Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 40

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 40
þeirra, hafi skilað góðu verki. Heiti kortanna og skýringar eru á góðri ís- lensku og eðlilegri. Þó hefði orðið dreif sem notað var í fyrri útgáfunni mátt halda sér en það hefur verið hreinsað út nema á bls. 19. Það er óþarfi að týna þessu orði úr málinu sem skýrir mun á ferlinu og afleiðingunum. Kortið á bls. 90, sem hét náttúruvá, heitir nú nátt- úruöfl og er vafasamt hvort nokkur bót er að og loks er undarlegt að kalla kort á bls. 91 „fiskveiðar“ en þar eru sýnd helstu mið og veiðisvæði helstu nytja- fiska og hvala. Á 5. korti á bls. 17 er núverandi Eystrasalt nefnt Ancylus- haf. Réttara er að kalla það Ancylus- vatn, enda er það gert í texta undir kortinu. Jarðfræði og jarðsögu eru gerð ágæt skil á bls. 88 — 89 en myndræn framsetning á sögu jarðar er óþarflega flókin og orkar sums staðar tvímælis. Þannig er t.d. ruglingur á fornlífsöld og frumlífsöld, kolatímabilið vantar og saga mannkyns er sögð 1/10 úr sek. en ætti að vera 1.8 sek. miðað við mæli- kvarða myndarinnar. Þótt val korta sé gott þá fer ekki hjá því að einhvers sé að sakna. Til að mynda hefðu mátt vera einhver kort sem sýna þennan viðsjárverða heim sem við lifum í, kjarnorkuveldin, helstu vopnaframleiðendur og vopna- sölu, flóttafólk vegna styrjalda og nátt- úruhamfara, styrjaldir, byltingar og frelsisstríð undanfarinn áratug. Þá hefði verið akkur í að hafa með borgar- kort frá nokkrum stórborgum frá ýms- um tímum og dæmi um landnýtingu á afmörkuðum svæðum. Þetta ber þó fremur að skoðast sem óskalisti fyrir framtíðina en gagnrýni. Eins og nefnt var í upphafi er útgáfa landabréfabóka ekkert áhlaupaverk, fjárfrekt fyrirtæki í hæsta máta. Námsgagnastofnun á heiður skilið fyrir þetta myndarlega framtak og samstarfsaðilinn Esselte Map Service í Svíþjóð einnig en án þess samstarfs er hætt við að útgáfan hefði orðið stórum fátæklegri. Hið ljósa, bjarta yfirbragð, sem ein- kennir Esseltekortin, gerir bókina geð- þekka og aðlaðandi. Hún ætti að vera til á hverju heimili í landinu og það er ekki fráleitt að vona að svo verði, því að hún er líkleg til að bæta landafræði- kennsluna í landinu og auka áhuga barna og unglinga á heiminum sem við lifum í. GuðrúnOlafsdóttir.dósentviðHl, og Guðrún Gísladóttir, kennari við HI. 40 ÍSLENSK SAMHEITAORÐABÓK IIÁSKÓLI ISLANDS íslensk samheita- oröabók Ritstjóri: Svavar Sigmundsson. Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur. Háskóli íslands 1985. Samheitaorðabækur — sem til hafa verið um alllangt skeið á granntungum okkar — eru ekki orðabækur í þeim skilningi að við getum flett þar upp á nákvæmri merkingu orða, heldur er þar safnað samheitum, orðum sem við einhverjar aðstæður gætu komið í stað uppflettiorðsins. í Samheitaorðabók- inni er það orðað svo að „samheiti hafi svipaða merkingu, hliðstæða merkingu eða nokkurn veginn sömu merkingu eftir aðstæðum“ (bls. vii). Samkvæmt þessu er það samheitaorðabók sem kemur okkur að haldi í hinni eilífu leit að „rétta orðinu“. Þessa leit þekkja all- ir sem fást við skriftir og málnotkun af einhverju tagi. Þeir vita að hún getur orðið býsna tímafrek og slag í slag verður að skilja við setninguna með orðum sem aðeins eiga þar hálfvegis heima. Hingað til hefur lausnin ósjald- an verið sú að leita að samsvarandi orði á dönsku (meðan Orðabók Frey- steins var sú besta) eða upp á síðkastið á ensku og fletta upp í tvítyngdum orðabókum til að finna fleiri kosti en þann eina sem í hugann vildi koma. Það var Þórbergur rithöfundur Þórðarson sem telja má helsta hvata- mann að gerð þessarar orðabókar og minningargjöf hans var reyndar for- senda útgáfunnar. í skipulagsskrá Styrktarsjóðs Þórbergs og Margrétar er kveðið svo að orði: Tilgangur sjóðsins er að styrkja samninga og útgáfu íslenskrar sam- heitaorðabókar, rímorðabókar og íslenskrar stílfræði, svo og að styrkja endursamningu og endurút- gáfu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitaorðabók sitja í fyrir- rúmi. (Samheitaorðabókin,v.) Þetta er sú efnahagsuppistaða sem gerði vefnaðinn hugsanlegan og var uppistaðan tilbúin árið 1970. Það var þó ekki fyrr en að áliðnu ári 1974 sem Svavar Sigmundsson cand. mag. var ráðinn til starfa við orðabókargerðina og hafði unnið að því verki sem hluta- starfi og aðalstarfi á víxl í tæpan áratug þegar ritstjórnarvinnu lauk. Prentun varð síðan tímafrek, m.a. vegna þess að farnar voru nýjar leiðir: Þetta er „frumraun í gerð svo stórrar orðabók- ar með tölvu hér á landi“ — svo vitnað sé til formálsorða ritstjóra. Það er ljóst hverjum sem um hugsar að samantekt orðabókar af þessu tagi er gríðarleg vinna. Eitt er stefnumótun, annað ákvörðun um stærð, hið þriðja orðasöfnun og getur víst ært óstöðug- an. Svavar kaus þá leið að orðtaka tvær stórar orðabækur, Islenska orða- bók Menningarsjóðs og Danska orða- bók Freysteins Gunnarssonar með við- aukum eftir Björn Franzson. Virðist þetta hafa verið skynsamleg ákvörðun eftir aðstæðum og hollt að sníða Sam- heitaorðabókinni ekki of víðan stakk í fyrstu gerð. Tæmandi samheitaorðabók íslensk verður aldrei sett saman — þó ekki væri vegna annars en sífelldra nýmyndana í tungunni. Matsatriði hlýtur einnig að vera hverju sinni hvað gera eigi að uppflettiorðum, hverju hugsanlega að sleppa. Mér sýnist þar hafi verið farin skynsamleg hófsemdar- leið í þessu dæmi. Til stendur að end- urskoða verkið svo fljótt sem auöið er — og þá verða notendur vonandi búnir að gauka sem allra flestum ábending- um að ritstjóra svo næsta gerð bókar- innar megi verða sem allra best. Öllum notendum bókarinnar skal

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.