Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 11

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 11
 1 Sigríöur Haraldsdóttir Neytendafrædsla framtídarinnar r Y nútímaþjóðfélagi verður að hlífa neytendum við hættum sem stafað geta af því að nota vörur af ýmsu tagi og hlífa þeim við óhæfilegum versl- unarháttum. Þjóðfélaginu er hagur að því að neytendur kunni sem best að nýta þær auðlindir sem til umráða eru, svo sem tíma, peninga og neysluvörur. Við þurfum því að íhuga hvaða fræðslu helst þurfi að veita neytendum í þjóðfé- lagi sem sífellt er að breytast. Það verður æ umfangs- meira hlutverk að vera neytandi og þeim mun erfiðara að gegna því hlutverki á fullnægjandi hátt. Eru ýmsar ástæður fyrir þessari þróun. Annars vegar má nefna að áður fyrr voru neytendur að miklu leyti háðir framleiðslu heimilanna, en nú eru þeir í vaxandi mæli háðir vörum sem iðnfyrirtæki framleiða. Neysla var áður takmörkuð við fáar vöru- tegundir en nú er henni dreift á ótal margar og eru sumar þeirra flóknar tæknivörur. Að auki hafa neyt- endur meiri samskipti við hið opinbera og hafa þeir margvísleg réttindi og skyldur en það getur verið all- flókið að henda reiður á því öllu. Hins vegar hafa forsendur þess að menn geti verið 10 hagsýnir neytendur farið forgörðum að verulegu leyti með breyttum störfum húsmæðra og með breyttum hlutverkum kynjanna. Hætt er að veita stúlkum þá neytendafræðslu sem fólst í hefðbundnu uppeldi, enda taka stúlkur nú þátt í störfum á hinum almenna vinnu- markaði og miðast uppeldi þeirra við það. Jafnframt fer neysla á tilbúnum vörum vaxandi og þar með bera konur sem aðrir síður skynbragð á gæði og eiginleika vara. I nútímaþjóðfélagi hafa seljendur tekið að sér að veita vörufræðslu og fræðslu um hvernig haga skuli neyslunni. Þannig hafa þeir teki$ við stórum hluta hlutverks hússtjórnarkennara. Þegar ég var nýútskrif- aður kennari var talið sjálfsagt að við létum í té fræðslu um nýjar tæknivörur til heimilishalds, húsbúnað alls konar og héldum á lofti umræðum um rekstrarfyrir- komulag heimila. Nú eru öll slík mál tekin fyrir í aug- lýsingum. Margt má hins vegar setja út á upplýsingar sem látnar eru í té í auglýsingum og það sem sleppt er, ekki síst ef hið mikla fé, sem velt er í auglýsingum, er haft í huga. „Auglýsendur virðast hafa varið alls liðlega 130 milljónum króna til kaupa á auglýsingatíma og rými í ríkisfjölmiðlum og dagblöðum í jólamánuðinum — desember 1985, samkvæmt útreikningum Morgun- blaðsins og sem aftur eru byggðir á upplýsingum um magntölur auglýsinga í þessum fjölmiðlum í desember, sem upplýsingafyrirtækið Miðlun skráir í tölvutæku > formi.“ (Morgunblaðið, Viðskipti/Atvinnulíf, blað B, 9. janúar 1986.) Svo bætist við sú mikla vinna sem aug- lýsingastofur leggja í að matreiða boðskapinn sem þeim er falið að koma á framfæri. Þær kunna sitt fag og þurfa yfirleitt ekkert að spara. Að auki er markmiðið með fræðslu auglýsinganna skýrt og ótvírætt: sem sé að selja vöru eða þjónustu. Það er mjög auðvelt og þakk- látt verk að miðla slíkum boðskap enda unnt að vísa til aðstæðna sem lítið eða ekkert samband hafa við hina auglýstu vöru en sem gegna mikilvægu hlutverki í óskadraumum neytenda. í auglýsingum má þannig heita því að varan geti haft í för með sér „sól, sex og status". A sama tíma verða þeir sem fást við að fræða nem- endur og almenning um neytendamál að láta sér nægja að benda á að það megi öðlast tiltekna vöru á ódýrari hátt en sagt er í auglýsingum og ef til vill benda á að vara sé heilsuspillandi. Engan skyldi undra að þessir aðilar hafi mótvind því að markmiðið með heimilis- fræði þeirra er í mörgum tilvikum í andstöðu við stóra hagsmunahópa í þjóðfélaginu. Hvaða áhrif hefur fjölgun fjölmiðla? A næstu árum fjölgar gervihnöttum í himingeimn- um og útvarps- og sjónvarpsstöðvum á jörðu niðri, myndbönd með fræðslu- og skemmtiefni verða á boð- stólum í auknum mæli og í tölvum verður unnt að safna saman alls konar upplýsingum og jafnvel setja þær í samband við aðrar tölvur sem geta látið í té þær upplýsingar sem óskað er eftir. Upplýsingaþjóðfélagið er víst það sem koma skal. Hvaða áhrif hefur það á neytendafræðsluna? Ekki eru sérlega bjartar vonir um að með nýrri tækni verði auðveldara að koma á framfæri neytendafræðslu frá neytendastofnunum, hússtjórnarkennurum og fleir- um. Stór fyrirtæki og stór blöð hafa nú þegar keypt rás- ir í gervihnöttum og þau ráða því hvers konar dagskrá verður send út. Hinar ýmsu rásir keppa um að fá sem flesta áhorfendur og það þýðir að svipað efni er sýnt í þeim öllum enda hafa flestir áhuga á að sjá íþróttir og eitthv ert léttmeti til að hressa upp á skapið. Myndum um efni, sem tiltölulega fáir hafa áhuga á, fjölgar ekki. Einn vísindamaður, Preben Sepstrup, sem mikið hefur fengist við að kanna auglýsingar og gefið út marg- ar bækur um þær, hefur m.a. kannað þær auglýsingar sem bárust frá Sky Channel í febrúar, mars og apríl 1984. Þessi könnun er nokkuð athyglisverð og langar mig til að sýna nokkrar niðurstöður hennar. Preben Sepstrup telurað neytendur fái mun rýrari upplýsingar í auglýsingum sjónvarps en í auglýsingum dagblaða. í meðfylgjandi töflu er í fyrsta dálknum nafnið á þeim vörumerkjum sem auglýst voru. Þau koma áreið- anlega flestum kunnuglega fyrir sjónir. Matvæli og þá sérstaklega sælgæti voru í meirihluta auglýsinganna. 11

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.