Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 21

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 21
Helgi Þórsson skrifar athyglisverða grein í seinasta hefti Nýrra mennta- mála, Hvaða erindi eiga tölvur inn i skólana? Helgi fjallar um möguleika tölvunnar á varfærnari hátt en flestir kollegar hans sem ég hef lesið en þeir eru gjarna svo upptendraðir af þeirri framtíðarsýn að tölvan og nemandinn ræðist við eins og maður talar við mann að það er engu líkara en þeir nenni varla að velta fyrir sér þeim möguleikum sem tölvur bjóða upp á núna. Gervigreind er að vísu heillandi og sjálfsagt blikna kennsluforrit dagsins I dag í samanburði við hana en sú spurning sem brennur á vörum kennara er samt ekki hvernig þeir eigi að kenna þegar tölvur verða farnar að skilja og tala mannamál og haga sér á flestan hátt eins og fólk, heldur hvernig þeir eigi að nota tölvur í kennslu fram að þeinr tíma. Helgi tekur þá afstöðu að lofa ekki meira en hann getur staðið við: hann telur nemendur einkum geta notað tölvur við utanbókarnám, við leit að staðreynd- um og í tölvuleikjum og álítur hann að árangurinn muni helst skila sér í betri frammistöðu í Trivial pursuit! Krafta kennarans vill hann nota „á dýpri fróð- leik“ eins og hann kemst að orði. Ég er fyllilega sammála Helga um að tölvur henti ágætlega í þessu þríþætta hlutverki sem hann lýsir. Ég fæ hins vegar ekki annað séð en það væri bæði ódýrara og þægilegra fyrir nemendur að uppgötva það með því að fletta upp í þýsku málfræðibókinni sinni að kven- kynsorð eru óbeygð í eintölu á þeirri tungu. Hins vegar eru til sérstakar aðferðir til að kenna nemendum bæði fljótt og vel það sem læra á utanbókar og þjálfa þá um leið í sjálfstæðri námstækni. Þessar aðferðir má nota með góðum árangri hvort sem er í tölvu eða bók. Þetta þýskudæmi Helga nefni ég svona utan dagskrár vegna þess að ég tel það lýsandi fyrir eitt af þeim lykil- atriðum sem vilja verða útundan í umræðu um tölvur sem kennslutæki. Þótt kennarar hafi tölvur til afnota fyrir nemendur sína er nefnilega ekki þar með sagt að þær kenni nemendum neitt umfram það sem þeir geta lært eins vel eða betur á hefðbundinn hátt. Áður en tölvan er dubbuð upp í hlutverk kennara þarf að fá 20 ótvíræð svör við mörgum spurnmgum (auk þessara venjulegu um kostnað, húsnæði, skipulagningu, tölvu- tegund o.s.frv.) Sem dæmi má nefna: 1. Hæfir tölvukennsja tilteknu efni betur en/eins vel og hefðbundnaraðferðir? 2. Sparartölvukennslan tíma og fyrirhöfn. a nemenda b kennara? 3. Finnst nemendum þægilegra (fljótlegra, skemmtilegra o.s.frv.) að læra af tölvu en á hefð- bundinn hátt? 4. Er víst að þeim tíma kennara, sem fer í alls konar undirbúning vegna tölvukennslu, sé ekki betur varið til annars? 5. Er tölvukennsla til jafnmikils hagræðis fyrir nemendur og fyrir kennara? Þessar spurningar og fleiri af sama toga spunnar væri gaman að fá lesendur Nýrra menntamála til að tjá sig um. Sérstaklega tel ég að kennarar þurfi að gefa gaum að 5. spurningunni því að kennsluforrit, sem geta létt kennurum lífið mjög (kennt efnið, æft það, prófað og skilað einkunn), geta á sama tíma gert nemendum lífið leitt og jafnvel gert þá algerlega fráhverfa bæði náms- efninu og tölvunni og er þá verr farið en heima setið. Eftir þennan útúrdúr ætla ég að snúa mér að því sem átti að vera aðalefni þessa greinarkorns: ekki að mót- mæla Helga Þórssyni heldur þvert á móti að samsinna honum en prjóna svolítið neðan við það sem hann tel- ur vera hugsanlegt hlutverk tölva í skólum. Ég vona að það sé ekki vegna fáfræði minnar í tölvufræðum að ég álít þessar ágætu vélar geta unnið rniklu merkilegra kennslustarf en það sem sjálfur sérfræðingurinn lýsir í grein sinni! Helgi skiptir í raun kennsluhlutverki tölva í tvennt: annars vegar telur hann þær geta losað kennara við vél- rænar æfingar og stagl og hins vegar bendir hann á að með tölvunni sé hægt að gera „eitthvað nýtt og æðis- !egt“ — seinna. Hér Iangar mig að bæta við þriðja sjón- armiðinu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt — núna — að nota tölvur til að bjóða nemendum upp á Ragnheiður Briem Þriðja sjónarmiðið —um tölvur í kennslu kennslu sem nálgast hreina einkatíma meira en nokkurt skólanám nema ef til vill stuðningskennsla. Og þessi tölvukennsla einskorðast ekki við stagl heldur nýtist hún einmitt best í flóknum námsgreinum þar sem mikið reynir á skilning, þ.e.a.s. nákvæmlega sömu námsgreinum og foreldrar kaupa einkakennslu í handa börnum sínum þegar í óefni er komið fyrir próf. Við tölvustýrt nám af þessari tegund er ekki gert ráð fyrir að neinn kennari komi við sögu þannig að höf- undur námsefnisins getur aldrei leyft sér að stikla á stóru eða treysta á að farið verði betur ofan í saumana á erfiðum skilningsatriðum. Það verður að kenna efnið þannig að aldrei fari neitt milli mála og hvert atriði sé sett fram á nægilega skýran hátt til að það sé lært og skilið aflélegasta nemandanum sem ætlar að nota for- ritið. Af þessum ástæðum er mun erfiðara að semja sjálfstætt kennsluefni í tölvur en að skrifa venjulegar kennslubækur til notkunar í skóla. I stuttu máli fer tölvustýrð kennsla af þessu tagi fram þannig að nemandinn sest við tölvuna og stingur í hana disklingi með því námsefni sem hann ætlar að Iæra. Um leið og disklingurinn fer að snúast birtist fyrsta skjámyndin með kennsluefni og námið er hafið. Með sérstakri tækni, sem ég treysti mér ekki til að lýsa hér í nægilega stuttu rnáli, er nemandinn síðan leiddur gegn- um námsefnið, fyrst um sinn með töluverðri hjálp. Smám saman er svo dregið úr vísbendingum þannig að í lokin er nemandinn einn og óstuddur og — ef vel hef- ur verið staðið að kennslunni — búinn að ná tökum á því sem forritið átti að kenna honum. Til þess að eitt kennsluforrit geti hentað sem flestum ólíkum nemendum er gott að skipuleggja það þannig að mismunandi nemendur fari mismunandi leiðir gegnum efnið. Stundum liggja þær leiðir saman, oftast eru þær mislangar og óhætt er að fullyrða að ólíkir nemendur fá alltaf ólíka kennslu. Til að tryggja að 21

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.