Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 45
Væntanlegar kennslubækur
1986
Gunnar Karlsson og Bragi Guðmundsson: Islandssaga frá fyrri hluta 19. aldar til nútímans.
Bók þessi er ætluð framhaldsskólum og hafa frumdrög verksins verið fjölrituð og kennd við
nokkra skóla í vetur. Ætlunin er að segja sögu tímabilsins í samfelldum texta og kveikja áhuga
nemenda með því að tengja sögulega viðburði við aðstæður þeirra sjálfra. Verkið kemur út í
haust í bráðabirgðaútgáfu.
Heimir Pálsson, Þórður Helgason, Bjarni Olafsson og Sigurður Svavarsson (ritstj.): Sýnisbók
íslenskra bókmennta frá siðaskiptum til nýrómantíkur. Fjórir reyndir íslenskukennarar hafa
valið texta af ýmsum gerðum frá þessu tímabili í sýnisbók handa framhaldsskólum, og bætt
við nauðsynlegum skýringum og upplýsingum. Bók sem lengi hefur vantað. Kemur út í kilju
fyrir haustið.
Bolton, Oscarson og Peterson; Ensk málfræði fyrir grunnskóla (Basic Working Grammar).
Þýðandi Gerður Guðmundsdóttir. Éinkar aðlaðandi málfræðibók eftir sömu höfunda og
„Breakaway“-flokkurinn, sem mikilla vinsælda hefur notið í efri bekkjum grunnskóla. Reglur eru
skýrðar á mjög Ijósan hátt og mikið er af sýnidæmum í bókinni, sem prýdd er fjölda teikninga.
Kom út í júní.
Erik Nprgaard: Mordet pá stranden & Mord eftir middag með íslenskum verkefnum. Tveir
danskir unglingareyfarar, sem vinsælir hafa verið í 9. bekk grunnskóla, saman í einni kilju með
verkefnum og glósum handa íslenskum skólanemum. Verkefnin gerðu þær Brynhildur
Ragnarsdóttir, Jóna Björg Sætran og Þórhildur Oddsdóttir, höfundar bókarinnar Tag fat.
Kemur út í vor.
Jprgen Pind: Kennslubók í MS-Dos. Þörf handbók á íslensku um algengasta stýrikerfið í
einkatölvum, sem gefur skýrt yfirlit um notkunarmöguleika og helstu skipanir, en höfundur
hefur stjórnað tölvuvæðingu Orðabókar Háskólans. Bókin er ætluð bæði skólum og
almenningi og kemur út í haust.
Eftirfarandi kennslubækur eru væntanlegar í nýjum og endurskoðuðum útgáfum fyrir
haustið vegna góðra undirtekta á síðasta ári:
Þórunn Blöndal: Almenn málfræði.
Hafdís Ingvarsdóttir og Kirsten Friðriksdóttir: Dansk uden problemer, prentuð útgáfa.
Brynhildur Ragnarsdóttir, Jóna Björg Sætran og Þórhildur Oddsdóttir: Tag fat, kennslubók í
dönsku.
Abending til bókmenntakennara: Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason kom út í kilju í
fyrra og seldist upp. Nú er væntanleg ný kiljuútgáfa og verður hún prýdd ljósmyndum frá
sögutímanum.
Góð bók bætir kennslu
Mál og menning