Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 33
bók sjálfri eru hins vegar ýmsar frá-
sagnir af trúaratferli sem hafa slæðst
eins og óviljandi með í frásagnir af
einstökum landnámsmönnum.
Sumar af þessum frásögnum bera
þess ýmis merki að vera gamlar og
gildar og þannig marktækustu
heimildir sem um er að ræða um
trúarbrögð landnámsmanna. Vil ég
sérstaklega minna á frásögnina um
Ingólf landnámsmann í Reykjavík
sem sagt er að hafi haldið fram
nauðsyn blóta og frásögnina af Vé-
birni Sygnakappa og hans fólki sem
mátti þola hrakninga af því blót var
ekki til enda leitt eins og efni stóðu
til. Og enda þótt Iítið hafi að gagni
verið ritað um þessar sagnir, þá
hefði höfundi Frásagnarlistar fyrri
alda þó átt að vera tiltæk einhver
fræðileg umfjöllun um þær.
Sama verður uppi á teningnum
þegar vikið er að hugmyndafræði
lífs og dauða. Þá er ekki hugað að
öllum tiltækum heimildum en
byggt um of á Eddukvæðum einum
saman. Stundum er jafnvel dregin
af þeim víðtækari ályktun en texti
þeirra leyfir. Dæmi um þetta er þar
sem segir á þessa leið m.a.:
„í Hávamálum er aftur á móti
vant að sjá að gert sé ráð fyrir
nokkru Iífi eftir jarðvistina.“ (Bls.
72.)
Þessari staðhæfingu til stuðnings
eru birt eftirfarandi erindi Háva-
mála:
Haltr liðr hrossi,
hjörð rekr handar vanr,
daufr vegr og dugir.
Blindr er betri
en brenndr sé,
nýtr manngi nás.
Sonr er betri,
þótt sé síð um alinn
eftir genginn guma:
Sjaldan bautarsteinar
standa brautu nœr,
nema reisi niðr að nið. (Bls. 72.)
Að Ioknum þessum erindum seg-
ir höfundur bókarinnar: „Sam-
kvæmt þessum erindum er allt
betra en að vera dauður og ekki að
sjá að menn lifi áfram nema í af-
komendum sínum.“ (Bls. 73.)
Það er að sjálfsögðu rétt ályktun
hjá Heimi Pálssyni að tilvitnuð
erindi birti þann boðskap að allt sé
betra en að vera dauður. Hins vegar
má ekki álykta af þessum tilvitnuðu
erindum né neinum öðrum í Háva-
málum að höfundur kvæðisins telji
að öllu sé lokið með líkamsdauðan-
um. Hann segir einfaldlega ekkert
um það. Samtíð hans (hvað sem
tímasetningu Hávamála líður) kann
hins vegar mikinn fjölda sagna af
framliðnum frændum er fyrir ber í
mismunandi dvalarstöðum eftir
andlátið. Sá munur sem höfundur
Hávamála dregur fram á lífi og
dauða og lifandi manni og dauðum
minnir aftur á móti mjög á það sem
haft er eftir Akkillesi Peleifssyni í
Ódysseifskviðu. Þegar Ódysseifur
kom til Hadesar, þá ávarpaði
Akkilles hann með þessum orðum
m.a.:
Hví hefir þú árœtt að fara niður í
Hadesar heim þar er búa ómegnir
draugar, svipirfjörlausra manna?
Síðar segir Akkilles við Ódysseif:
Gerðu það fyrir mig, frœgi Ódysseif-
ur, nefndu ekki dauðann við mig.
Heldur mundi ég kjósa að lifa í sveit,
og vera kaupamaður hjá einhverjum
fátœklingi, sem ekki hefði stórt fyrir sig
að leggja, en að ráða yfir öllum dauðu
draugunum.
(Ódysseifskviða 1973. 178.)
Sú hugsun sem birtist í framan-
rituðum orðum Ódysseifskviðu er
mjög áþekk þeirri hugsun sem fyrr
var til vitnað úr Hávamálum. Er
það raunar ekki fjarri því sem
vænta mátti því að Ódysseifskviða
og Hávamál eru sprottin úr svipuð-
um hugmyndaheimi þar sem
lífsskoðun var áþekk og trúarbrögð
keimlík. Orð Ódysseifskviðu eru
því vel til þess fallin að varpa ljósi á
knapporða frásögn Hávamála til
skýringar og skilningsauka.
II
Landnámabók er eitthvert
margslungnasta og merkasta fornrit
sem við íslendingar eigum. Því
varðar miklu að við nálgumst þetta
rit með öllum tiltækum vísindaað-
ferðum og beitum þeim af ýtrustu
þekkingu og færni til að ljúka upp
leyndardómum þess. Ekki þarf að
fara um það mörgum orðum að hér
eru það þjóðsagnafræðin og texta-
fræðin sem einkum koma að haldi,
auk margvíslegra annarra frænd-
greina sem ætíð er nauðsynlegt að
hafa hliðsjón af í misríkum mæli.
Því vek ég athygli á þessum skóla-
bókastaðreyndum hér að mér virð-
ist villandi sú leiðsögn til skilnings
á Landnámabók sem bent er á í
Frásagnarlist fyrri alda. Til að
skýra þetta betur er nauðsynlegt að
birta hér með tilvitnun inngangs-
kafla höfundar að því er hann segir
um Landnámabók. Þar er komist
þannig að orði:
Nútímafólki er tamt að gera grein-
armun á ,,tvennskonar sannleik“,
annars vegar hinum vísindalega, eins
og hann birtist t.d. í sagnfrœðiritum,
hins vegar ,,listrœnum sannleik“ eins
og hann getur birst ísögulegum skáld-
sögum. Þannig lítum við e.t.v. svo á að
íslandsklukkan flytji okkur einhvers-
konar sannleik um sögu þjóðarinnar
þótt okkur sé mœlavel kunnugt um að
hún er skáldsaga.
En voru þessar tvcer gerðir sannleiks
til í vitund fornmanna? Fjölmargt
bendir til þess, að hjá þeim hafi aðeins
verið til ein tegund sannleiks, sem
kalla mœtti ,,einþcettan“ (synkretísk-
an) sannleik. Sá sem flutti einþcettan
sannleik umfortíðina leitaðist bœði við
að skýra rétt frá og endurskapa fortíð-
ina í allri sinni lifandi heild. En þar
með var þetta ekki aðeins sannleikur i
eiginlegri merkingu, heldur og list, eða
órofa eining þess sem er ósamrýman-
legt í huga manna nú á dögum. Ein-
þœttur sannleikur er okkur að eilífu
glataður. Hann er alls ekki meðalveg-
ur milli hinna tveggja sannleiksteg-
unda nútímans; hann er mikht auð-
ugri og efnismeiri en þœr báðar til
samans, gagnólíkur báðum, hinn
þriðji sannleikur. Tilraunir til að
ákvarða, hvað sé sögulegur og hvað
listrœnn sannleikur I sögunum, eru
með öðrum orðum leit að aðgreiningu
innan sannleikshugtaks, sem á séreðli
sitl og tilveru þvi að þakka, að slík að-
greining er þar einmitt ekki til.
Steblin-Kamenskij 1981 (1971), 19—20.
33
L