Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 22
Þótt kennarar hafi tölvnr til afnota fyrir nemendur sína er nefnilega ekki þar með sagt að þœr kenni nemendum neitt umfram það sem þeir geta lœrt eins vel eða betur á hefðbundinn hátt. kennslan hæfi hverjum einstaklingi sem best má beita ýmsum aðferðum. Ef gerð er yfirlitsteikning af kennsluforriti getur hún litið út eins og heilt gatnakerfi en ég verð að láta mér nægja hér að reyna að lýsa svo- litlum hluta af slíkum uppdrætti. í þessu dæmi er gert ráð fyrir að aðalleiðin frá upphafi náms til námsloka sé sú stysta sem möguleg er, þ.e. sú leið sem duglegasti lærisveinninn þræðir. Hann leggur af stað og forritið byrjar að kenna honum. í hverri skjámynd verður hann að gefa eitthvert svar til að halda áfram. Hann getur verið beðinn að botna málsgrein, fylla upp í eyður, velja eitt svar af tveimur eða fleiri mögulegum líkt og á krossaprófi, skrifa svar við beinni spurningu eða reikningsdæmi og þar fram eftirgötunum. Með hæfilegu millibili erkannað hversu vel nemandinn hefur tileinkað sér námsefnið og það fer svo eftir svari hans hverju sinni hvert leið hans liggur næst. Setjum svo að í könnuninni eigi að velja einn valkost af fjórum. Stigsmunur er á svörunum þannig að þau skiptast í a Rétt svar b Ekki alveg rétt svar c Rangt svar d Alrangtsvar. Nemandi sem velur a heldur áfrant stystu leið, ný skjámynd birtist og hann lærir næsta atriði eða fær þyngri æfingar þangað til aftur er komið að könnun. Nemandi sem velur b hefur ekki alveg náð því sem verið var að kenna en er þó greinilega á réttri Ieið. Fyrir hann er búinn til eins konar krókur eða lykkja þar sem sama efni er skýrt þetur, sett fram frá öðru sjónarhorni, ef til vill einfaldað aðeins meira, gefin ileiri dæmi og nemandanum loks beint í aðra könnun og sagan end- urtekur sig þangað til hann velur rétt svar og heldur áfram eftir aðalleiðinní. Nemandi sem velur c er greinilega ennþá talsvert langt frá settu marki og hann þarf að taka á sig þeim mun stærri krók. Enn þarf að einfalda efnið, bæta við fleiri dæmum og jafnvel útbúa eina lykkju út úr annarri svo að nú er yfirlitsteikningin farin að líkjast skrautleg- asta rósaflúri. Að lokum kemst þessi nemandi þó á rétt strik og helduráfram. 22 Og hvað á að gera við þann sem velur d? Hann er augsýnilega alveg úti að aka svo að það er kannski best að biðja hann að byrja á fyrstu skjámyndinni aftur en eins líklegt erað hann sé alls ekki með rétt kennsluefni og þá má annaðhvort beina honum í annað forrit sem er frekar við hæfi eða gefa honum önnur ráð sem henta. Við og við má bjóða nemendum að glíma við erfiðari atriði en beinlínis er krafist eða bæta við sig efni sem ekki er á dagskrá fyrr en seinna. Sem dæmi má nefna að nemanda, sem er að læra um flatarmál rétthyrninga, sé gefinn kostur á að líta aðeins á aðra samsíðunga í smáútúrdúr. I raun má segja að aðferðir til að auka fjöl- breytni kennsluforrita takmarkist einungis af hug- myndaauðgi höfunda. Og hverjir eru svo helstu kostir tölvustýrðs náms á borð við það sem hér hefur verið lýst? Ég tel þá vera marga, fleiri en gallana, sem líka eru einhverjir og kem ég að þeim seinna. 1. í fyrsta lagi er nemandinn alltaf virkur, þ.e.a.s. hann þarf að gefa einhvers konar svar við hverri skjámynd til að geta haldið áfram. 2. Hann getur farið yfir námsefnið á þeirn hraða sem honum hentar best, staldrað við þar sem honum sýnist en farið hratt yfir það sem honum finnst létt. (Hann getur meira að segja leyft sér að láta hugann reika einstöku sinnum án þess að eiga á hættu að missa af því sem kennarinn segir á meðan.) 3. Með lykkjum í framhaldi af röngum svörum í könn- unum má tryggja að nemendur haldi ekki áfram með nýtt námsefni fyrr en grundvallaratriði hafa verið lærð nægilega vel. 4. Nemandinn hefur kennara sem eralltafjafnvel upp- lagður og þreytist aldrei á að endurtaka námsefnið sé þess óskað. 5. í tölvustýrðu námi fær nemandinn einstaklings- bundnari kennslu en hægt er að bjóða upp á í hóp- kennslu. Inn í námsefnið má setja alls konar athuga- semdir: hrósyrði og uppörvanir þar sem það á við og huggunarorð þegar illa gengur. Sé námsefnið vel upp byggt á hver nemandi að geta fengið þá kennslu sem hann þarf' mest á að halda. Kennsluforrit má líka skipuleggja þannig að nemandinn viti alltaf hvar hann stendur. Það getur dregið úr kvíða og

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.