Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 18
töldu að í almennu stúdentsprófsnámi væri svo mikil
áhersla lögð á bóklegar greinar að list- og verkgreinar
yðru þarna algjörlega afskiptar. Nokkrir bentu á að
nauðsynlegt væri að hafa áfanga í tjáningu sem skyldu
á öllum brautum því sú þekking sem ekki væri hægt að
koma á framfæri væri lítils virði.
Erfiðara var að sjá samstöðu um hvaða greinar mætti
taka úr kjarnanámi en bæði myndmennta- og handíða-
kennarar og kennarar í samfélagsgreinum töldu að of
mikil stærðfræði væri á þeim brautum sem þeim eru
skyldastar. Hvað varðar uppbyggingu brauta má þó
segja að það hafi verið rnjög almennt viðhorf kennara
að of lítið væri um það ef'ni sem þeir sjálfir kenndu en
of mikið af einhverju öðru efni?
Veröur námskráin notuð?
Með þessari umíjöllun er ekki ætlunin að taka beina
afstöðu með eða á móti einstöku efni í námskránni.
Þetta er miklu fremur hugsað sem lausleg kynning á
helstu þáttum hennar og er skráð í þeirri von að fólk
kynni sér hana nánar og taki svo afstöðu til hennar. Á
þann hátt er helst von til þess að umræða skapist um
markmið og inntak framhaldsmenntunar. Áður en við
látum þessu þó lokið gefum við tveimur skólameistur-
um orðið en þeir voru spurðir hvort námskránni yrði
fylgt í hf'i
SIUNDARÞÚ
YáXTARÆKT ?
Meó KJÖRBÓKINNI
leggur þú rækt við fjárhag þinn
18
Kristján Bersi
r
Olafsson
Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari Flensborgar-
skóla, sagði að í námskránni væru meginatriði sam-
ræmd en að rammi hennar væri svo víður að hann
breytti í raun litlu í starfi skólanna. Þó skólunum bæri
þannig skylda til að starfa innan ramma námskrárinnar
þá hefðu þeir eftir sem áður mikið svigrúm til eigin
þróunar. Kristján sagði að verkið væri í raun hálfkarað
og það myndi taka nokkurn tíma þar til hægt væri að
taka námskrána upp en þó væri þegar hætt að innrita
nemendur í Flensborgarskóla á þær brautir sem ekki
væri gert ráð fyrir í henni. Þannig yrðu nemendur nú
ekki innritaðir til stúdentsprófs á heilsugæslu-, fjöl-
miðla-, íþrótta- og uppeldisbraut en inntak þessara
brauta yrði að rnestu áfram í boði á tveggja ára braut-
um og á öðrum stúdentsprófsbrautum. Kristján benti
að lokum á að þær áfangalýsingar, sem eru í nám-
skránni, væru enn það tæknilega gallaðar, t.d. hvað
varðaði einingafjölda og skipulag á undanförum
áfanga, að ekki væri hægt að taka þær upp í óbreyttri
mynd en að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að þær
yrðu teknar í notkun þegar búið væri að sníða af þeim
helstu gallana.
Guðmundur
Sveinsson
Guðmundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, taldi námskrána að mörgu leyti
ágæta til viðmiðunar. Hann gat þess þó að Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti hefði nú í vor sent frá sér eigin
námsvísi sem byggðist á öðrum forsendum. Skólinn
legði námssviðshugtakið til grundvallar með líkum
hætti og gert er í Noregi. Námssvið Fjölbrautaskólans í
Breiðholti væru sjö og brautirnar fimmtíu og tvær.
Guðmundur sagðist harrna að einingamatið hefði ekki
verið tekið til umfjöllunar í námskrá ráðuneytisins og
sagði að í þessum efnum væri Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti eini skólinn á íslandi sem mæti verknám og
bóknám að jöfnu og byggðist það á samþykkt sem gerð
var í Sambandi iðnfræðsluskóla. Hann vildi að lokum
leggja áherslu á að fjöldi skóla á framhaldsskólastigi
væri of mikill en það hefði þær afleiðingar að fjöl-
brautaskipulagið væri virt að vettugi.
Hannes Ólafsson er
ritstjóri Nýrra menntamála.