Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 46
JiQ
DANSKUR LEIÐBEINANDIÁ NÁMSKEIÐI
FYRIR MYNDMENNTAKENNARA
OG ALMENNA BEKKJARKENNARA
— leiðbeinir um meðferð Pebeo lita
Dagana 24.-26. september n.k. mun sérfræðingur frá Pebeo-fyrirtækinu leið-
beina á námskeiði i Kennslumiðstöðinni sem ætlað er myndmenntakennurum og
almennum bekkjarkennurum. Tilhögun námskeiðisins er í undirbuningi og verður
bað auglýst nánar með dreifibréfi til skólanna i lok ágúst. Munu þátttakendur geta
valið um heilsdags og hálfsdags námskeið.
Frönsku Pebeo litirnir hafa notið sivaxandi vinsælda og m.a. þess vegna óskar
söludeild eftir þvi að kennarar skrái sig sem fyrst. Tekið er á móti skráningum i
Skólavöruþúðinni i sima 28088.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Skólavörubúðin — Laugavegi 166.
Bjarni Kristjánsson spyr Sverri
Hermannsson menntamálaráð-
herra:
Munt þú beita þér fyrir skipu-
lagðri fullorðinsfræðslu til handa
sérkennslunemendum sem sannan-
lega hafa ekki notið fullrar skóla-
göngu ogþáhvernig?
Svar Sverris Hermannssonar:
Þótt engin lagaákvæði séu í gildi
um framhaldsnám eða fullorðins-
46
fræðslu sérkennslunemenda, hefur
það verið og er stefna menntamála-
ráðuneytisins að þeir skuli njóta
fræðslu í almennum skólum og þá
með sérstakri aðstoð að svo miklu
leyti sem unnt er. I samræmi við
þetta hefur verið greitt fyrir sam-
starfi milli skóla fyrir nemendur
með sérþarfir annars vegar og al-
mennra skóla hins vegar. Hefur
slíkt samstarf farið vaxandi og
smám saman komist í skipulegt
horf. M.a. má nefna að í samstarfi
Iðnskólans í Reykjavík og Öskju-
hlíðarskóla er á þessu ári unnið að
námskrá og kennsluáætlun fyrir
nemendur Öskjuhlíðarskóla, sem
stunda jafnframt nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík. Eru bundnar vonir
við að þetta samstarf geti orðið
grundvöllur að skipulegri fram-
haldsmenntun fyrir nemendur sem
geta ekki stundað nám í almennum
skólum vegna fötlunar.
Sem kunnugt er hefur frumvarp
til laga um framhaldsskóla nokkr-
um sinnum verið lagt fyrir Alþingi
á undanförnum áratug en ekki hlot-
ið afgreiðslu. í þessu frumvarpi var
sérstakt ákvæði þess efnis að nem-
endur, sem vegna fötlunar eða frá-
vika frá eðlilegum þroskaferli fá
ekki notið venjulegrar kennslu í
einni eða fleiri námsgreinum,
skyldu eiga rétt til sérstakrar
kennslu við sitt hæfi.
Nefnd hefur nú verið skipuð til
þess að gera tillögur að frumvarpi
til laga um framhaldsskóla og verð-
ur þar kveðið á um þetta mál.
Sverrir Hermannsson spyr Bessí
Jóhannsdóttur með hvaða hætti
komið verði á samfelldum skóla-
degi í Reykjavík.