými af heildarnámi nemenda en aðrir vildu að aðrar greinar kæmu þar inn. í þessu efni voru skoðanir þó mjög skiptar en rétt er að geta þess að allmargir

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.