Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 26
Alþýðubandalagið
Fyrirspurnir: Ráðningar í kennara-
stöður og um starfsréttindi kennara.
Dagvistarrými og skóladagheimili.
Tjarnarskóli.
Þingsályktanir: Framhaldsnám í
sjávarútvegsfræðum á Höfn í
Hornafirði. Skipulagning náms-
brauta á sviði sjávarútvegs. Opinn
háskóli. Skólasel. Breytingar á
reglugerð um námslán og náms-
styrki.
Lagafrumvörp: Framhaldsskólar.
Alþýðubandalagið sagðist ætla
að stefna að löggjöf um framhalds-
skóla, eflingu skólasafna og verk-
náms, sérkennslu og opnu skóla-
starfi í grunnskólum, samfelldum
skóladegi, námsbrautum í sjávarút-
vegi, lögvemdun á starfsheitum
kennara og baráttu gegn stofnun
einkaskóla.
Alþýðubandalagið hefur ekki átt
aðild að málum sem snerta eflingu
skólasafna og verknáms, sérkennslu
og opið skólastarf í grunnskólum.
Þau mál sem snerta áherslur þeirra
eru lög um framhaldsskóla, sam-
feildur skóladagur, sjávarútvegs-
fræði, lögverndun á starfsheitum
kennara og einkaskólar. Auk þess-
ara mála er flokkurinn aðili að mál-
um um námslán, skólasel og opinn
háskóla.
Sjálfstæðisflokkurinn
Fyrirspurnir: Engar
Þingsályktanir: Sjávarútvegsfræði á
Höfn í Hornafirði. Skipulagning
námsbrauta á sviði sjávarútvegs.
Jafn réttur til fræðslu óháð náms-
Ieiðum og námsstigum.
Lagafrumvörp: Breyting á lögum
um grunnskóla. Lögvemdun á
starfsheitum kennara (stjórnar-
frumvarp).
26
Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla
að stefna að því að tengja betur
heimili og skóla með meiri heimil-
isfræðslu en áður, aukinni hlutdeild
ríkisins í kennslu sex ára bama,
samfelldum skóladegi og auknu
samstarfi við foreldra. Hann ætlaði
að flytja frumvarp um endurbætur í
Iistmenntun og stuðla að opnum
háskóla með þjónustumiðstöðvum
um landið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
átt aðild að þingmálum sem snerta
aukna heimilisfræði, aukna hlut-
deild ríkis í kennslu sex ára barna,
samfelldan skóladag, endurbætur í
listmenntun né opinn háskóla með
þjónustumiðstöðvum um landið.
Af áhersluatriðum sínum hafa
þingmál flokksins snert aukin áhrif
foreldra í grunnskólum. Flokkur-
inn er auk þess aðili að málum senr
snerta jafnan rétt fólks til fræðslu og
sjávarútvegsfræði í framhaldsskól-
um auk stjórnarfrumvarps um lög-
vemdun á starfsheitunr kennara.
Vinsælasta skólamálið:
Aðeins einn stjómmálaflokk-
anna lagði á síðasta ári áherslu á að
sjávarútvegsfræði yrði rædd á þing-
inu en síðan áttu allir flokkar utan
einn aðild að slíku máli: Lögð var
fram fyrirspum um kennslu í út-
vegsfræðum í Háskóla íslands,
þingsályktunartillaga um náms-
braut í útvegsfræðum í framhalds-
skólum og svo önnur um kennslu í
þessunr fræðum á Höfn í Horna-
firði.
Þessir þingmenn eru vakandi
í skólamálum:
Guðrún Agnarsdóttir 9 mál
Kristín Halldórsdóttir 8 mál
Helgi Seljan 5 mál
Jóhanna Sigurðardóttir 5 mál
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir 5 mál
Guðrún Halldórsdóttir 3 mál
Kristín Kvaran 3 mál
Sighvatur Björgvinsson 3 mál
Ragnar Arnalds 3 mál
Rétt er að vekja athygli á að af
aðalþingmönnum á þinginu nú
voru níu konur og á listanum hér
að ofan eru þær sex. Ein þeirra,
Guðrún Halldórsdóttir, var vara-
þingmaður.