Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 32
¥M. Jón Hnefill Adalsteinsson Frásagnarlist fyrri alda
mrásagnarlist JlfrrrialíliTpfai ktknxmsMtiá fra landnátnsSld til siíolópo
iB|) —nokkrar athugasemdir
Fyrir nokkru
spjallaði ég í Út-
varpi um bók
Heimis Pálsson-
ar: FRÁSAGN-
ARLIST FYRRI
ALDA (Forlagið Rvík 1985). Auk
almennra umrceðna um bókina tók
ég þar sérstaklega upp nokkur
atriði sem mér þóttu einkar áhuga-
verð frá frœðilegu sjónarmiði og vel
þess verð að um þau vœri skipst á
skoðunum. Það hefur nii orðið að
samkomulagi milli mín og ritstjóra
Nýrra menntamála að ég birti hér
þessa kafla úr umsögn um bókina
sem slíka, enda hefur ritdómur um
hana birst áður í Nýjum mennta-
málum.
I
Einn kafli bókarinnar ber hið for-
vitnilega og jafnframt mótsagna-
kennda heiti: Skeið óskráðra bók-
mennla. Er þar um að ræða þær
„bókmenntir“ sem gert er ráð fyrir
að hafi skapast á tímabilinu frá
800—1100 og varðveist munnlega
uns þær voru skráðar er ritöld hófst.
1 þessum kafla er nær eingöngu
dvalist við bundið mál, Eddukvæði,
dróttkvæði og helgikvæði, og því
gerð skil. Er allt gott um þá umfjöll-
un að segja og glögg grein gerð fyrir
hinum einstöku tegundum l'orn-
kvæða. Og ekki er við höfund að
sakast þó að hann noti hér orðið
drótlkvœði um þann kveðskap forn-
an sem ekki verður flokkaður með
Eddukvæðum eða helgikvæðum.
Slík notkun dróttkvæðaheitisins
hlýtur þó að orka tvímælis að mínu
mati því að drótt vísartil hirðskálda
og hirðskáldskapar sem eðlilegt er,
enda þótt merking orðsins geti átt
við alla menn . Mér virðist því að
með notkun dróttkvæðaheitisins
verði hluti af kvæðum og lausavís-
um einstakra skálda útundan og því
vil ég nota tækifærið hér að hvetja
hugkvæma og málhaga menn til að
benda á þjált íslenskt orð sem gæti
leyst dróllkvœði af hólmi að ein-
hverju eða öllu leyti.
Það sem ég sakna einkum í þess-
um kafla um skeið óskráðra bók-
mennta er að einhver grein sé gerð
fyrir hugsanlegri sagnageymd fyrir
ritunartíma. Að sjálfsögðu er ekki á
vísan að róa þegar um er að ræða
óskráðar sagnir frá löngu liðnum
tíma en þó eru til aðferðir til að
nálgast slík viðfangsefni vísinda-
lega. Þessum aðferðum hefur nú
um alllangt skeið verið beitt víða og
oft með umtalsverðum árangri. En
til þess að árangurs megi vænta þarf
að nýta til hlítar þau vinnubrögð og
þær rannsóknaraðferðir sem þjóð-
sagnafræðingar hafa mótað og
þróað og huga að þeim „lögmál-
um“ munnlegrar geymdar sem
þjóðsagnafræðingar hafa leitt í ljós
um þessi efni. Er þar annars vegar
um að ræða „lögmálið“ um stöðug-
leika sagngeymdarinnar sem veldur
því að sagnir geta varðveist undra-
lengi í sama eða svipuðu formi og
geymt hugmyndir og viðhorf löngu
liðinnar menningar. En jafnan
verða menn þó einnig að hafa hug-
fast hið andstæða „lögmál“ er kveð-
ur á um að sagnir breytist eftir
breyttum viðhorfum og aðlagi sig
tíðaranda og menningu á hverjum
stað og hverjum tíma. Það er því
engan veginn einfalt mál að hag-
nýta sér lögmál og lærdóma þjóð-
sagnafræðinnar við ritun bók-
mennta- og menningarsögu en betri
vísindi eru það þó að taka mið af
þessum lærdómum og lögmálum
eftir því sem unnt er, heldur en að
ganga framhjá niðurstöðum þjóð-
sagnafræðinnar eins og þær væru
ekki til. Rétt er að taka það fram
sérstaklega að þau lögmál þjóð-
sagnafræðinnar, sem hér hefur ver-
ið vikið að, láta að sjálfsögðu engu
síður til sín taka um bundið mál en
óbundið. Af þessu leiðir aftur að
sagnir í lausu máli þurfa engan veg-
inn að gefa bundnu máli eftir sem
heimildir um menningarsögu fyrir
daga ritunar. Á hinu verður ekki of
oft klifað að slíkar heimildir ber að
hagnýta af ýtrustu varfærni.
Sú leið, sem Eleimir Pálsson hef-
ur valið í Frásagnarlist fyrri alda,
að sneiða hjá sögnum frá elsta tíma,
eins og þær væru ekki til eða þá
hreinn uppspuni, bitnar einnig á
því sem segir í þókinni um trú
þeirra manna er fyrstir tóku sér
bólfestu hér á landi. í upphafi frá-
sagnar af landnámi og menningu er
varpað fram þeirri spurningu hvað
við vitum um trú landnámsmanna?
I svari við þeirri spurningu er
aðeins vikið að nokkrum goðkvæð-
um og goðsögum. Þessi goðkvæði
eru mjög fróðleg svo langt sem þau
ná en tímasetning þeirra sumra
hverra er á reiki og því verður að
taka þeim með talsverðum fyrir-
vara sem beinum heimildum um
trú landnámsmanna. í Landnáma-
32