Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 37

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 37
Bækur H1 Kristján Bersi Ólafsson. Guðrún Ólafsdóttir. k Guðrún Gísladóttir. •-»aamf;'' ■ f Heimir Pálsson. wBfy Í .1 Þuríður Jóhannsdóttir. , A Þrjár bækur í samfélagsfræðum handa framhaldsskólum Fyrir framan mig á borðinu liggja þrjár kennslubækur, sem allar eiga það sammerkt að vera þýddar. Þær eru: 1. Félagsfræði eftir lan Robertsson, sem Ágústa Oddsdóttir hefur þýtt ásamt Ragnheiði Þorgrímsdóttur og Þórunni Friðriksdóttur og séð um út- gáfu á (iðunn 1985). 2. Sálfræði eftir Ritu og Richard Atkinson og Ernest Hilgard, sem Kon- ráð Ásgrímsson hefur þýtt (Iðunn 1985). 3. Mannkynssaga eftir 1850 eftir A. Sveen og A. Aastad, sem Sigurður Ragnarsson hefur fært í íslenskan bún- ing (Mál og menning 1985). í kennslubókaleysi síðustu ára hafa kennarar iðulega gripið til þess ráðs að þýða erlenda texta sem þeir hafa talið geta komið að notum. Sérstaklega hef- ur borið á þessu í kennslugreinum sem eiga sér ekki Ianga hefð að baki í skóla- starfi, enda þörfin þar eðlilega verið mest. En alltof oft hafa þessir textar verið af vanefnum gerðir. Þeir hafa verið á vondu máli — stofnanaíslensku þegar verst hefur látið — og illa út gefn- ir, fjölritaðir og lítið til þeirra vandað. Ég býst við að flestir, sem hafa starfað í framhaldsskólum síðustu árin, geti rifj- að upp mýmörg dæmi um þetta. Á tímabili var til dæmis mikið um það talað að ástæða væri til að stöðva notkun ákveðinna kennslubóka vegna þeirra skoðana sem þær birtu. Til þess held ég að aldrei hafi verið ástæða en hins vegar gæti ég nefnt dæmi, — fleiri en eitt og fleiri en tvö —, þar sem ástæða hefði verið til að stöðva notkun kennslubóka af málfarslegum ástæð- um. Islenskir skólar eiga að og þurfa að nota kennslugögn á íslensku. Og þetta hafa aðstandendur þeirra þriggja bóka, sem ég hef núna fyrir framan mig, greinilega gert sér Ijóst. Þcir hafa vand- að til verks síns. Sérstaklega er mér það ánægjuefni að nú skuli loksins vera koniin út kennSlubók í félagsfræði, sem er ekki aðeins á íslensku heldur á góðri íslensku og staðfærð á mjög ánægjuleg- an hátt; — vönduð bók í alla staði, sem þær Ágústa og stallsystur hennar eiga mikla þökk skilið fyrir að hafa komið út. Að sjálfsögðu er Mannkynssagan í búningi Sigurðar Ragnarssonar einnig til sóma, bæði vel valin og vel með textann farið, enda ekki við öðru að búast. Þýðingu Konráðs sá ég á sínum tíma í fjölriti og leist ekki á en hún hef- ur núna tekið miklum stakkaskiptum til hins betra og má heita orðin for- svaranleg, a.m.k. ef miðað er við fyrri útgáfur. Þessi pistill er ekki annað en stutt ritfregn. Ég ætla mér ekki að fjalla um þessar þrjár bækur út frá faglegu sjónarmiði eða Ieggja neinn dóm á það af hverju þær hafa verið valdar til út- gáfu fyrir íslenska skóla en ekki ein- hverjar aðrar bækur. Til þess skortir mig sérfræðiþekkingu. Þó hygg ég að allt séu þetta traustar bækur sem vel standi fyrir sínu og fengur sé að fá þær á íslensku. En mest um vert finnst mér einmitt að þær eru á íslensku, góðu og lipru máli, þannig að óhætt er að leggja þær fyrir nemendur án þess að eiga á hættu að málspjöll fylgi í kjölfarið. Kristján Bersi Olafsson, skólameistari Flensborgarskóla. 37

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.