Ný menntamál - 01.06.1986, Síða 43

Ný menntamál - 01.06.1986, Síða 43
gallabuxum. Thea er þekktur höl'und- ur í Evrópu og margverðlaunuð og af þessari bók að dæma á hún það skilið. Hún fjallar um strák í Hollandi nú á dögum sem tekur þátt í tilraun vísinda- manna með að senda lölk fram og til baka í tímanum. Hann fer í tímavélina og er sendur aftur á 13. öld. Það mis- tekst að ná honum fljótlega til baka eins og til stóð. Hann verður því að læra að lifa þar sem hann er kominn. Hann lendir fljótlega inn í barnakross- ferð á leið til að frelsa Jerúsalem. Þar er ýmislegt gruggugt á seyði og spenn- an í sögunni er nrargslungin og eintak- lega vel gerð. Hún spinnst í kringum þessa krossferð, hvernig hún gengur, hvað er framundan, hvað verður um börnin og urn leið hvernig og hvort tekst að koma upp urn svikarana í tæka tíð. Síðast en ekki síst snýst spennan um það hvort vísindamönnunum tekst að ná aðalsöguhetjunni aftur heirn til Hollands á luttugustu öld. Og allt fer vel að lokum eins og vera ber í góðri unglingabók. Ég held líka að sú Ieið sem hér er farin, að láta lesanda kynn- ast lifnaðarháttum og hugsunarhætti fólks á fyrri öldum frá sjónarhóli ungl- ings með nútíma hugsunarhátt, sé al- veg frábær. Fyrir utan að vera skemmtileg og spennandi ailestrar er bókin einkar vel til þess fallin að vinna með í skóla t.d. í sögu, trúfræði, landa- fræði eða samfélagsfræði. Þrjár sögulegu sögurnar gerast í skugga stríðs. Ekkert stríð eftir þýska höfundinn Tilman Rörig gerist í Þýskalandi í þrjátíu ára stríðinu á 17. öld. Þetta er sorgleg saga um hvernig það er að reyna að lifa lífinu á stríðs- tímum. Hún lýsir lífi nokkurra barna og fjölskyldna þeirra í smáþorpi. Þau eru fórnarlömb stríðsins, ekki þátttak- endur. Höfundur segist skrifa bókina í baráttu gegn stríði fyrir friði. Það verð- ur æ algengara að það viðfangsefni sé tekið fyrir í skólum enda brennur spurningin um stríð á börnunum okkar sem fá af því brotakennda og ófullnægjandi mynd í sjónvarpinu. Ekkert stríð mun áreiðanlega verða notuð í slíku samhengi því efni hennar hlýtur að kalla á umræðu. (í þessu sambandi vil ég minna á tvær mjög góðar eldri bækur urn þetta efni: Litlu fiskana eftir Erik Chr. Hauggaard og Flóttadrenginn Hassan eftir Gunhild Selin.) Sumar á Flambards eftir K.M. Peyton, þriðja bókin í þessum flokki, gerist í skugga fyrra stríðsins árið 1916. Aðalsöguhetjan er ung stúlka sem hef- ur misst kærastann sinn í stríðinu og er að berjast við að halda búgarði gang- andi. K.M. Peyton er orðin vel þekkt hér á landi og óþarfi er víst að tíunda hversu ágætur höfundur hún er. Þessi höfðar vel til unglinganna. Lestarferðin eftir bandaríska höf- undinn T. Degens er líka skrifuð frá sjónarhóli ungrar stúlku. Hún gerist eftir seinna stríðið og fjallar um ferða- lag þrettán ára stelpu á milli svokall- aðra verndarsvæða sem Þýskalandi var skipt niður í eftir stríð. Sagan lýsir bara þessu ferðalagi og erfiðleikum sem ferðafólkið lendir í. Einkum snýst hún þó urn það hvernig stelpan hjálpar gömlum manni til að koma konunni hans, sem deyr á leiðinni, í kirkjugarð- inn í Köln. Þarna eru vangaveltur um samhjálp og samkeppni, skyldur gagn- vart samferðamönnum og því um líkt. Einnig gefur sagan nokkra hugmynd um ástandið í Þýskalandi fyrst eftir stríðið. í bók Marie Gripe, Sesselja Agnes — undarleg saga, skiptir fortíðin veru- legu máli þó að sagan gerist í nútíman- um. Söguhetjan, sem er stúlka, flytur í gamalt hús og undarlegir hlutir fara að gerast sem verður til þess að hún fer að grafast fyrir unr liðna tíma. Hún kynn- ist gamalli konu á elliheimili sem verð- ur tengiliður hennar við fortíðina nreð því að segja henni frá því fólki sem bjó í húsinu í gamla daga. Nútíðin og örlög söguhetju eru þó þungamiðjan í sög- unni. Þá er þessi saga til vitnis um vax- andi áhuga á dulrænum efnum og eins

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.