Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 29

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 29
Kristján Sturluson Ahrif einkunna á ráðningar í störf á vinnumarkaði að algengara er að vinnuveitendur fái upplýsingar um einkunnir úr framhaldsskóla en úr grunnskóla. (Þetta má sjá í norsku rannsókn- inni, en í þeirri sænsku var ekki greint á milli einkunna úr grunn- skóla og framhaldsskóla). Það kem- ur einnig fram að mikill munur er á milli atvinnugreina hvað varðar að leitað sé upplýsinga um einkunnir. Hlutfall þeirra, sem alltaf eða oftast fá upplýsingar um einkunnir, er allt frá 12% til 81% fyrir einkunnir úr grunnskóla og 53% til 94% fyrir einkunnir úr framhaldsskóla. (Rommetvedt, 198lb.) Algengast er að upplýsinga sé leitað um eink- unnir við ráðningar í skrifstofustörf. Niðurstöðurnar frá Svíþjóð hníga í sömu átt. Þar fá vinnuveitendur oftast upplýsingar um einkunnir í sömu atvinnugreinum og í Noregi. Samkvæmt athugun minni, sem ég nefndi hér í byrjun, er ekki eins algengt hér á landi að leitað sé eftir upplýsingum um einkunnir, eins og rannsóknir á hinum Norðurlönd- unum sýna að viðgengst þar. Hér fékk tæplega helmingur þeirra vinnuveitenda, sem ég athugaði, alltaf eða oftast upplýsingar um einkunnir frá umsækjendum, en rúmlega helmingur sjaldan eða aldrei. Mínar niðurstöður gera ekki kleift að slá miklu föstu um að ákveðnar atvinnugreinar skeri sig úr en þó er hægt að sjá að upplýs- inga um einkunnir er einkum kraf- ist af umsækjendum um skrifstofu- störf. Oftast var grennslast eftir einkunnum úr framhaldsskóla (þó vildu menn stundum vita um grunnskólaeinkunnir ef umsækj- andi hafði ekki aðra menntun). Að svo miklu leyti sem mismun- andi tillit er tekið til einkunna eftir því í hvaða störf er verið að ráða, þá virðast einkunnir frekar hafa áhrif við ráðningar í svokölluð „kvenna- störf“ en síður við svo nefnd „karla- störP1. Háar einkunnir sýnast því mikilvægari fyrir konur en karla á vinnumarkaðnum. Er mikið um að tekið sé tillit til einkunna við ráðningar? Þessari spurningu er án efa hægt að svara játandi. Rannsóknir sýna að algengt er að einkunnir séu not- aðar við val á starfsfólki, ekki aðeins sem leið til að kanna hvort viðkomandi umsækjandi hefur lok- ið tilteknu námi (eins og eðlilegast væri), heldur einnig sem valaðferð í sjálfu sér, t.d. á þann hátt að sá um- sækjandi er ráðinn sem hef'ur bestar einkunnir. Rannsóknir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sýna að einkunnir eru ofarlega á lista yfir atriði sem vinnuveitendur taka tillit til við ráðningar. (Gregersen, 1978.) Þeir telja ráðningarviðtalið, eða niður- stöður úr því, yfirleitt mikilvægast en upplýsingar um einkunnir koma í þriðja til sjötta sæti. (Kristján Sturluson, 1985.) Niðurstöður þær, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, byggja á upp- Iýsingum frá vinnuveitendum. Spyrja mætti hvort þær standist eða séu endurspeglun hugmynda þeirra um hvernig ástandið ætti að vera. Þetta hefur Rommetvedt (1982) reynt að athuga í Noregi, með því að kanna stöðu ungs fólks á vinnu- markaðinum m.t.t. þess hvaða einkunnir það hefur fengið. Niður- stöður hans féllu mjög vel að þeim upplýsingum sem hann hafði feng- ið frá atvinnurekendum. Grunn- skólaeinkunnir virðast hafa Iítið að segja (dreifing einkunna nákvæm- lega sú sama hjá þeim sem voru at- vinnulausir og þeim sem höfðu vinnu), en hins vegar visst sam- hengi á milli einkunna úr fram- haldsskóla og stöðu á vinnumark- aðinum. Þeir sem höfðu lága með- aleinkunn voru hlutfallslega fleiri í hópi atvinnulausra á sínum aldri en þeir sem höfðu háa meðaleinkunn. (Rommetvedt, 1982.) Hvers vegná er tekið tillit til einkunna? Helsta skýring þess að tillit er tekið til einkunna við ráðningar er sennilega að upplýsingar um þær eru mjög auðfengnar og aðgengileg- ar. Einnig eru þær niðurstaða einhvers konar mats eða prófunar og framsetning þeirra er þannig að þær virðast standa fyrir eitthvað hlutlægt (t.d. tölur en margir bera virðingu fyrir þeim). Ýmislegt ýtir undir þennan skilning, t.d. er sami einkunnastigi oftast notaður í ólík- um fögum (þar sem mismunandi námsmati er e.t.v. beitt) í sama skóla eða jafnvei öllum skólum á sama skólastigi. Menn eru yfirleitt mjög að leita að einhverju hlutlægu til að styðjast við í vali á starfsfólki og grípa því einkunnir fegins hendi. Hvenær er helst tekið tillit til einkunna? í Noregi hefur Rommetvedt (1981b) sýnt að einkunnir hafa stærsta þýðingu þegar nóg er af um- sækjendum um laus störf. Hins veg- ar er þýðing einkunnanna minni þegar svo er ekki vegna þess að þá eru gerðar minni kröfur (og þörf á 29

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.