Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 38
Landabréfabók
Landabréfabók
N ámsgagnastofnun
1985
Útgáfa landabréfabóka er dýrt verk
og vandasamt, enda var það ekki fyrr
en 1979 að út kom almenn kortabók
sem gerði meira en að fullnægja ein-
földustu þörfum í byrjendakennslu í
landafræði. Það var Ríkisútgáfa náms-
bóka sem stóð fyrir því ágæta framtaki
og sendi frá sér Landabréfabók 2 sem
ætluð var „nemendum í efstu bekkjum
grunnskóla, framhaldsskólum og síð-
ast en ekki síst sérhverjum fróðleiks-
fúsum manni“ eins og segir í eftirmála
þeirrar bókar. Þar með fengum við Is-
lendingar í fyrsta sinn í hendur korta-
bók á okkar eigin tungumáli og með
nokkrum íslenskum kortum nægilega
stóra til allra almennra nota í skólum,
á heimili og vinnustað. Það má með
sanni segja að oft hafi ómerkari við-
burðir gerst í íslenskri bókaútgáfu en
þó vakið meiri athygli.
Nú hefur Námsgagnastofnun bætt
um betur og sent frá sér endurskoðaða
útgáfu af Landabréfabók 2, þótt ekki
séu nema 6 ár liðin frá því að hún kom
út. Hér er um að ræða meira en yfir-
borðsendurskoðun. Auk þess sem bætt
hefur verið við 8 kortasíðum hefur far-
ið fram gagnger endurskoðun á kortun-
um sem e.t.v. lýsir sér best í því að í
stað nafnaskrár upp á 22 bls. með 5
dálkum í eldri bókinni er nafnaskráin í
38
nýju bókinni upp á 32 bls. með 6 dálk-
um og mun smærra letri. Kortum hef-
ur verið kippt út og ný sett í staðinn,
skýringamyndum bætt við og sérkort
með tímabundnum upplýsingum, t.d.
framleiðslukort, endurskoðuð, jafnvel
efnisröðunin er önnur.
Efninu er þannig raðað að gengið er
frá hinu þekkta og nálæga til hins
óþekkta og fjarlæga. Fyrst eru 9 bls.
með sérkortum af íslandi, þá Norður-
lönd, Evrópa og hinar heimsálfurnar
frá austri til vesturs og endað á Norð-
ur- og Suðurskautinu áður en heimin-
um eru gerð skil á 18 blaðsíðum.
Af almennum nýmælum má nefna
að á saurblaði fremst eru skýringar á
táknurh, litum og mynstrum við lands-
háttakortin sem mynda uppistöðuna í
kortunum. Með sérkortunum eru hins
vegar skýringar. Það sparar að sjálf-
sögðu rúm að hafa skýringarnar á ein-
um stað og gerir kleift að koma fyrir
meiri upplýsingum á kortununr.
Spurningin er hvaða kennslufræðileg
áhrif þetta fyrirkomulag hefur. Ef til
vill verður þessi aðskilnaður korts og
skýringa til þess að kennarar neyðast
til að ganga úr skugga um að nemendur
kynni sér og venji sig á að læra þetta
stafróf kortamálsins. Það hefði þó mátt
taka það fram í yfirskriftinni að skýr-
ingar eiga við landsháttakortin.
Annað almennt nýmæli, sem ber að
fagna, er að á saurblaði aftast eru leið-
beiningar við kortalestur.
Á eftir formála eru orðaskýringar og
skammstafanir. Það eru skýringar á
helstu landfræðilegum orðum sem
korna fyrir í erlendum örnefnum, svo
sem fjall, á, flói, fjörður. Þessi listi er
stórum aukinn frá fyrri útgáfunni og er
auk þess líklegri til að nýtast þar sem
hann er fremst þar sem varla er hægt
að komast hjá að taka eftir honum en
áður var hann aftast, á eftir nafna-
skránni. Nokkurs misræmis gætir í
þýðingunum. Islensku þýðingarnar eru
gefnar í nefnifalli et. eða ft. án greinis
og gildir þá einu hvort erlendu orðin
eru með greini eða ekki, t.d. fjord og
fjorden á norsku og sænsku (og reyndar
dönsku líka þótt þess sé ekki getið í
orðalistanum), er þýtt með fjörður,
halvöya á norsku er þýtt skagi en ekki
skaginn, öarna á sænsku er þýtt eyjar
en ekki eyjarnar og -ás, -ásen á sænsku
er þýtt hæðir, sem er beinlínis rangt.
Ekki er getið um hvort málfræðingur
hafi verið fenginn til að lesa yfir orða-
listann og engar upplýsingar eru um
hvernig að honum var staðið.
Hvað erlend staðanöfn og örnefni