Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 14
handa frambaldsskólum --------
NámsbraumogMane^n^ 1 HaHHeS OMSSOn
Námskrá handa
£r amhaldsskólum!
APRÍl-
Aþessu ári eru Iiðin fjörutíu ár frá síð-
ustu gagngeru breytingu á Iöggjöf um
framhaldsmenntun. Það er óhætt að
segja að á þeim árum, sem liðin eru
síðan sú löggjöf leit dagsins ljós,
hafi samfélagsgerð okkar tekið
stakkaskiptum. Það hefur verið komið til móts við
þessar breytingar bæði með nrikilli fjölgun skóla og
með breyttu skipulagi námsins þar sem stofnun íjöl-
brautaskóla ber einna hæst. Starfsemi þessara skóla
hefurtekið mið af þeim hugmyndum sem komu fram í
lagafrumvarpi um framhaidsskóla sem fyrst var Iagt
frarn á löggjafarþinginu 1976 — 1977 en síðan þá hefur
nánast ekkert verið unnið að því að skapa heildaráætl-
un um uppbyggingu framhaldsmenntunar. Þó mikið
samstarf hafi oft verið milli skóla, senr starfa eftir svip-
að fyrirkomulagi, þá hefur vantað mjög á að framhalds-
menntun hafi verið skipulögð sem samvirkt kerfi og
er óhætt að fullyrða að þetta hafi staðið í vegi fyrir
þróun þessarar menntunar. Út frá þessu sjónarmiði
hlýtur það að vekja athygli að nú hefur menntamála-
ráðuneytið gefið út sérstaka námskrá handa framhalds-
skólum, rit upp á yfir 300 blaðsíður með reglum um
starfshætti áfangaskóla, lýsingu á markmiðum og
megininntaki einstakra námsbrauta, lýsingu á réttind-
um nemenda að loknu námi og loks áfangalýsingu í
flestum námsáföngum. Ætlunin er að þessi námskrá
taki gildi frá og með áramótunum 1986 — 1987. Oft hef-
ur gefist minna tilefni til þess að rýna í hlutina.
Námskráin er ekki hugsuð þannig að hún eigi að
gilda fyrir alla skóla heldur að áfangaskólar semji eigin
námsvísa innan þess ramrna sem hún markar. Svo við
stiklum á stóru um innihald hennar þá kenrur þar fram
að markmið náms í framhaldsskólum sé að veita undir-
búning til áframhaldandi náms og starfa, auk þess að
veita almenna menntun sem nýtist í daglegu lífi. Nám-
ið greinist í átta námssvið sem síðan greinast í brautir
þar sem hverri braut er ætlað að veita menntun sem sé
verulega frábrugðin þeirri sem önnur braut veiti. Lág-
markseinkunn til að standast próf í áfanga er nú 5 sem
merkir að 45% markmiða áfangans skuli náð. Viðmið-
unarreglur eru settar um hámark og lágmark þeirra
eininga sem nemanda ber að ljúka, um stöðupróf, hæg-
ferðir og hraðferðir, um áfanganám án þess að sækja
kennslustundir, um utanskólanám og um einingamat á
skólasókn. Mestum hluta ritsins er varið undir brauta-
og þá sérstaklega áfangalýsingar. í brautalýsingum
kemur fram að átta námsbrautir leiði til stúdentsprófs
og þar er þess krafist að allir nemendur ljúki minnst 15
einingum í íslensku, 6 í dönsku, 9 í ensku, 12 í þriðja
máli, 12 bæði í samfélags- og raungreinum, 15 í stærð-
og tölvufræði og 8 í íþróttum. Frá þessu eru frávik á
tæknibraut sem er sérstaklega ætluð nemendum sem
hafa lokið iðnnámi. I námskránni er skilgreiningu
Iðnfræðsluráðs á brautum fylgt hvað varðar nám sem
það hefur yfirumsjón með. Það sama gildir um áfanga-
lýsingar þess náms en aðrar áfangalýsingar eru að
mestu nýjar.
Nú segja svona upplýsingar um helstu atriði auðvit-
að mjög lítið um raunverulega þýðingu þessarar
námskrár því mestu skiptir hvaða nýjungar sé þar að
finna. Við mæltum okkur því mót við Hörð Lárusson,
deildarstjóra framhaldsskóladeildar menntamálaráðu-
neytisins, og báðum hann að segja okkur frá aðdrag-
anda þess að námskráin varð til, gildi hennar og helstu
nýjungum.
Á annað hundrað manns unnu að verkinu
Hörður sagði námskrána vera nokkurs konar fram-
hald þeirrar vinnu sem var unnin við gerð áðurnefnds
framhaldsskólafrumvarps og heimildarlöggjafar frá
1973 um stofnun fjölbrautaskóla. í lagaákvæðum væri
almennt gert ráð fyrir að ráðuneytið setti skólum
námskrár og að byrjað hefði verið á þessu með skipan
nefndar árið 1971 sem síðan hefði skilað niðurstöðu
sinni í ágúst 1984. Þegar svo kom í ljós að áfangaskólar
hefðu á síðastliðnu ári byrjað samráð um endurskoðun
námsvísa sinna hefði tekist samkonrulag um að verkið
yrði unnið undir forystu ráðuneytisins. Karl Kristjáns-
son var í byrjun þessa árs ráðinn til að sinna þessu
verkefni og þá hefði verið ákveðið að gefa út það sem
fyrir lægi nú í vor.
Verkið var unnið á þann hátt að í ráðuneytinu voru
gerð drög að greinargerð um markmið framhaldsnáms,
skólameistarar, — í samvinnu við fulltrúa frá háskól-
unum og iðnfræðsluráði, — tóku saman reglur um
starfshætti skólanna og lýsingu á markmiðum og
megininntaki einstakra brauta auk lýsinga á réttindum
nemenda að námi loknu. Fulltrúar fagkennarafélaga
unnu síðan að gerð áfangalýsinga í hiutaðeigandi grein-
um. Þannig tóku á annað hundrað manns þátt í að
vinna að þessu verki. Aðspurður um hvers vegna al-
mennir kennarar og nemendur hefðu ekki tekið þátt í
að móta markmið skólanna og einstakra brauta sagði
Hörður að ráðuneytið hefði fengið skólastjóra til þess
m.a. á þeim forsendum að þeir hcfðu á bak við sig hópa
kennara og nemenda sem þeir hefðu getað haft samráð
við í stefnumörkun sinni.
Þegar Hörður var spurður um tilgang útgáfunnar
sagði hann að með henni skapaðist heilleg mynd af því
námi sem boðið er fram í skólunum og það auðveldaði
svo miðlun upplýsinga til almennings. Með samræmdu
námskránni væru réttindi nemcnda gerð ljósari en áður
og þeir ættu einnig auðveldara með að flytjasl á milli
skóla án þess að námseiningar þeirra ónýttust við það.